Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Snorri Másson skrifar 14. júlí 2021 10:52 Ingólfur Þórarinsson krefst miskabóta vegna ærumeiðandi ummæla um sig á netinu. Stöð 2 Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. Þetta eru Edda Falak áhrifavaldur, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson viðskiptafræðingur, markaðsstjóri, baráttumaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, Ólöf Tara Harðardóttir, einn forsvarsmaður aðgerðahópsins Öfga, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV. Enn er ekki ljóst fyrir hvaða ummæli Ingó er að krefjast bóta, en ákveðin ummæli frá umræddum einstaklingum koma sterklegar til greina en önnur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa bréfin verið póstlögð en ekki enn borist viðtakendum. Ummæli í fjölmiðlum Tveir blaðamenn eru á meðal þeirra sem eiga von á kröfubréfi, Kristlín Dís Ingilínardóttir á Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir á DV. Bæði blöðin eru í eigu útgáfufélagsins Torgs og blaðamennirnir eiga það sameiginlegt að hafa dregið þá ályktun að Ingó hafi verið sá nafnlausi tónlistarmaður sem ræddi um í TikTok-myndbandi aðgerðahópsins Öfga. @ofgarofgar Jesús allir lúserar landsins mættir að fella kónginn. öfgar #islenskt #islenskttiktok ♬ Get You The Moon - Timmies Kristlín Dís skrifaði grein á vef Fréttablaðsins 3. júlí: „Tugir sagna lýsa ofbeldi af hálfu Ingó Veðurguðs.“ Þar skrifaði hún að ætla mætti að sögurnar sem Öfgar hefðu birt um ónefndan tónlistarmann væru um Ingó Veðurguð. Þannig nafngreindi hún tónlistarmanninn án þess að aðgerðahópurinn hafi gengið svo langt. Kristlín Dís segir í samtali við Vísi að kröfubréfið hafi ekki enn borist henni, en hún er þó ekki heima við. „Ég er bara á Seyðisfirði en ég bíð spennt eftir að fá bréf,“ segir Kristlín. „Mamma sakaði mig líka um að vera hræðilega dóttur af því að ég sagði henni ekki frá þessu í gær, en ég sá þetta bara á Vísi í morgun.“ Erla Dóra skrifaði grein í DV sama dag: „Tuttugu nafnlausar sögur birtar um meinta ofbeldishegðun Ingó Veðurguðs – Ingó neitar sök.“ Þar segir að í myndbandi Öfga komi fram „tuttugu nafnlausar sögur um meinta ofbeldishegðun Ingólfs.“ Kristlín Dís Ingilínardóttir og Edda Falak eru á meðal þeirra sem Ingó Veðurguð krefur um miskabætur vegna ærumeiðandi ummæla.Samsett mynd Erla Dóra segir í samtali við Vísi að henni hafi enn ekki borist kröfubréfið. Hún muni ekki taka afstöðu til málsins fyrr en hún veit um hvað það snýst. Þess er að geta í þessu samhengi að Tanja Ísfjörð, sem er félagi í aðgerðahópnum, hafði óskað eftir „staðfestum sögum af ákveðnum Veðurguð“ á Twitter í aðdraganda þess að myndbandið var búið til. Það gaf til kynna að Ingó væri til umræðu í lokaafurðinni. Í viðtali við Vísi sama dag vísaði Ingó þessum ásökunum öllum á bug. Ummæli á samfélagsmiðlum Edda Falak er í Fréttablaðinu í dag sögð hafa fengið kröfubréf frá Ingó vegna þess að hún hafi lýst því yfir á Twitter að „þekktur tónlistarmaður hafi nauðgað sér.“ Hún hefur einnig sagt frá nauðgun þegar hún var 17 ára í viðtali í Dagmálum Morgunblaðsins. Edda hefur ekki svarað Vísi. Sindri Þór Hilmarsson Sigríðarson virðist samkvæmt þessu tísti hafa gert ráð fyrir að vera kærður fyrir meiðyrði vegna ummæla sem hann skrifaði í athugasemdakerfi Vísis við grein um Ingó Veðurguð. Tek við kærum fyrir meiðyrði á Kaffi Láru, Seyðisfirði, alla daga í þessari viku milli 17 og 22. Kíkið við, veðrið er gordjös 🥰 pic.twitter.com/EviQsbk3if— Sindri Þór (@sindri8me) July 7, 2021 Sindri talaði þar um mann „sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum að það hefur verið óskrifuð og jafnvel skrifuð regla félagsmiðstöðva víðsvegar um landið í áratug að ráða hann ekki á skemmtanir.“ Hann hélt áfram: „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum áður en það verður óásættanlegt að ráða hann sem skemmtikraft á útihátíð?“ Sindri hefur ekki svarað Vísi. Ólöf Tara Harðardóttir er á meðal þeirra sem stóðu að gerð myndbandsins á TikTok á vegum aðgerðahópsins. Ekki liggur fyrir hvaða ummæli hún hefur látið falla sem kalla á kröfubréfið en hún hefur tjáð sig mikið um nýjustu bylgju af MeToo á Twitter, og hefur einnig fjallað um málefni Ingó í hlaðvarpsviðtölum. Ólöf Tara segir í samtali við Vísi að henni hafi enn ekki borist bréfið og getur því ekki veitt upplýsingar um innihald þess. Aðgerðahópurinn Öfgar var til viðtals í Karlmennskunni á dögunum. Til vinstri er Hulda Hrund Sigmundsdóttir en til hægri Ólöf Tara Harðardóttir, sem er krafin um miskabætur vegna ummæla sinna.Karlmennskan Ef marka má yfirlýsingar Haralds Þorleifssonar frumkvöðuls þarf þessi hópur fólks ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegu tjóni vegna kröfubréfa Ingós, enda hefur Haraldur sagst ætla að greiða lögfræðikostnaðinn eins og hann leggur sig. Ætla má að miskabæturnar séu innifaldar í því tilboði. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. 13. júlí 2021 22:01 Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23 Afbókaður víðast hvar og tekjutapið er verulegt Búið er að afbóka Ingólf Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að aflýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu vikurnar. 12. júlí 2021 13:38 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Þetta eru Edda Falak áhrifavaldur, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson viðskiptafræðingur, markaðsstjóri, baráttumaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, Ólöf Tara Harðardóttir, einn forsvarsmaður aðgerðahópsins Öfga, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV. Enn er ekki ljóst fyrir hvaða ummæli Ingó er að krefjast bóta, en ákveðin ummæli frá umræddum einstaklingum koma sterklegar til greina en önnur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa bréfin verið póstlögð en ekki enn borist viðtakendum. Ummæli í fjölmiðlum Tveir blaðamenn eru á meðal þeirra sem eiga von á kröfubréfi, Kristlín Dís Ingilínardóttir á Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir á DV. Bæði blöðin eru í eigu útgáfufélagsins Torgs og blaðamennirnir eiga það sameiginlegt að hafa dregið þá ályktun að Ingó hafi verið sá nafnlausi tónlistarmaður sem ræddi um í TikTok-myndbandi aðgerðahópsins Öfga. @ofgarofgar Jesús allir lúserar landsins mættir að fella kónginn. öfgar #islenskt #islenskttiktok ♬ Get You The Moon - Timmies Kristlín Dís skrifaði grein á vef Fréttablaðsins 3. júlí: „Tugir sagna lýsa ofbeldi af hálfu Ingó Veðurguðs.“ Þar skrifaði hún að ætla mætti að sögurnar sem Öfgar hefðu birt um ónefndan tónlistarmann væru um Ingó Veðurguð. Þannig nafngreindi hún tónlistarmanninn án þess að aðgerðahópurinn hafi gengið svo langt. Kristlín Dís segir í samtali við Vísi að kröfubréfið hafi ekki enn borist henni, en hún er þó ekki heima við. „Ég er bara á Seyðisfirði en ég bíð spennt eftir að fá bréf,“ segir Kristlín. „Mamma sakaði mig líka um að vera hræðilega dóttur af því að ég sagði henni ekki frá þessu í gær, en ég sá þetta bara á Vísi í morgun.“ Erla Dóra skrifaði grein í DV sama dag: „Tuttugu nafnlausar sögur birtar um meinta ofbeldishegðun Ingó Veðurguðs – Ingó neitar sök.“ Þar segir að í myndbandi Öfga komi fram „tuttugu nafnlausar sögur um meinta ofbeldishegðun Ingólfs.“ Kristlín Dís Ingilínardóttir og Edda Falak eru á meðal þeirra sem Ingó Veðurguð krefur um miskabætur vegna ærumeiðandi ummæla.Samsett mynd Erla Dóra segir í samtali við Vísi að henni hafi enn ekki borist kröfubréfið. Hún muni ekki taka afstöðu til málsins fyrr en hún veit um hvað það snýst. Þess er að geta í þessu samhengi að Tanja Ísfjörð, sem er félagi í aðgerðahópnum, hafði óskað eftir „staðfestum sögum af ákveðnum Veðurguð“ á Twitter í aðdraganda þess að myndbandið var búið til. Það gaf til kynna að Ingó væri til umræðu í lokaafurðinni. Í viðtali við Vísi sama dag vísaði Ingó þessum ásökunum öllum á bug. Ummæli á samfélagsmiðlum Edda Falak er í Fréttablaðinu í dag sögð hafa fengið kröfubréf frá Ingó vegna þess að hún hafi lýst því yfir á Twitter að „þekktur tónlistarmaður hafi nauðgað sér.“ Hún hefur einnig sagt frá nauðgun þegar hún var 17 ára í viðtali í Dagmálum Morgunblaðsins. Edda hefur ekki svarað Vísi. Sindri Þór Hilmarsson Sigríðarson virðist samkvæmt þessu tísti hafa gert ráð fyrir að vera kærður fyrir meiðyrði vegna ummæla sem hann skrifaði í athugasemdakerfi Vísis við grein um Ingó Veðurguð. Tek við kærum fyrir meiðyrði á Kaffi Láru, Seyðisfirði, alla daga í þessari viku milli 17 og 22. Kíkið við, veðrið er gordjös 🥰 pic.twitter.com/EviQsbk3if— Sindri Þór (@sindri8me) July 7, 2021 Sindri talaði þar um mann „sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum að það hefur verið óskrifuð og jafnvel skrifuð regla félagsmiðstöðva víðsvegar um landið í áratug að ráða hann ekki á skemmtanir.“ Hann hélt áfram: „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum áður en það verður óásættanlegt að ráða hann sem skemmtikraft á útihátíð?“ Sindri hefur ekki svarað Vísi. Ólöf Tara Harðardóttir er á meðal þeirra sem stóðu að gerð myndbandsins á TikTok á vegum aðgerðahópsins. Ekki liggur fyrir hvaða ummæli hún hefur látið falla sem kalla á kröfubréfið en hún hefur tjáð sig mikið um nýjustu bylgju af MeToo á Twitter, og hefur einnig fjallað um málefni Ingó í hlaðvarpsviðtölum. Ólöf Tara segir í samtali við Vísi að henni hafi enn ekki borist bréfið og getur því ekki veitt upplýsingar um innihald þess. Aðgerðahópurinn Öfgar var til viðtals í Karlmennskunni á dögunum. Til vinstri er Hulda Hrund Sigmundsdóttir en til hægri Ólöf Tara Harðardóttir, sem er krafin um miskabætur vegna ummæla sinna.Karlmennskan Ef marka má yfirlýsingar Haralds Þorleifssonar frumkvöðuls þarf þessi hópur fólks ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegu tjóni vegna kröfubréfa Ingós, enda hefur Haraldur sagst ætla að greiða lögfræðikostnaðinn eins og hann leggur sig. Ætla má að miskabæturnar séu innifaldar í því tilboði.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. 13. júlí 2021 22:01 Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23 Afbókaður víðast hvar og tekjutapið er verulegt Búið er að afbóka Ingólf Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að aflýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu vikurnar. 12. júlí 2021 13:38 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. 13. júlí 2021 22:01
Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23
Afbókaður víðast hvar og tekjutapið er verulegt Búið er að afbóka Ingólf Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að aflýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu vikurnar. 12. júlí 2021 13:38