Verða með „björgunarlínu“ í bólusetningu meðan á fríinu stendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2021 10:54 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Búist er við um 1.700 manns í endurbólusetningu með bóluefni Moderna í Laugardalshöll í dag, síðasta bólusetningardaginn fyrir sumarfrí Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa 2.000 manns verið boðaðir í bólusetningu með AstraZeneca, en búist er við einhverjum afföllum úr þeim hópi. Þrátt fyrir frí verður ekki ómögulegt að fá bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í sumar. „Það er óljóst hvað margir koma í það, kannski um þúsund manns,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Einhver þeirra sem boðuð eru í dag hafa fengið boð áður samkvæmt Ragnheiði. Í dag er síðasti bólusetningardagur Heilsugæslunnar fyrir sumarfrí sem teygir sig inn í ágúst. Fjöldi fólks hefur verið bólusettur á höfuðborgarsvæðinu, og víðar um land, og segir Ragnheiður að verkefnið hafi verið stórt, en gengið vel. „Þá er sérstaklega að þakka jákvæði og góðu viðhorfi almennings og hvað allir hafa verið samtaka um að láta þetta ganga,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Hún þakkar þá samtakamætti og þrótti starfsfólks Heilsugæslunnar fyrir hversu vel verkefnið fórst þeim úr hendi. „Við erum mjög ánægð með hvernig þetta gekk, því þetta var heljarinnar verkefni og fyrirsjáanleikinn enginn. Um 90 prósent eru bólusettir, það er góð staða til að vera í,“ segir Ragnheiður en þar á hun við hlutfall bólusettra í aldurshópnum 16 ára og eldri. Framúrskarandi skipulag og þátttökuvilji þjóðar Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu er stuttlega rakið hve mikið vatn hefur runnið til sjávar í bóluefnamálum á einu ári. „Fyrir ári síðan ríkti mikil óvissa um hvernig unnt yrði að bólusetja Íslendinga gegn Covid-19. Þá voru ekki komnir á samningar um kaup á bóluefnum og ekkert bóluefni gegn Covid-19 hafði fengi markaðsleyfi í heiminum. Nú er hins vegar þeim merka áfanga náð að búið er að bólusetja yfir 90% Íslendinga sem eru 16 ára og eldri. Í dag er síðasti stóri bólusetningardagurinn fyrir sumarfrí gegn COVID-19 í Laugardalshöll. Sprautað verður með Moderna og Astra Zeneca, en meðal þeirra sem hljóta seinni sprautuna í dag er Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland mjög framarlega þegar kemur að hlutfalli þeirra sem hafa þegið bólusetningu við COVID-19 og er til að mynda fremst allra OECD-ríkja. Þar spilar saman framúrskarandi skipulag á framkvæmd bólusetningar og mikill vilji almennings til þátttöku,“ segir í tilkynningunni. Ekki er öll von úti Þó að fjöldabólusetningum Heilsugæslunnar sé nú að ljúka og sumarfrí taki við, er ekki alveg borin von að fá bólusetningu það sem eftir lifir sumri. „Við ætlum að halda úti svona björgunarlínu, ef það er einn og einn sem vantar bólusetningu,“ segir Ragnheiður og nefnir sem dæmi námsmenn búsetta erlendis sem koma hingað til lands í sumar. Þeir sem telja sig þurfa að komast í bólusetningu meðan á sumarfríinu stendur geta hafst samband í gegnum netspjall Heilsuveru, en bólusett verður í húsnæði Heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut, á sama stað og sýnatökur hafa farið fram. „Þar verður bólusett með Pfizer og Janssen, ekki Moderna og ekki AstraZeneca.“ Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fjöldi útlendinga hefur tafið bólusetningar í dag Ljúka átti bólusetningardeginum í dag klukkan tvö en aðsókn hefur verið nokkuð meiri en heilsugæslan gerði ráð fyrir að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjá heilsugæslunni. 13. júlí 2021 14:42 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
„Það er óljóst hvað margir koma í það, kannski um þúsund manns,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Einhver þeirra sem boðuð eru í dag hafa fengið boð áður samkvæmt Ragnheiði. Í dag er síðasti bólusetningardagur Heilsugæslunnar fyrir sumarfrí sem teygir sig inn í ágúst. Fjöldi fólks hefur verið bólusettur á höfuðborgarsvæðinu, og víðar um land, og segir Ragnheiður að verkefnið hafi verið stórt, en gengið vel. „Þá er sérstaklega að þakka jákvæði og góðu viðhorfi almennings og hvað allir hafa verið samtaka um að láta þetta ganga,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Hún þakkar þá samtakamætti og þrótti starfsfólks Heilsugæslunnar fyrir hversu vel verkefnið fórst þeim úr hendi. „Við erum mjög ánægð með hvernig þetta gekk, því þetta var heljarinnar verkefni og fyrirsjáanleikinn enginn. Um 90 prósent eru bólusettir, það er góð staða til að vera í,“ segir Ragnheiður en þar á hun við hlutfall bólusettra í aldurshópnum 16 ára og eldri. Framúrskarandi skipulag og þátttökuvilji þjóðar Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu er stuttlega rakið hve mikið vatn hefur runnið til sjávar í bóluefnamálum á einu ári. „Fyrir ári síðan ríkti mikil óvissa um hvernig unnt yrði að bólusetja Íslendinga gegn Covid-19. Þá voru ekki komnir á samningar um kaup á bóluefnum og ekkert bóluefni gegn Covid-19 hafði fengi markaðsleyfi í heiminum. Nú er hins vegar þeim merka áfanga náð að búið er að bólusetja yfir 90% Íslendinga sem eru 16 ára og eldri. Í dag er síðasti stóri bólusetningardagurinn fyrir sumarfrí gegn COVID-19 í Laugardalshöll. Sprautað verður með Moderna og Astra Zeneca, en meðal þeirra sem hljóta seinni sprautuna í dag er Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland mjög framarlega þegar kemur að hlutfalli þeirra sem hafa þegið bólusetningu við COVID-19 og er til að mynda fremst allra OECD-ríkja. Þar spilar saman framúrskarandi skipulag á framkvæmd bólusetningar og mikill vilji almennings til þátttöku,“ segir í tilkynningunni. Ekki er öll von úti Þó að fjöldabólusetningum Heilsugæslunnar sé nú að ljúka og sumarfrí taki við, er ekki alveg borin von að fá bólusetningu það sem eftir lifir sumri. „Við ætlum að halda úti svona björgunarlínu, ef það er einn og einn sem vantar bólusetningu,“ segir Ragnheiður og nefnir sem dæmi námsmenn búsetta erlendis sem koma hingað til lands í sumar. Þeir sem telja sig þurfa að komast í bólusetningu meðan á sumarfríinu stendur geta hafst samband í gegnum netspjall Heilsuveru, en bólusett verður í húsnæði Heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut, á sama stað og sýnatökur hafa farið fram. „Þar verður bólusett með Pfizer og Janssen, ekki Moderna og ekki AstraZeneca.“
Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fjöldi útlendinga hefur tafið bólusetningar í dag Ljúka átti bólusetningardeginum í dag klukkan tvö en aðsókn hefur verið nokkuð meiri en heilsugæslan gerði ráð fyrir að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjá heilsugæslunni. 13. júlí 2021 14:42 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
Fjöldi útlendinga hefur tafið bólusetningar í dag Ljúka átti bólusetningardeginum í dag klukkan tvö en aðsókn hefur verið nokkuð meiri en heilsugæslan gerði ráð fyrir að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjá heilsugæslunni. 13. júlí 2021 14:42