Endurheimta EM-kappa og forðast íslensku miðnætursólina Sindri Sverrisson skrifar 12. júlí 2021 15:31 Valsmenn fagna seinna marki sínu gegn Dinamo Zagreb sem gaf þeim von fyrir seinni leikinn við þetta króatíska stórveldi. Getty/Goran Stanzl Damir Krznar, þjálfari Dinamo Zagreb, segir sína menn hafa klúðrað tækifærinu til að slá Val auðveldlega út úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Erfitt verkefni sé nú fyrir höndum en til að leysa það hefur Krznar fengið inn fjóra leikmenn af nýafstöðnu Evrópumóti. Flugvél Dinamo lenti á Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi en liðið leikur seinni leik sinn við Val á Hlíðarenda annað kvöld. Dinamo komst í 3-0 í fyrri leiknum en Kristinn Freyr Sigurðsson minnkaði muninn úr víti á 88. mínútu og Andri Adolphsson sá til þess að Dinamo er aðeins 3-2 yfir fyrir leikinn á morgun. „Það var augljós gæðamunur á liðunum á Maksimir-vellinum en enn einu sinni sýndi sig að hægt er að bæta upp fyrir gæðamun með baráttu, ástríðu og því að gefast aldrei upp,“ sagði Krznar við 24 Sata. „Við vitum að við náðum ekki að fara auðveldu leiðina og núna verðum við að fara þá erfiðari. Þetta lið hefur hins vegar alltaf svarað vel fyrir sig þegar áskorunin er erfið,“ sagði Krznar. Klippa: Dinamo - Valur Dinamo hefur nú endurheimt Mario Gavranovic, sem skoraði jöfnunarmark Sviss gegn Frakklandi á EM, og króatísku landsliðsmennina Bruno Petkovic, Mislav Orsic og Luka Ivanusec. Hins vegar fékk Dominik Livakovic, landsliðsmarkvörður Króata, lengra sumarfrí. Krznar segir sína menn verða fljóta að aðlagast aðstæðum á Íslandi en 24 Sata lýsir veðrinu á Íslandi sem „vetrarveðri“ og bendir á að Valur spili heimaleiki sína á gervigrasi. Þjálfarinn sagði ekkert óþægilegt við aðstæðurnar á Hlíðarenda og að Dinamo ætlaði sér að taka strax stjórnina í leiknum. Eftir leik munu Króatarnir koma sér fljótt af landi brott í stað þess að gista á Íslandi yfir nóttina, en leikurinn hefst klukkan 20 að íslenskum tíma. „Sólin sest á meðan að leikurinn er í gangi en rís strax upp aftur því við erum við Norðurheimskautið. Leikmennirnir myndu örugglega bara vakna um nóttina svo við töldum skynsamlegra að þeir myndu þá vakna í flugvélinni,“ sagði Krznar. Leikur Vals og Dinamo Zagreb er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 20. Útivallamarkareglan gildir ekki lengur í keppnum á vegum UEFA svo framlengt verður ef að Valur vinnur eins marks sigur á morgun. Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Sjáðu mörk Dinamo og Vals: Ævintýraleg mistök í marki Andra Íslandsmeistarar Vals töpuðu 3-2 fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb á Maksimir-vellinum í Zagreb í kvöld. Dinamo leiddi 3-0 áður en tvö mörk seint í leiknum héldu einvíginu á lífi fyrir Valsara. 7. júlí 2021 20:31 Heimir: Við sýndum karakter og bjuggum til umgjörð fyrir seinni leikinn Heimir Guðjónsson þjálfari Vals segir að liðið eigi möguleika á að komast áfram í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-2 tapið gegn Dinamo Zagreb á útivelli í kvöld. 7. júlí 2021 19:54 Umfjöllun: Dinamo Zagreb - Valur 3-2 | Tvö mörk í lokin og Valsmenn enn á lífi Valsmenn töpuðu 3-2 gegn Dinamo í Zagreb í leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Tvö mörk undir lokin halda vonum Valsmanna á lífi í einvíginu. 7. júlí 2021 19:15 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjá meira
