Aldrei hafa jafn margar íbúðir selst yfir ásettu verði frá 2013 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 09:16 Eftirspurn á fasteignamarkaði heldur áfram að aukast. Vísir/Vilhelm Enn er mikil eftirspurn á fasteignamarkaði. Sölutími íbúða heldur áfram að styttast, fasteignaverð hefur hækkað um allt land, auglýstar eignir hafa ekki verið færri í fjögur ár og hefur leiguverð hækkað á höfuðborgarsvæðinu hækkað í fyrsta skipti í níu mánuði. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Hækkanir á fasteignaverði eru áfram meiri en sem nemur aukningu kaupmáttar undangengna mánuði og hefur svokölluð vísitala paraðra viðskipta hækkað um 18,3 prósent fyrir sérbýli og 17,1 prósent fyrir fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu undanfarna tólf mánuði. Á landsbyggðinni hækkaði sérbýli um 14,5 prósent og fjölbýli um 4,6 prósent. Þá hefur sölutími fasteigna styst um land allt og hefur sölutími á höfuðborgarsvæðinu undanfarna þrjá mánuði að jafnaði verið 38 dagar. Á landbyggðinni hefur sá tími verið talsvert lengri, eða 78 dagar. Fleiri taka óverðtryggð húsnæðislán 32 prósent íbúða á landinu öllu seldist yfir ásettu kaupverði í maí og er það methlutfall frá upphafi mælinga í janúar 2013. Hlutfallið var hæst fyrir sérbýli á höfuðborgarsvæðinu, eða um 42, prósent á meðan 37,2 prósent fjölbýla seldust yfir ásettu verði. Á landsbyggðinni seldust 8 prósent fjölbýla og 17 prósent sérbýla yfir ásettu verði. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur jafnframt hækkað í fyrsta sinn í níu mánuði en leiguverð á svæðinu lækkaði tímabundið vegna heimsfaraldursins. Leiguverð hækkaði um 0,6 prósent í síðasta mánuði en í nágrenni Reykjavíkur hefur leiguverð staðið í stað undanfarna 12 mánuði en það hækkaði um 6,5 prósent á landsbyggðinni. Þá hefur hlutdeild óverðtryggða lána af heildaríbúðarlánum haldið áfram að hækka en hún jókst úr 46 prósentum í apríl upp í 54,1 prósent í maí. Þá er enn mikið um endurfjármögnun verðtryggða lána með óverðtryggðum. „Stýrivaxtalækkanir Seðlabankans hafa sett mark sitt á vaxtastig fastra og breytilegra vaxta á óverðtryggðum íbúðarlánum. Hrein ný útlán bankanna hafa aukist hratt en undangengna 12 mánuði lánuðu þeir 393 milljarða króna til húsnæðiskaupa,“ segir í tilkynningunni. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Landsbankinn hækkar vexti íbúðalána Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána með föstum vöxtum um 0,10 til 0,15 prósentustig. 7. júlí 2021 17:28 Heildarskuldbinding vegna leigu á húsnæði undir skattinn nemur tæpum tíu milljörðum Ríkissjóður leigði húsnæði undir starfsemi ríkisins fyrir rúma sjö milljarða á síðasta ári. 25. júní 2021 16:56 Sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um 36 prósent á milli ára Enn eru mikil umsvif á fasteignamarkaði miðað við árstíma og ýmsir mælikvarðar gefa til kynna að eftirspurnarþrýstingur sé enn mikill. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu og hefur verð á sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um heil 36 prósent á milli ára. 16. júní 2021 08:29 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Hækkanir á fasteignaverði eru áfram meiri en sem nemur aukningu kaupmáttar undangengna mánuði og hefur svokölluð vísitala paraðra viðskipta hækkað um 18,3 prósent fyrir sérbýli og 17,1 prósent fyrir fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu undanfarna tólf mánuði. Á landsbyggðinni hækkaði sérbýli um 14,5 prósent og fjölbýli um 4,6 prósent. Þá hefur sölutími fasteigna styst um land allt og hefur sölutími á höfuðborgarsvæðinu undanfarna þrjá mánuði að jafnaði verið 38 dagar. Á landbyggðinni hefur sá tími verið talsvert lengri, eða 78 dagar. Fleiri taka óverðtryggð húsnæðislán 32 prósent íbúða á landinu öllu seldist yfir ásettu kaupverði í maí og er það methlutfall frá upphafi mælinga í janúar 2013. Hlutfallið var hæst fyrir sérbýli á höfuðborgarsvæðinu, eða um 42, prósent á meðan 37,2 prósent fjölbýla seldust yfir ásettu verði. Á landsbyggðinni seldust 8 prósent fjölbýla og 17 prósent sérbýla yfir ásettu verði. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur jafnframt hækkað í fyrsta sinn í níu mánuði en leiguverð á svæðinu lækkaði tímabundið vegna heimsfaraldursins. Leiguverð hækkaði um 0,6 prósent í síðasta mánuði en í nágrenni Reykjavíkur hefur leiguverð staðið í stað undanfarna 12 mánuði en það hækkaði um 6,5 prósent á landsbyggðinni. Þá hefur hlutdeild óverðtryggða lána af heildaríbúðarlánum haldið áfram að hækka en hún jókst úr 46 prósentum í apríl upp í 54,1 prósent í maí. Þá er enn mikið um endurfjármögnun verðtryggða lána með óverðtryggðum. „Stýrivaxtalækkanir Seðlabankans hafa sett mark sitt á vaxtastig fastra og breytilegra vaxta á óverðtryggðum íbúðarlánum. Hrein ný útlán bankanna hafa aukist hratt en undangengna 12 mánuði lánuðu þeir 393 milljarða króna til húsnæðiskaupa,“ segir í tilkynningunni.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Landsbankinn hækkar vexti íbúðalána Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána með föstum vöxtum um 0,10 til 0,15 prósentustig. 7. júlí 2021 17:28 Heildarskuldbinding vegna leigu á húsnæði undir skattinn nemur tæpum tíu milljörðum Ríkissjóður leigði húsnæði undir starfsemi ríkisins fyrir rúma sjö milljarða á síðasta ári. 25. júní 2021 16:56 Sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um 36 prósent á milli ára Enn eru mikil umsvif á fasteignamarkaði miðað við árstíma og ýmsir mælikvarðar gefa til kynna að eftirspurnarþrýstingur sé enn mikill. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu og hefur verð á sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um heil 36 prósent á milli ára. 16. júní 2021 08:29 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Landsbankinn hækkar vexti íbúðalána Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána með föstum vöxtum um 0,10 til 0,15 prósentustig. 7. júlí 2021 17:28
Heildarskuldbinding vegna leigu á húsnæði undir skattinn nemur tæpum tíu milljörðum Ríkissjóður leigði húsnæði undir starfsemi ríkisins fyrir rúma sjö milljarða á síðasta ári. 25. júní 2021 16:56
Sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um 36 prósent á milli ára Enn eru mikil umsvif á fasteignamarkaði miðað við árstíma og ýmsir mælikvarðar gefa til kynna að eftirspurnarþrýstingur sé enn mikill. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu og hefur verð á sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um heil 36 prósent á milli ára. 16. júní 2021 08:29