Heita því að vista Assange ekki við verstu aðstæður og leyfa honum að afplána í Ástralíu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2021 10:37 Assange er sagður við afar bága heilsu en hann situr enn í bresku fangelsi og mun gera það þar til endanlegur úrskurður í framsalsmálinu liggur fyrir. epa/Vickie Flores Bandarísk stjórnvöld hafa heitið því að vista Julian Assange ekki við verstu aðstæður ef hann fæst framseldur frá Bretlandi. Þá yrði honum heimilað að afplána mögulegan dóm í heimalandi sínu, Ástralíu. Þetta kemur fram í gögnum sem voru lögð fram í aðdraganda þess að breskur dómstóll gaf bandarískum yfirvöldum heimild til að áfrýja niðurstöðu frá því í janúar, þegar annar dómstóll neitaði að samþykkja framsal, meðal annars á þeirri forsendu að aðstæður í svokölluðum hámarksgæslufangelsum í Bandaríkjunum væru ómannúðlegar. Heilsufar Assange er sagt afar bágt og óttast um líf hans ef hann verður framseldur. Í gögnunum, sem New York Times hefur undir höndum, segir að bandarísk stjórnvöld hafi komið til móts við áhyggjur dómarans sem hafnaði framsalskröfunni í janúar. Assange yrði til að mynda ekki neitað um samband við umheiminn og þá yrði honum ekki haldið í hámarksöryggisgæslufangelsinu í Florence í Ohio, nema hann gerði eitthvað til að verðskulda það. Þá segjast bandarísk yfirvöld munu samþykkja að Assange afpláni mögulegan dóm í Ástralíu. Assange er bæði ákærður fyrir að hafa aðstoðað uppljóstrarann Chelsea Manning við að komast yfir leynileg gögn og senda þau til WikiLeaks og fyrir að birta gögnin. Seinna ákæruefnið gæti haft það í för með sér að fordæmi verði til fyrir því að dæma menn og fangelsa fyrir að birta leynileg gögn; það er fyrir að stunda blaðamennsku, óháð því hvort menn telja Assange blaðamann eða ekki en um það er deilt. WikiLeaks Mannréttindi England Bandaríkin Mál Julians Assange Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Þetta kemur fram í gögnum sem voru lögð fram í aðdraganda þess að breskur dómstóll gaf bandarískum yfirvöldum heimild til að áfrýja niðurstöðu frá því í janúar, þegar annar dómstóll neitaði að samþykkja framsal, meðal annars á þeirri forsendu að aðstæður í svokölluðum hámarksgæslufangelsum í Bandaríkjunum væru ómannúðlegar. Heilsufar Assange er sagt afar bágt og óttast um líf hans ef hann verður framseldur. Í gögnunum, sem New York Times hefur undir höndum, segir að bandarísk stjórnvöld hafi komið til móts við áhyggjur dómarans sem hafnaði framsalskröfunni í janúar. Assange yrði til að mynda ekki neitað um samband við umheiminn og þá yrði honum ekki haldið í hámarksöryggisgæslufangelsinu í Florence í Ohio, nema hann gerði eitthvað til að verðskulda það. Þá segjast bandarísk yfirvöld munu samþykkja að Assange afpláni mögulegan dóm í Ástralíu. Assange er bæði ákærður fyrir að hafa aðstoðað uppljóstrarann Chelsea Manning við að komast yfir leynileg gögn og senda þau til WikiLeaks og fyrir að birta gögnin. Seinna ákæruefnið gæti haft það í för með sér að fordæmi verði til fyrir því að dæma menn og fangelsa fyrir að birta leynileg gögn; það er fyrir að stunda blaðamennsku, óháð því hvort menn telja Assange blaðamann eða ekki en um það er deilt.
WikiLeaks Mannréttindi England Bandaríkin Mál Julians Assange Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira