„Til skammar fyrir íslensk stjórnvöld“ Snorri Másson skrifar 11. júlí 2021 21:30 Hildur Maral, Sigríður Láretta Jónsdóttir og Gunnar Örvarsson voru á meðal mótmælenda við lögreglustöðina á Hverfisgötu í dag. Stöð 2 Mótmælendur fylktu liði frá Austurvelli að lögreglustöðinni á Hverfisgötu í dag og gagnrýndu framferði lögreglu í húsnæði Útlendingastofnunar í síðustu viku. Þar hafi hælisleitendur verið beittir grófu ofbeldi sem sé til skammar fyrir íslensk stjórnvöld. Mótmælin voru á vegum Refugees in Iceland, No Borders og Solaris. Þau hófust á Austurvelli um miðjan dag og síðan var marserað upp að lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Fréttastofa ræddi við félagsmenn samtakanna á staðnum. „Okkur ofbauð það sem hefur átt sér stað hérna í þessari viku og í gegnum vikurnar og mánuðina sem á undan voru, aðgerðir og aðfarir lögreglu og Útlendingastofnunar að hælisleitendum á Íslandi," sagði Hildur Maral í samtali við fréttastofu. Kveikjan að mótmælunum var mál hælisleitenda sem að sögn samtakanna voru leiddir í gildru í húsnæði Útlendingastofnunar til að sækja bólusetningarvottorð, en voru þá handteknir og beittir harðræði af lögreglu. Annar hælisleitendanna var fluttur á bráðadeild í kjölfarið. „Ég myndi lýsa þessari meðferð sem grófu ofbeldi og mannréttindabrotum, sem eru í raun og veru til skammar fyrir íslensk stjórnvöld. Stjórnvöld sem styðja þessa rasísku útlendingastefnu sem hér er rekin, útlendingastofnun sem vinnur að framgangi hennar fyrir hönd stjórnvalda og lögreglu sem hikar ekki við að beita ofbeldi þegar henni sýnist,“ sagði Gunnar Örvarsson. Embætti ríkislögreglustjóra hefur vísað því alfarið á bug að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtökuna. Palestínsku mönnunum hefur verið vísað úr landi og eftir stendur orð gegn orði. „Út með útlendingastofnun" var kjörorð dagsins hjá mótmælendum, sem telja að hana eigi að leggja niður og finna mannúðlegri lausnir. Sigríður Láretta Jónsdóttir sagði hana ofbeldisfullt afl í innflytjendamálum, sem ætti ekki rétt á sér. Reykjavík Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“ Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. 11. júlí 2021 12:08 Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Mótmælin voru á vegum Refugees in Iceland, No Borders og Solaris. Þau hófust á Austurvelli um miðjan dag og síðan var marserað upp að lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Fréttastofa ræddi við félagsmenn samtakanna á staðnum. „Okkur ofbauð það sem hefur átt sér stað hérna í þessari viku og í gegnum vikurnar og mánuðina sem á undan voru, aðgerðir og aðfarir lögreglu og Útlendingastofnunar að hælisleitendum á Íslandi," sagði Hildur Maral í samtali við fréttastofu. Kveikjan að mótmælunum var mál hælisleitenda sem að sögn samtakanna voru leiddir í gildru í húsnæði Útlendingastofnunar til að sækja bólusetningarvottorð, en voru þá handteknir og beittir harðræði af lögreglu. Annar hælisleitendanna var fluttur á bráðadeild í kjölfarið. „Ég myndi lýsa þessari meðferð sem grófu ofbeldi og mannréttindabrotum, sem eru í raun og veru til skammar fyrir íslensk stjórnvöld. Stjórnvöld sem styðja þessa rasísku útlendingastefnu sem hér er rekin, útlendingastofnun sem vinnur að framgangi hennar fyrir hönd stjórnvalda og lögreglu sem hikar ekki við að beita ofbeldi þegar henni sýnist,“ sagði Gunnar Örvarsson. Embætti ríkislögreglustjóra hefur vísað því alfarið á bug að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtökuna. Palestínsku mönnunum hefur verið vísað úr landi og eftir stendur orð gegn orði. „Út með útlendingastofnun" var kjörorð dagsins hjá mótmælendum, sem telja að hana eigi að leggja niður og finna mannúðlegri lausnir. Sigríður Láretta Jónsdóttir sagði hana ofbeldisfullt afl í innflytjendamálum, sem ætti ekki rétt á sér.
Reykjavík Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“ Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. 11. júlí 2021 12:08 Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“ Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. 11. júlí 2021 12:08
Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25
Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði