Fótbolti

Dagskráin í dag: Nóg um að vera í Pepsi Max-deildunum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Bæði KR og ÍA eiga leiki í kvöld.
Bæði KR og ÍA eiga leiki í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

EM er afstaðið en það er þrátt fyrir það nóg um að vera í sportinu á Stöð 2 Sport. Fjórir leikir í Pepsi Max-deildum karla og kvenna eru á dagskrá í dag.

Pepsi Max-deild karla

Tveir leikir eru á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Upphitun fyrir þá leiki hefst klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport áður en leikur KR og Keflavíkur verður sýndur á sömu rás.

Leiknir mætir ÍA í Breiðholti í gríðarmikilvægum leik fyrir bæði lið í botnbaráttunni á sama tíma en bein útsending frá þeim leik hefst klukkan 19:05 á stod2.is.

Farið verður svo yfir leikina tvo í Pepsi Max-stúkunni klukkan 21:15 á Stöð 2 Sport.

Pepsi Max-deild kvenna

Fylkir mætir Breiðabliki í þeim leik í Pepsi Max-deild kvenna sem hefst fyrr, klukkan 19:15. Bein útsending frá þeim leik hefst klukkan 19:05 á stod2.is.

Þá mætir Stjarnan liði Vals í Garðabæ klukkan 20:00 en sá leikur verður í beinni útsendingu frá 19:50 á Stöð 2 Sport 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×