Við fáum úrslitaleik á milli Messi og Neymar eftir vítakeppni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2021 07:45 Lionel Messi og liðsfélagar hans fagna hér sigri í vítakeppninni í nótt. AP/Andre Penner Argentína komst í nótt í úrslitaleik Suðurameríkubikarsins eftir sigur á Kólumbíu í vítakeppni í seinni undanúrslitaleik keppninnar. Argentína mætir Brasilíu í úrslitaleiknum. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Argentína vann vítakeppnina 3-2. Neymar fékk því ósk sína uppfyllta að mæta Lionel Messi og félögum hans í úrslitaleiknum á Maracana leikvanginum. Argentínumenn eru að reyna að vinna sinn fyrsta stóra titil síðan þeir unnu Suðurameríkukeppnina árið 1993. Captain showing the shootout hero some love pic.twitter.com/A4dVFnc0s2— B/R Football (@brfootball) July 7, 2021 Emiliano Martinez var hetja argentínska liðsins því hann varð þrjár vítaspyrnur í vítakeppninni. Martinez var lengi varamarkvörður Arsenal en átti frábært fyrsta tímabil með Aston Villa í vetur. Martinez varði vítaspyrnur frá þeim Davinson Sanchez, Yerry Mina og Edwin Cardona Lionel Messi lagði upp mark Argentínu sem Lautaro Martínez skoraði strax á sjöundu mínútu leiksins. Þetta var fimmta stoðsending Messi í keppninni. Luis Díaz náði að jafna metin á 61. mínútu og fleiri mörk voru ekki skoruð. Messi komst næst því að tryggja Argentínu sigurinn en skot hans endaði í stönginni. We re FINALLY going to get Messi vs. Neymar pic.twitter.com/m2bmyHYyB2— B/R Football (@brfootball) July 7, 2021 Messi skoraði úr sinni vítaspyrnu sem var fyrsta spyrna argentínska liðsins í vítaspyrnukeppninni. Rodrigo De Paul klikkaði á spyrnu númer tvö en Leandro Paredes og Lautaro Martínez skoruðu báður úr sínum. Argentínumenn tóku aðeins fjórar vítaspyrnur því þeir voru komnir í úrslitaleikinn þegar Emiliano Martinez varði fimmtu spyrnu Kólumbíumanna frá Cardona. Martinez grét af gleði eftir leikinn. „Þetta er frábært lið sem við erum að fara að mæta og liðið sem flestir halda að vinni. Við erum hins vegar með frábæran þjálfara, besta leikmann heims og munum reyna að vinna,“ sagði Emiliano Martinez í leikslok. Þetta er fyrsti úrslitaleikur Copa Ameríca á milli stórveldanna Brasilíu og Argentínu síðan árið 2007 þegar Brasilía vann 3-0 sigur. Argentínumenn hafa tapað síðustu fjórum úrslitaleikjum sínum en Brasilíumenn eru ríkjandi meistarar Fótbolti Copa América Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Sjá meira
Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Argentína vann vítakeppnina 3-2. Neymar fékk því ósk sína uppfyllta að mæta Lionel Messi og félögum hans í úrslitaleiknum á Maracana leikvanginum. Argentínumenn eru að reyna að vinna sinn fyrsta stóra titil síðan þeir unnu Suðurameríkukeppnina árið 1993. Captain showing the shootout hero some love pic.twitter.com/A4dVFnc0s2— B/R Football (@brfootball) July 7, 2021 Emiliano Martinez var hetja argentínska liðsins því hann varð þrjár vítaspyrnur í vítakeppninni. Martinez var lengi varamarkvörður Arsenal en átti frábært fyrsta tímabil með Aston Villa í vetur. Martinez varði vítaspyrnur frá þeim Davinson Sanchez, Yerry Mina og Edwin Cardona Lionel Messi lagði upp mark Argentínu sem Lautaro Martínez skoraði strax á sjöundu mínútu leiksins. Þetta var fimmta stoðsending Messi í keppninni. Luis Díaz náði að jafna metin á 61. mínútu og fleiri mörk voru ekki skoruð. Messi komst næst því að tryggja Argentínu sigurinn en skot hans endaði í stönginni. We re FINALLY going to get Messi vs. Neymar pic.twitter.com/m2bmyHYyB2— B/R Football (@brfootball) July 7, 2021 Messi skoraði úr sinni vítaspyrnu sem var fyrsta spyrna argentínska liðsins í vítaspyrnukeppninni. Rodrigo De Paul klikkaði á spyrnu númer tvö en Leandro Paredes og Lautaro Martínez skoruðu báður úr sínum. Argentínumenn tóku aðeins fjórar vítaspyrnur því þeir voru komnir í úrslitaleikinn þegar Emiliano Martinez varði fimmtu spyrnu Kólumbíumanna frá Cardona. Martinez grét af gleði eftir leikinn. „Þetta er frábært lið sem við erum að fara að mæta og liðið sem flestir halda að vinni. Við erum hins vegar með frábæran þjálfara, besta leikmann heims og munum reyna að vinna,“ sagði Emiliano Martinez í leikslok. Þetta er fyrsti úrslitaleikur Copa Ameríca á milli stórveldanna Brasilíu og Argentínu síðan árið 2007 þegar Brasilía vann 3-0 sigur. Argentínumenn hafa tapað síðustu fjórum úrslitaleikjum sínum en Brasilíumenn eru ríkjandi meistarar
Fótbolti Copa América Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Sjá meira