Fleiri en 370 eru særðir eftir skothríðina og segir í frétt Al Jazeera að allavega 31 þeirra hafi verið skotnir með venjulegum byssukúlum. Hinir voru skotnir með gúmmíkúlum.
Mótmælendurnir köstuðu steinum að hermönnum Ísraelsher og var þá mætt með táragasi sem drónar hersins slepptu niður á hóp mótmælenda og skothríð, bæði með venjulegum kúlum og gúmmíkúlum.
Þetta gerðist í bænum Beita á Vesturbakkanum en svo virðist sem landtöku Ísraelsmanna hafi verið mótmælt víðar. Erlendir miðlar greina frá því að mótmælendur í bænum Kafr Qaddum og á svæðinu Masafer Yatta hafi verið hraktir til baka af Ísraelsher með táragasi. Þar er þó ekkert minnst á að herinn hafi beitt skotvopnum.
Talið er að um 650 þúsund manns búi á landtökusvæðum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum. Landtökur Ísraelsmanna á svæðinu eru ólöglegar af alþjóðasamfélaginu.