Bindandi alþjóðsamningur nauðsynlegur gegn rusli og plastmengun í höfunum Heimsljós 7. júlí 2021 13:17 UNEP Ísland er eitt 27 ríkja sem standa að stofnun Næróbí vinahópsins gegn rusli og plastmengun í höfum. Í gær var hleypt af stokkunum hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) svonefndum Næróbí vinahópi gegn rusli og plastmengun í höfunum. Ísland er eitt 27 ríkja sem standa að stofnun vinahópsins en framtakið er leitt af Chile og Portúgal. Öll Norðurlöndin eru meðal stofnríkja. Á stofnfundinum í gær, fjarfundi með ríflega 200 þátttakendum, voru að sögn Vilhjálms Wiium fastafulltrúa Íslands hjá UNEP flutt ýmis fróðleg erindi, bæði af háttsettum embættismönnum og sérfræðingum, þar sem var farið yfir ýmsar staðreyndir um plastmengun í höfunum og ræddar leiðir fram á við. „Það ríkti samhljómur um að bindandi alþjóðasamningur gegn rusli og plastmengun í höfunum væri nauðsynlegur, því gildandi alþjóðasamningar nái ekki utan um vandamálið,“ segir Vilhjálmur. „Væntingar eru um að á seinni hluta fimmta umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna í byrjun 2022 verði samþykkt ályktun um að hefja formlegar umræður um samning af þessu tagi. Hópur ríkja með Rúanda og Perú í broddi fylkingar hafa þegar hafist handa um að semja drög að ályktuninni og samningi og þeim verður dreift meðal fastanefnda UNEP í september næstkomandi.“ Vilhjálmur segir að einnig verði í september haldinn ráðherrafundur um plastmengun í höfunum. Að undirbúningi þess fundar standa Þýskaland, Ekvador, Gana og Víetnam. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Í gær var hleypt af stokkunum hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) svonefndum Næróbí vinahópi gegn rusli og plastmengun í höfunum. Ísland er eitt 27 ríkja sem standa að stofnun vinahópsins en framtakið er leitt af Chile og Portúgal. Öll Norðurlöndin eru meðal stofnríkja. Á stofnfundinum í gær, fjarfundi með ríflega 200 þátttakendum, voru að sögn Vilhjálms Wiium fastafulltrúa Íslands hjá UNEP flutt ýmis fróðleg erindi, bæði af háttsettum embættismönnum og sérfræðingum, þar sem var farið yfir ýmsar staðreyndir um plastmengun í höfunum og ræddar leiðir fram á við. „Það ríkti samhljómur um að bindandi alþjóðasamningur gegn rusli og plastmengun í höfunum væri nauðsynlegur, því gildandi alþjóðasamningar nái ekki utan um vandamálið,“ segir Vilhjálmur. „Væntingar eru um að á seinni hluta fimmta umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna í byrjun 2022 verði samþykkt ályktun um að hefja formlegar umræður um samning af þessu tagi. Hópur ríkja með Rúanda og Perú í broddi fylkingar hafa þegar hafist handa um að semja drög að ályktuninni og samningi og þeim verður dreift meðal fastanefnda UNEP í september næstkomandi.“ Vilhjálmur segir að einnig verði í september haldinn ráðherrafundur um plastmengun í höfunum. Að undirbúningi þess fundar standa Þýskaland, Ekvador, Gana og Víetnam. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent