Bólusetning með breyttu sniði í haust Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2021 11:29 Engir bólusetningadagar eru fram undan í Laugardaghöll. Vísir/vilhelm Í gær fór fram síðasta fjöldabólusetningin í Laugardalshöll og hér eftir verður bólusetning á höfuðborgarsvæðinu með breyttu sniði. Næstu vikur verður bólusett eftir þörfum á Suðurlandsbraut 34. Stendur fólki til boða að mæta þangað klukkan 14 alla virka daga til að fá bóluefni Janssen eða Pfizer/BioNTech. Þetta á ekki við um tólf til fimmtán ára börn nema í sérstökum tilvikum, til dæmis ef fólk er að flytja erlendis eða börnin eru með áhættuþætti með tilliti til alvarlegra veikinda vegna Covid-19. Frá þessu er greint á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í kringum 17. ágúst verður fólk boðað í síðustu miðlægu fjöldabólusetninguna þegar Pfizer/BioNTech endurbólusetning fer fram á Suðurlandsbraut. Fjallað var breytingarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mælir ekki með því að hraust börn séu bólusett að svo stöddu Í haust er líklegt að fólk geti pantað bólusetningu á sinni heilsugæslu og eru allar líkur á því að Pfizer/BioNTech og Janssen verði þar í boði. Foreldrar munu geta óskað eftir bólusetningu tólf til fimmtán ára barna sinna eftir sumarleyfi heilsugæslu en nánari upplýsingar verða veittar um fyrirkomulagið síðar. Sóttvarnalæknir mælir ekki með almennum bólusetningum hraustra barna 12-15 ára við Covid-19 að svo stöddu en foreldrar munu geta óskað eftir bólusetningu í haust. Mælt er með að börn með áhættuþætti séu bólusett. 5.560 einstaklingar voru bólusettir á landsvísu í gær og hafa 90,2 prósent íbúa á aldrinum 16 ára og eldri nú fengið minnst einn skammt. 85,3 prósent eru nú fullbólusettir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Langþráð frí eftir „vertíð“ í bólusetningum Gleði og tilhlökkun var einkennandi hjá starfsfólki í Laugardalshöll sem stóð sína síðustu vakt þar í dag – að öllu óbreyttu. Fjöldabólusetningum er nú lokið og þó bólusetningum verði framhaldið þá verða þær með breyttu sniði í haust. 14. júlí 2021 19:15 Afgangsbóluefni fer til landa sem á þurfa að halda Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bóluefni sem verði afangs verði gefið þeim þjóðum sem á þurfi að halda. 14. júlí 2021 15:39 Verða með „björgunarlínu“ í bólusetningu meðan á fríinu stendur Búist er við um 1.700 manns í endurbólusetningu með bóluefni Moderna í Laugardalshöll í dag, síðasta bólusetningardaginn fyrir sumarfrí Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa 2.000 manns verið boðaðir í bólusetningu með AstraZeneca, en búist er við einhverjum afföllum úr þeim hópi. Þrátt fyrir frí verður ekki ómögulegt að fá bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í sumar. 14. júlí 2021 10:54 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira
Næstu vikur verður bólusett eftir þörfum á Suðurlandsbraut 34. Stendur fólki til boða að mæta þangað klukkan 14 alla virka daga til að fá bóluefni Janssen eða Pfizer/BioNTech. Þetta á ekki við um tólf til fimmtán ára börn nema í sérstökum tilvikum, til dæmis ef fólk er að flytja erlendis eða börnin eru með áhættuþætti með tilliti til alvarlegra veikinda vegna Covid-19. Frá þessu er greint á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í kringum 17. ágúst verður fólk boðað í síðustu miðlægu fjöldabólusetninguna þegar Pfizer/BioNTech endurbólusetning fer fram á Suðurlandsbraut. Fjallað var breytingarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mælir ekki með því að hraust börn séu bólusett að svo stöddu Í haust er líklegt að fólk geti pantað bólusetningu á sinni heilsugæslu og eru allar líkur á því að Pfizer/BioNTech og Janssen verði þar í boði. Foreldrar munu geta óskað eftir bólusetningu tólf til fimmtán ára barna sinna eftir sumarleyfi heilsugæslu en nánari upplýsingar verða veittar um fyrirkomulagið síðar. Sóttvarnalæknir mælir ekki með almennum bólusetningum hraustra barna 12-15 ára við Covid-19 að svo stöddu en foreldrar munu geta óskað eftir bólusetningu í haust. Mælt er með að börn með áhættuþætti séu bólusett. 5.560 einstaklingar voru bólusettir á landsvísu í gær og hafa 90,2 prósent íbúa á aldrinum 16 ára og eldri nú fengið minnst einn skammt. 85,3 prósent eru nú fullbólusettir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Langþráð frí eftir „vertíð“ í bólusetningum Gleði og tilhlökkun var einkennandi hjá starfsfólki í Laugardalshöll sem stóð sína síðustu vakt þar í dag – að öllu óbreyttu. Fjöldabólusetningum er nú lokið og þó bólusetningum verði framhaldið þá verða þær með breyttu sniði í haust. 14. júlí 2021 19:15 Afgangsbóluefni fer til landa sem á þurfa að halda Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bóluefni sem verði afangs verði gefið þeim þjóðum sem á þurfi að halda. 14. júlí 2021 15:39 Verða með „björgunarlínu“ í bólusetningu meðan á fríinu stendur Búist er við um 1.700 manns í endurbólusetningu með bóluefni Moderna í Laugardalshöll í dag, síðasta bólusetningardaginn fyrir sumarfrí Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa 2.000 manns verið boðaðir í bólusetningu með AstraZeneca, en búist er við einhverjum afföllum úr þeim hópi. Þrátt fyrir frí verður ekki ómögulegt að fá bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í sumar. 14. júlí 2021 10:54 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira
Langþráð frí eftir „vertíð“ í bólusetningum Gleði og tilhlökkun var einkennandi hjá starfsfólki í Laugardalshöll sem stóð sína síðustu vakt þar í dag – að öllu óbreyttu. Fjöldabólusetningum er nú lokið og þó bólusetningum verði framhaldið þá verða þær með breyttu sniði í haust. 14. júlí 2021 19:15
Afgangsbóluefni fer til landa sem á þurfa að halda Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bóluefni sem verði afangs verði gefið þeim þjóðum sem á þurfi að halda. 14. júlí 2021 15:39
Verða með „björgunarlínu“ í bólusetningu meðan á fríinu stendur Búist er við um 1.700 manns í endurbólusetningu með bóluefni Moderna í Laugardalshöll í dag, síðasta bólusetningardaginn fyrir sumarfrí Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa 2.000 manns verið boðaðir í bólusetningu með AstraZeneca, en búist er við einhverjum afföllum úr þeim hópi. Þrátt fyrir frí verður ekki ómögulegt að fá bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í sumar. 14. júlí 2021 10:54