Tveir loddarar lofa vegi Þorsteinn Sæmundsson skrifar 8. júlí 2021 18:00 Ein fyndnasta uppákoma ársins varð nú í vikunni þegar borgarstjóri og samgönguráðherra skrifuðu undir ,,viljayfirlýsingu“ um byggingu Sundabrautar. Í ljós kom á fundinum að þeir eru ekki sammála um hvort brautin skuli lögð í göng eða um brú. Í ljós kom einnig að Sundabraut á samkvæmt ,,viljayfirlýsingunni“ að vera tilbúin eftir tíu ár! Semsagt að loknum tvennum alþingiskosningum og tvennum borgarstjórnarkosningum þegar umboð loddaranna tveggja verða löngu útrunnin. Þetta hlýtur að vera einn lengsti gúmmítékki sögunnar og minnir á þegar frambjóðandinn sagði við aðstoðarmanninn:,,Skrifaðu flugvöll!“ í undanfara kosninga hér um árið. Úr því loforði varð ekki heldur neitt. Rétt er að minna á að Sundabraut var fyrst lofað árið 1998 af borgarstjóra Samfylkingarinnar í tengslum við sameiningu Kjalarness og Reykjavíkur. Það hillir því undir að Sundabraut verði tekin í notkun rúmum þrjátíu árum eftir að henni var fyrst lofað þ.e. ef maður trúir ,,viljayfirlýsingu“ loddaranna tveggja.Það hefði hugsanlega mátt taka mark á ,,viljayfirlýsingu“ loddaranna ef minnstu upplýsingar um legu og tímasetningu hefðu fylgt. Rétt er að minna á að nú er gert ráð fyrir landtöku Sundabrautar í miðju athafnasvæði Samskipa. Fram hefur komið að ekkert hefur verið rætt við fyrirtækið vegna þessa en óljósar yfirlýsingar um nýjan viðlegukant hafa verið ámálgaðar.Kostnaðargreining er ekki til. Í næsta nágrenni á að endurreisa kynlífshjálpartækjabúð og breyta í barnaheimili. Minnir upphaf þeirrar framkvæmdar mjög á braggabyggingu sem löngu er orðin fræg að endemum og keyrð var áfram á lögbrotum eins og títt er um framkvæmdir og útboð Reykjavíkurborgar. Það er því að engu hafandi þó tveir loddarar komi saman og skelli í góm fyrir framan ljósmyndara um leið og þeir undirrita ómerkilegan kosningavíxil. Höfundur er þingmaður Miðflokkins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Samgöngur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Ein fyndnasta uppákoma ársins varð nú í vikunni þegar borgarstjóri og samgönguráðherra skrifuðu undir ,,viljayfirlýsingu“ um byggingu Sundabrautar. Í ljós kom á fundinum að þeir eru ekki sammála um hvort brautin skuli lögð í göng eða um brú. Í ljós kom einnig að Sundabraut á samkvæmt ,,viljayfirlýsingunni“ að vera tilbúin eftir tíu ár! Semsagt að loknum tvennum alþingiskosningum og tvennum borgarstjórnarkosningum þegar umboð loddaranna tveggja verða löngu útrunnin. Þetta hlýtur að vera einn lengsti gúmmítékki sögunnar og minnir á þegar frambjóðandinn sagði við aðstoðarmanninn:,,Skrifaðu flugvöll!“ í undanfara kosninga hér um árið. Úr því loforði varð ekki heldur neitt. Rétt er að minna á að Sundabraut var fyrst lofað árið 1998 af borgarstjóra Samfylkingarinnar í tengslum við sameiningu Kjalarness og Reykjavíkur. Það hillir því undir að Sundabraut verði tekin í notkun rúmum þrjátíu árum eftir að henni var fyrst lofað þ.e. ef maður trúir ,,viljayfirlýsingu“ loddaranna tveggja.Það hefði hugsanlega mátt taka mark á ,,viljayfirlýsingu“ loddaranna ef minnstu upplýsingar um legu og tímasetningu hefðu fylgt. Rétt er að minna á að nú er gert ráð fyrir landtöku Sundabrautar í miðju athafnasvæði Samskipa. Fram hefur komið að ekkert hefur verið rætt við fyrirtækið vegna þessa en óljósar yfirlýsingar um nýjan viðlegukant hafa verið ámálgaðar.Kostnaðargreining er ekki til. Í næsta nágrenni á að endurreisa kynlífshjálpartækjabúð og breyta í barnaheimili. Minnir upphaf þeirrar framkvæmdar mjög á braggabyggingu sem löngu er orðin fræg að endemum og keyrð var áfram á lögbrotum eins og títt er um framkvæmdir og útboð Reykjavíkurborgar. Það er því að engu hafandi þó tveir loddarar komi saman og skelli í góm fyrir framan ljósmyndara um leið og þeir undirrita ómerkilegan kosningavíxil. Höfundur er þingmaður Miðflokkins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun