Fullorðin með tvö börn treystu sér hvorki áfram né til baka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2021 16:07 Fólkið hafði að líkindum ætlað að ganga um fimmtíu kílómetra hring í kringum Kerlingafjöll. Veðrið var hins vegar ekki jafngott á svæðinu og sumardag í fyrra þegar þessi mynd var tekin. Vísir/Kolbeinn Tumi Björgunarsveitarfólk á tveimur jeppum er komið að skálanum Klakki undir Kerlingarfjöllum þar sem fjórir einstaklingar sem óskað höfðu eftir aðstoð björgunarsveita biðu. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða tvo fullorðna með tvö níu ára börn. Hann segir ekkert ama að fólkinu. Þau hafi hins vegar hvorki treyst sér áfram né aftur til baka. Veðrið á hálendinu í dag er ekkert sérstakt. Blaut og blæs. Hitinn daðrar við tveggja stafa tölu en ekki meira en það. Fólkið var að líkindum að ganga hringleið í kringum Kerlingafjallasvæðið en þar eru slóðar þó þeir séu ekki mjög fjölfarnir. Jónas segir ár á svæðinu sem geti verið erfiðari yfirferðar en til dæmis árnar á Laugaveginum sem margur Íslendingurinn hefur vaðið að sumarlagi. Fólkið verður flutt að bíl sínum í Kerlingarfjöllum en ekkert amar að þeim. Fleiri göngumenn lentu í vandræðum á hálendinu í dag. Göngumaður eða fólk á göngu norðvestur af Öskju virkjaði neyðarsendi sinn í dag. Það eru fleiri göngumenn í vandræðum á hálendinu í dag því göngumaður eða menn á göngu sinni norðvestur af Öskju virkjaði neyðarsendi sinn. Björgunarsveitin Stefán á Mývatni er að leggja af stað til þeirra en á þessari stundu er ekki vitað hvað amar að fólkinu né í raun hvað þau eru mörg Jónas lýsir því þannig að þegar neyðarsendir sé virkjaður berist boð til fyrirtækja erlendis. Þaðan komi neyðarsendinging til Landsbjargar en upplýsingar séu takmarkaðar. Hann viti hvorki hve margir óski aðstoðar né hvað ami að. Hann telur allar líkur á að útkallið tengist veðrinu sem sé hreint ekki skemmtilegt. Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Tengdar fréttir Treysta sér ekki lengra og bíða björgunar 14. júlí 2021 14:21 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira
Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða tvo fullorðna með tvö níu ára börn. Hann segir ekkert ama að fólkinu. Þau hafi hins vegar hvorki treyst sér áfram né aftur til baka. Veðrið á hálendinu í dag er ekkert sérstakt. Blaut og blæs. Hitinn daðrar við tveggja stafa tölu en ekki meira en það. Fólkið var að líkindum að ganga hringleið í kringum Kerlingafjallasvæðið en þar eru slóðar þó þeir séu ekki mjög fjölfarnir. Jónas segir ár á svæðinu sem geti verið erfiðari yfirferðar en til dæmis árnar á Laugaveginum sem margur Íslendingurinn hefur vaðið að sumarlagi. Fólkið verður flutt að bíl sínum í Kerlingarfjöllum en ekkert amar að þeim. Fleiri göngumenn lentu í vandræðum á hálendinu í dag. Göngumaður eða fólk á göngu norðvestur af Öskju virkjaði neyðarsendi sinn í dag. Það eru fleiri göngumenn í vandræðum á hálendinu í dag því göngumaður eða menn á göngu sinni norðvestur af Öskju virkjaði neyðarsendi sinn. Björgunarsveitin Stefán á Mývatni er að leggja af stað til þeirra en á þessari stundu er ekki vitað hvað amar að fólkinu né í raun hvað þau eru mörg Jónas lýsir því þannig að þegar neyðarsendir sé virkjaður berist boð til fyrirtækja erlendis. Þaðan komi neyðarsendinging til Landsbjargar en upplýsingar séu takmarkaðar. Hann viti hvorki hve margir óski aðstoðar né hvað ami að. Hann telur allar líkur á að útkallið tengist veðrinu sem sé hreint ekki skemmtilegt.
Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Tengdar fréttir Treysta sér ekki lengra og bíða björgunar 14. júlí 2021 14:21 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira