Meðferðarkjarninn á stærð við tvo knattspyrnuvelli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. júlí 2021 20:01 Nýr Landspítali mun rísa á næstu árum. Fyrirhugað er að starfsemin verði hafin að fullu árið 2026. Heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur aukist um ríflega sextán milljarða króna. Húsnæðið verður eitt það stærsta sem byggt hefur verið hér á landi og mun kosta hartnær áttatíu milljarða króna. Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í uppbyggingu nýs Landspítala. Í fyrstu var gert ráð fyrir að hann yrði 53 þúsund fermetrar en ákveðið var að stækka hann í 70 þúsund fermetra. Til samanburðar á nefna að Smáralind er um 62 þúsund fermetrar og allur flöturinn undir meðferðarkjarnanum er á pari við tvo knattspyrnuvelli. Kostnaður við framkvæmdirnar verður um 79,1 milljarður króna, sem er um 16,3 milljörðum meira en áætlað var árið 2017, sem skýrist meðal annars af stækkun meðferðarkjarnans. „Það sem hefur breyst er að það hafa komið fleiri starfsemiseiningar, það er mikil áhersla t.d. lögð á sóttvarnaeiningar í húsinu. En um leið að þá hefur byggingin breyst hún hefur tekið við öðruvísi flæði heldur en var gert ráð fyrir á árunum 2010 til 2013 og hún hefur í sjálfu sér ekki breyst frá árinu 2017, heldur hafa áætlanir þroskast og við erum alltaf að birta nýjar áætlanir til þess að stjórnvöld, og þá um leið Alþingi, sé upplýst um það sem er að gerast,” segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. Þá var gerð aukin krafa um jarðskjálftavarnir, um fram það sem byggingarreglugerðir segja til um. „Það sem við vildum gera var það að þessi bygging væri starfhæf nokkrum klukkustundum eftir stóran skjálfta því þetta er byggingin sem á að taka við öllum þeim sjúklingum eða þeim sem verða fyrir einhvers konar vá í jarðskjálfta,” segir hann. Meðferðarkjarninn verður eitt stærsta hús sem byggt hefur verið hér á landi. Að auki stendur til að byggja rannsóknahús, tæknihús, viðbyggingu við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og bílastæði. Áætlað er að full starfsemi hefjist árið 2026. Einstaklingsrými verða fyrir 200 manns. Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í uppbyggingu nýs Landspítala. Í fyrstu var gert ráð fyrir að hann yrði 53 þúsund fermetrar en ákveðið var að stækka hann í 70 þúsund fermetra. Til samanburðar á nefna að Smáralind er um 62 þúsund fermetrar og allur flöturinn undir meðferðarkjarnanum er á pari við tvo knattspyrnuvelli. Kostnaður við framkvæmdirnar verður um 79,1 milljarður króna, sem er um 16,3 milljörðum meira en áætlað var árið 2017, sem skýrist meðal annars af stækkun meðferðarkjarnans. „Það sem hefur breyst er að það hafa komið fleiri starfsemiseiningar, það er mikil áhersla t.d. lögð á sóttvarnaeiningar í húsinu. En um leið að þá hefur byggingin breyst hún hefur tekið við öðruvísi flæði heldur en var gert ráð fyrir á árunum 2010 til 2013 og hún hefur í sjálfu sér ekki breyst frá árinu 2017, heldur hafa áætlanir þroskast og við erum alltaf að birta nýjar áætlanir til þess að stjórnvöld, og þá um leið Alþingi, sé upplýst um það sem er að gerast,” segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. Þá var gerð aukin krafa um jarðskjálftavarnir, um fram það sem byggingarreglugerðir segja til um. „Það sem við vildum gera var það að þessi bygging væri starfhæf nokkrum klukkustundum eftir stóran skjálfta því þetta er byggingin sem á að taka við öllum þeim sjúklingum eða þeim sem verða fyrir einhvers konar vá í jarðskjálfta,” segir hann. Meðferðarkjarninn verður eitt stærsta hús sem byggt hefur verið hér á landi. Að auki stendur til að byggja rannsóknahús, tæknihús, viðbyggingu við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og bílastæði. Áætlað er að full starfsemi hefjist árið 2026. Einstaklingsrými verða fyrir 200 manns.
Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira