Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu ÍBV. Jeffs hefur áður stýrt kvennaliði ÍBV, en það gerði hann á árunum 2015-2018.
ÍBV hefur verið í þjálfaraleit síðan um mánaðarmót eftir að Andri Ólafsson lét að störfum. Þá var liðið með átta stig eftir fyrstu níu leiki tímabilsins.
Liðið hefur síðan spilað einn leik, þar sem þar unnu Fylki 2-1.
Birkir Hlynsson verður aðstoðarmaður Jeffs, en hann var einnig aðstoðarmaður Andra. Þeir félagar hafa ekki langan tíma til að undirbúa liðið fyrir næsta leik, en ÍBV leikur gegn Þór/KA á Akureyri á morgun.