Flugvél Dinamo lenti á Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi en liðið leikur seinni leik sinn við Val á Hlíðarenda annað kvöld. Dinamo komst í 3-0 í fyrri leiknum en Kristinn Freyr Sigurðsson minnkaði muninn úr víti á 88. mínútu og Andri Adolphsson sá til þess að Dinamo er aðeins 3-2 yfir fyrir leikinn á morgun. „Það var augljós gæðamunur á liðunum á Maksimir-vellinum en enn einu sinni sýndi sig að hægt er að bæta upp fyrir gæðamun með baráttu, ástríðu og því að gefast aldrei upp,“ sagði Krznar við 24 Sata. „Við vitum að við náðum ekki að fara auðveldu leiðina og núna verðum við að fara þá erfiðari. Þetta lið hefur hins vegar alltaf svarað vel fyrir sig þegar áskorunin er erfið,“ sagði Krznar. Klippa: Dinamo - Valur Dinamo hefur nú endurheimt Mario Gavranovic, sem skoraði jöfnunarmark Sviss gegn Frakklandi á EM, og króatísku landsliðsmennina Bruno Petkovic, Mislav Orsic og Luka Ivanusec. Hins vegar fékk Dominik Livakovic, landsliðsmarkvörður Króata, lengra sumarfrí. Krznar segir sína menn verða fljóta að aðlagast aðstæðum á Íslandi en 24 Sata lýsir veðrinu á Íslandi sem „vetrarveðri“ og bendir á að Valur spili heimaleiki sína á gervigrasi. Þjálfarinn sagði ekkert óþægilegt við aðstæðurnar á Hlíðarenda og að Dinamo ætlaði sér að taka strax stjórnina í leiknum. Eftir leik munu Króatarnir koma sér fljótt af landi brott í stað þess að gista á Íslandi yfir nóttina, en leikurinn hefst klukkan 20 að íslenskum tíma. „Sólin sest á meðan að leikurinn er í gangi en rís strax upp aftur því við erum við Norðurheimskautið. Leikmennirnir myndu örugglega bara vakna um nóttina svo við töldum skynsamlegra að þeir myndu þá vakna í flugvélinni,“ sagði Krznar. Leikur Vals og Dinamo Zagreb er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 20. Útivallamarkareglan gildir ekki lengur í keppnum á vegum UEFA svo framlengt verður ef að Valur vinnur eins marks sigur á morgun.
Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Sjáðu mörk Dinamo og Vals: Ævintýraleg mistök í marki Andra Íslandsmeistarar Vals töpuðu 3-2 fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb á Maksimir-vellinum í Zagreb í kvöld. Dinamo leiddi 3-0 áður en tvö mörk seint í leiknum héldu einvíginu á lífi fyrir Valsara. 7. júlí 2021 20:31 Heimir: Við sýndum karakter og bjuggum til umgjörð fyrir seinni leikinn Heimir Guðjónsson þjálfari Vals segir að liðið eigi möguleika á að komast áfram í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-2 tapið gegn Dinamo Zagreb á útivelli í kvöld. 7. júlí 2021 19:54 Umfjöllun: Dinamo Zagreb - Valur 3-2 | Tvö mörk í lokin og Valsmenn enn á lífi Valsmenn töpuðu 3-2 gegn Dinamo í Zagreb í leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Tvö mörk undir lokin halda vonum Valsmanna á lífi í einvíginu. 7. júlí 2021 19:15 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjá meira
Sjáðu mörk Dinamo og Vals: Ævintýraleg mistök í marki Andra Íslandsmeistarar Vals töpuðu 3-2 fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb á Maksimir-vellinum í Zagreb í kvöld. Dinamo leiddi 3-0 áður en tvö mörk seint í leiknum héldu einvíginu á lífi fyrir Valsara. 7. júlí 2021 20:31
Heimir: Við sýndum karakter og bjuggum til umgjörð fyrir seinni leikinn Heimir Guðjónsson þjálfari Vals segir að liðið eigi möguleika á að komast áfram í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-2 tapið gegn Dinamo Zagreb á útivelli í kvöld. 7. júlí 2021 19:54
Umfjöllun: Dinamo Zagreb - Valur 3-2 | Tvö mörk í lokin og Valsmenn enn á lífi Valsmenn töpuðu 3-2 gegn Dinamo í Zagreb í leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Tvö mörk undir lokin halda vonum Valsmanna á lífi í einvíginu. 7. júlí 2021 19:15