Í dag var tilkynnt að félagið hafi gengið frá samningum við besta leikmenn EM í sumar, ítalska markvörðinn Gianluigi Donnarumma.
Skrifar Ítalinn undir samning til ársins 2026 en hann kemur til félagsins frá AC Milan þar sem hann hefur leikið í sex ár þrátt fyrir að vera einungis 22 ára gamall.
Buongiorno 🧤#WelcomeGigiopic.twitter.com/ZTpxzdLJTi
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) July 14, 2021
Samningur hans rann út í sumar og hafa sögurnar gengið síðustu vikur að hann væri á leið til Parísar að berjast við Keylor Navas um markmannsstöðuna hjá París.
Hann náði 251 leik fyrir ítalska stórliðið en hann var einn lykilmaður Ítala í sigrinum á EM. Fór hann meðal annars á kostum í vítaspyrnukeppninni í úrslitaleiknum.
Gini Wijnaldum, Sergio Ramos og Achraf Hakimi eru á meðal þeirra leikmanna sem hafa samið við Parísarliðið í sumar.