Auglýsing fyrir bólusetningu vekur hörð viðbrögð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2021 13:00 Skjáskot úr auglýsingunni, sem mörgum þykir nokkuð gróf. Stjórnvöld segja það hafa verið ætlunina að hafa auglýsinguna grófa. Twitter Áströlsk auglýsing sem ætlað var að hvetja fólk til þess að skrá sig í bólusetningu hefur vakið hörð viðbrögð í áströlsku samfélagi. Mörgum hefur þótt auglýsingin vera sett fram sem hræðsluáróður og þá hefur tímasetning hennar verið gagnrýnd, með tilliti til framgangs bólusetningarátaksins í landinu, sem gengur hægt. Í auglýsingunni, sem send er út í nafni ástralskra stjórnvalda, sést kona í öndunarvél berjast um og eiga erfitt með andardrátt. Í texta sem fylgir segir: „Covid-19 getur haft áhrif á hvern sem er. Haltu þig heima. Farðu í sýnatöku. Bókaðu bólusetningu.“ WARNING: Here is the GRAPHIC Australian Government #COVID19 ad to run in Sydney. #COVID19nsw pic.twitter.com/6IXgBy7miw— Karen Barlow (@KJBar) July 11, 2021 Mörgum hefur þótt framsetningin nokkuð gróf, en einnig ósanngjörn, þar sem fólk undir fertugu í Ástralíu getur almennt ekki átt von á því að komast í bólusetningu fyrr en undir lok þessa árs. Því sé takmörkuð hjálp í því að hvetja þann aldurshóp til að mæta í bólusetningu, í það minnsta eins og er. Þannig segir sjónvarpsmaðurinn Hugh Riminton að það sé „fullkomlega móðgandi“ að birta auglýsingu sem þessa, þar sem margir Ástralar á sama aldri og konan í auglýsingunni bíði þess enn að fá „andskotans bólusetninguna sína.“ Completely offensive to run an ad like this when Australians in this age group are still waiting for their bloody vaccinations. https://t.co/4xF5hZAkqp— Hugh Riminton (@hughriminton) July 11, 2021 Sem stendur er auglýsingin aðeins í sýningu í borginni Sydney, hvar útbreiðsla Delta-afbrigðis kórónuveirunnar er mikil og gripið hefur verið til harðra aðgerða vegna þess. Auglýsingin eigi að vera gróf Ríkisstjórn Ástralíu hefur varið birtingu auglýsingarinnar, og segir Paul Kelly, yfirmaður heilbrigðismála í landinu, að auglýsingin hafi átt að vera sláandi. Markmiðið hafi verið að koma þeim skilaboðum til fólks að það þyrfti að halda sig heima, mæta í sýnatöku og bóka tíma í bólusetningu. „Við gerðum þetta vegna ástandsins í Sydney.“ Hægt hefur gengið að bólusetja ástralskan almenning, og hafa stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir seinaganginn. Bólusetningar hófust í febrúar en aðeins um tíu prósent af íbúum landsins hafa verið fullbólusett. Þá stöðu sem uppi er í landinu má meðal annars rekja til þess að lítið hefur borist af bóluefni Pfizer til landsins, auk óvissu sem uppi er hjá almenningi um bóluefni AstraZeneca, sem heilbrigðisyfirvöld hafa aukið á með óskýrum skilaboðum til almennings um virkni og öryggi bóluefnisins. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Tilfellum fjölgar enn þrátt fyrir útgöngubann Þrátt fyrir að útgöngubann hafi verið í gildi í Sydney í Ástralíu í tvær vikur vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar halda tilfellinn áfram að hrannast upp og í gær voru fleiri greindir smitaðir á einum sólarhring en í fjórtán mánuði þar á undan. 8. júlí 2021 07:11 Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Í auglýsingunni, sem send er út í nafni ástralskra stjórnvalda, sést kona í öndunarvél berjast um og eiga erfitt með andardrátt. Í texta sem fylgir segir: „Covid-19 getur haft áhrif á hvern sem er. Haltu þig heima. Farðu í sýnatöku. Bókaðu bólusetningu.“ WARNING: Here is the GRAPHIC Australian Government #COVID19 ad to run in Sydney. #COVID19nsw pic.twitter.com/6IXgBy7miw— Karen Barlow (@KJBar) July 11, 2021 Mörgum hefur þótt framsetningin nokkuð gróf, en einnig ósanngjörn, þar sem fólk undir fertugu í Ástralíu getur almennt ekki átt von á því að komast í bólusetningu fyrr en undir lok þessa árs. Því sé takmörkuð hjálp í því að hvetja þann aldurshóp til að mæta í bólusetningu, í það minnsta eins og er. Þannig segir sjónvarpsmaðurinn Hugh Riminton að það sé „fullkomlega móðgandi“ að birta auglýsingu sem þessa, þar sem margir Ástralar á sama aldri og konan í auglýsingunni bíði þess enn að fá „andskotans bólusetninguna sína.“ Completely offensive to run an ad like this when Australians in this age group are still waiting for their bloody vaccinations. https://t.co/4xF5hZAkqp— Hugh Riminton (@hughriminton) July 11, 2021 Sem stendur er auglýsingin aðeins í sýningu í borginni Sydney, hvar útbreiðsla Delta-afbrigðis kórónuveirunnar er mikil og gripið hefur verið til harðra aðgerða vegna þess. Auglýsingin eigi að vera gróf Ríkisstjórn Ástralíu hefur varið birtingu auglýsingarinnar, og segir Paul Kelly, yfirmaður heilbrigðismála í landinu, að auglýsingin hafi átt að vera sláandi. Markmiðið hafi verið að koma þeim skilaboðum til fólks að það þyrfti að halda sig heima, mæta í sýnatöku og bóka tíma í bólusetningu. „Við gerðum þetta vegna ástandsins í Sydney.“ Hægt hefur gengið að bólusetja ástralskan almenning, og hafa stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir seinaganginn. Bólusetningar hófust í febrúar en aðeins um tíu prósent af íbúum landsins hafa verið fullbólusett. Þá stöðu sem uppi er í landinu má meðal annars rekja til þess að lítið hefur borist af bóluefni Pfizer til landsins, auk óvissu sem uppi er hjá almenningi um bóluefni AstraZeneca, sem heilbrigðisyfirvöld hafa aukið á með óskýrum skilaboðum til almennings um virkni og öryggi bóluefnisins.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Tilfellum fjölgar enn þrátt fyrir útgöngubann Þrátt fyrir að útgöngubann hafi verið í gildi í Sydney í Ástralíu í tvær vikur vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar halda tilfellinn áfram að hrannast upp og í gær voru fleiri greindir smitaðir á einum sólarhring en í fjórtán mánuði þar á undan. 8. júlí 2021 07:11 Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Tilfellum fjölgar enn þrátt fyrir útgöngubann Þrátt fyrir að útgöngubann hafi verið í gildi í Sydney í Ástralíu í tvær vikur vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar halda tilfellinn áfram að hrannast upp og í gær voru fleiri greindir smitaðir á einum sólarhring en í fjórtán mánuði þar á undan. 8. júlí 2021 07:11
Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent