Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2021 12:31 Ungmenni spila fótbolta á götum Port-au-Prince. AP/Joseph Odelyn Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. Degi áður en Moise var myrtur skipaði hann Dr. Ariel Henry í embætti forsætisráðherra. Þá hafði Claude Josehp, utanríkisráðherra, verið starfandi forsætisráðherra Haítí í um tíu vikur. Strax í kjölfar morðsins tilkynnti Joseph að hann leiddi nú ríkisstjórn Haítí en Henry hefur nú lýst því yfir að hann sé réttmætur forsætisráðherra. Henry er sjöundi forsætisráðherrann sem Moise skipaði frá því hann tók við völdum árið 2017. „Ég vill ekki kasta olíu á eldinn,“ sagði Henry í viðtali við dagblaðið Le Nouvelliste í gærkvöldi. „Herra Claude Joseph stóð sig vel í dag og ég kann að meta það.“ Hann sagðist hafa verið að vinna í því að mynda sína eigin ríkisstjórn og sú vinna hefði verið komin langt. Hann sagði að stjórnarmyndun hans myndi halda áfram og kallaði eftir viðræðum við Joseph um hvernig þeir geti haldið áfram og sagðist hann vilja að Joseph yrði áfram utanríkisráðherra. Henry lýsti því einnig yfir í viðtalinu að hann væri ekki ánægður með þá ákvörðun Josehps að lýsa yfir tveggja vikna neyðarástandi á Haítí í kjölfar morðsins. AP fréttaveitan segir að samkvæmt stjórnarskrá Haítí ætti forseti Hæstaréttar ríkisins að taka forsetaembættinu um tíma. Sá dó hins vegar á dögunum vegna Covid-19 og bæði embættin sitja tóm. Martine Moise, forsetafrúin, særðist í árásinni og var flutt á sjúkrahús. Hún hefur nú verið flutt á sjúkrahús í Flórída. Hluti árásarinnar náðist á myndband og á upptökum má heyra einn árásarmannanna kalla að þeir tilheyri Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna. Í Bandaríkjunum er þvertekið fyrir að mennirnir tengist yfirvöldum á nokkurn hátt. Myndefni úr árásinni má sjá hér í frétt CBS News. Ráðamenn á Haítí segja fjóra árásarmenn hafa verið skotna til bana af lögregluþjónum og tveir hafi verið handteknir. Léon Charles, lögreglustjóri, hefur heitið því að handsama alla árásarmennina og hefur talað um þá sem „málaliða“. „Örlög þeirra eru ráðin,“ sagði Charles í gærkvöldi. „Þeir munu falla í skotbardaga eða verða handteknir.“ Litlar sem engar upplýsingar hafa þó verið veittar um árásarmennina sjálfa. Þá um hverjir þeir voru og eru og hvað vakti fyrir þeim. Haítí Tengdar fréttir Lögregla segist hafa banað fjórum tilræðismönnum Moïse Lögreglan á Haítí skaut í gærkvöldi fjóra til bana sem grunaðir eru um að hafa myrt forseta landsins síðastliðinn miðvikudag. Til skotbardaga kom á milli mannana og lögreglu sem lauk með þessum hætti en að sögn lögreglu eru tveir aðrir grunaðir í haldi. 8. júlí 2021 06:56 Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Degi áður en Moise var myrtur skipaði hann Dr. Ariel Henry í embætti forsætisráðherra. Þá hafði Claude Josehp, utanríkisráðherra, verið starfandi forsætisráðherra Haítí í um tíu vikur. Strax í kjölfar morðsins tilkynnti Joseph að hann leiddi nú ríkisstjórn Haítí en Henry hefur nú lýst því yfir að hann sé réttmætur forsætisráðherra. Henry er sjöundi forsætisráðherrann sem Moise skipaði frá því hann tók við völdum árið 2017. „Ég vill ekki kasta olíu á eldinn,“ sagði Henry í viðtali við dagblaðið Le Nouvelliste í gærkvöldi. „Herra Claude Joseph stóð sig vel í dag og ég kann að meta það.“ Hann sagðist hafa verið að vinna í því að mynda sína eigin ríkisstjórn og sú vinna hefði verið komin langt. Hann sagði að stjórnarmyndun hans myndi halda áfram og kallaði eftir viðræðum við Joseph um hvernig þeir geti haldið áfram og sagðist hann vilja að Joseph yrði áfram utanríkisráðherra. Henry lýsti því einnig yfir í viðtalinu að hann væri ekki ánægður með þá ákvörðun Josehps að lýsa yfir tveggja vikna neyðarástandi á Haítí í kjölfar morðsins. AP fréttaveitan segir að samkvæmt stjórnarskrá Haítí ætti forseti Hæstaréttar ríkisins að taka forsetaembættinu um tíma. Sá dó hins vegar á dögunum vegna Covid-19 og bæði embættin sitja tóm. Martine Moise, forsetafrúin, særðist í árásinni og var flutt á sjúkrahús. Hún hefur nú verið flutt á sjúkrahús í Flórída. Hluti árásarinnar náðist á myndband og á upptökum má heyra einn árásarmannanna kalla að þeir tilheyri Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna. Í Bandaríkjunum er þvertekið fyrir að mennirnir tengist yfirvöldum á nokkurn hátt. Myndefni úr árásinni má sjá hér í frétt CBS News. Ráðamenn á Haítí segja fjóra árásarmenn hafa verið skotna til bana af lögregluþjónum og tveir hafi verið handteknir. Léon Charles, lögreglustjóri, hefur heitið því að handsama alla árásarmennina og hefur talað um þá sem „málaliða“. „Örlög þeirra eru ráðin,“ sagði Charles í gærkvöldi. „Þeir munu falla í skotbardaga eða verða handteknir.“ Litlar sem engar upplýsingar hafa þó verið veittar um árásarmennina sjálfa. Þá um hverjir þeir voru og eru og hvað vakti fyrir þeim.
Haítí Tengdar fréttir Lögregla segist hafa banað fjórum tilræðismönnum Moïse Lögreglan á Haítí skaut í gærkvöldi fjóra til bana sem grunaðir eru um að hafa myrt forseta landsins síðastliðinn miðvikudag. Til skotbardaga kom á milli mannana og lögreglu sem lauk með þessum hætti en að sögn lögreglu eru tveir aðrir grunaðir í haldi. 8. júlí 2021 06:56 Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Lögregla segist hafa banað fjórum tilræðismönnum Moïse Lögreglan á Haítí skaut í gærkvöldi fjóra til bana sem grunaðir eru um að hafa myrt forseta landsins síðastliðinn miðvikudag. Til skotbardaga kom á milli mannana og lögreglu sem lauk með þessum hætti en að sögn lögreglu eru tveir aðrir grunaðir í haldi. 8. júlí 2021 06:56
Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06