Eins og síðustu ár framleiðir Adidas búninginn fyrir United. Nú er hins vegar kominn nýr styrktaraðili framan á treyjuna; Team Viewer í staðinn fyrir Chevrolet.
Welcome to a new era of possibility.
— Manchester United (@ManUtd) July 15, 2021
Welcome to a world that works better.
Welcome, @TeamViewer #MUFC #BringingYouCloser pic.twitter.com/83y372oF62
Nýi búningurinn er innblásinn af búningi sem United klæddist á 7. áratug síðustu aldar þegar Bobby Charlton, Denis Law og George Best voru í aðalhlutverki hjá liðinu.
Inspiration #MUFC #PhotoOfTheDay pic.twitter.com/AWEuoQxwvp
— Manchester United (@ManUtd) July 15, 2021
Karlalið United hefur leik í ensku úrvalsdeildinni gegn Leeds United laugardaginn 14. ágúst. United endaði í 2. sæti á síðasta tímabili og komst í úrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Villarreal.
María Þórisdóttir og stöllur hennar í kvennaliði United byrja næsta tímabil helgina 3.-5. september. United endaði í 4. sæti ensku ofurdeildarinnar á síðasta tímabili.