Hefur áhyggjur af Íslendingum á rauðum svæðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júlí 2021 13:11 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þáði seinni sprautuna í dag. Vísir/Sunna Karen Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau fimm smit sem greindust utan sóttkvíar í gær minni okkur á að veiran sé úti í samfélaginu. Fjöldi Íslendinga sem staddur sé erlendis á svokölluðum rauðum svæðum sé einnig áhyggjuefni. Svandís var ein af þeim sem þáði seinni sprautu bólusetningar í Laugardalshöllinni í dag á síðasta degi fyrir sumarfrí þeirra starfsmanna sem þar hafa unnið hörðum höndum að því að bólusetja landsmenn. Fimm greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Svandís segir þessi tíðindi minna á að veiran sé enn til staðar. „Þesar tölur sem við sjáum núna minnir okkur á það að veiran er út í samfélaginu sem þýðir það að við þurfum að halda áfram að hugsa um okkar viðkvæmasta fólk, halda áfram að spritta á okkar hendurnar, passa fjarlægðir og fara varlega,“ sagði Svandís er hún ræddi við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur fréttamann í Laugardalshöllinni skömmu fyrir hádegi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vera að íhuga stöðuna sem nú sé komin upp í tengslum við hin nýju innanlandssmit en Svandís reiknar þó ekki með að sóttvarnaraðgerðir verði hertar á ný á næstunni, þó „annað eins hafi nú gerst“ eins og hún komst að orði. Það er talsverður fjöldi Íslendinga á rauðum svæðum. Spáni, Katalóníu og víðar. Er það áhyggjuefni? „Já, það er það auðvitað. Við þurfum að fara sérstaklega varlega þar sem að veiran er í uppsveiflu. Sums staðar í löndunum í kringum okkar hefur hún verið að aukast fremur en hitt. Við þekkjum þetta, við höfum verið að horfa á þessi kort og þessi rauðu svæði og svo framvegis undanfarna mánuði. Við þurfum að gæta sérstaklega að þessu,“ sagði Svandís. Hún segist ætla að fylgja ráðleggingum Þórólfs og njóta sumarsins á Íslandi. „Þórólfur hefur ráðlagt það að við séum heima eins og við getum og að við ferðumst innanlands og ég ætla að gera það“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íhugar hvort grípa þurfi til aðgerða Fimm greindust með Covid19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir. Hann segir ekki öll kurl komin til grafar og á von að fleiri tilfellum á næstu dögum. 14. júlí 2021 12:07 Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59 Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Svandís var ein af þeim sem þáði seinni sprautu bólusetningar í Laugardalshöllinni í dag á síðasta degi fyrir sumarfrí þeirra starfsmanna sem þar hafa unnið hörðum höndum að því að bólusetja landsmenn. Fimm greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Svandís segir þessi tíðindi minna á að veiran sé enn til staðar. „Þesar tölur sem við sjáum núna minnir okkur á það að veiran er út í samfélaginu sem þýðir það að við þurfum að halda áfram að hugsa um okkar viðkvæmasta fólk, halda áfram að spritta á okkar hendurnar, passa fjarlægðir og fara varlega,“ sagði Svandís er hún ræddi við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur fréttamann í Laugardalshöllinni skömmu fyrir hádegi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vera að íhuga stöðuna sem nú sé komin upp í tengslum við hin nýju innanlandssmit en Svandís reiknar þó ekki með að sóttvarnaraðgerðir verði hertar á ný á næstunni, þó „annað eins hafi nú gerst“ eins og hún komst að orði. Það er talsverður fjöldi Íslendinga á rauðum svæðum. Spáni, Katalóníu og víðar. Er það áhyggjuefni? „Já, það er það auðvitað. Við þurfum að fara sérstaklega varlega þar sem að veiran er í uppsveiflu. Sums staðar í löndunum í kringum okkar hefur hún verið að aukast fremur en hitt. Við þekkjum þetta, við höfum verið að horfa á þessi kort og þessi rauðu svæði og svo framvegis undanfarna mánuði. Við þurfum að gæta sérstaklega að þessu,“ sagði Svandís. Hún segist ætla að fylgja ráðleggingum Þórólfs og njóta sumarsins á Íslandi. „Þórólfur hefur ráðlagt það að við séum heima eins og við getum og að við ferðumst innanlands og ég ætla að gera það“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íhugar hvort grípa þurfi til aðgerða Fimm greindust með Covid19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir. Hann segir ekki öll kurl komin til grafar og á von að fleiri tilfellum á næstu dögum. 14. júlí 2021 12:07 Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59 Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Íhugar hvort grípa þurfi til aðgerða Fimm greindust með Covid19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir. Hann segir ekki öll kurl komin til grafar og á von að fleiri tilfellum á næstu dögum. 14. júlí 2021 12:07
Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59
Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01