Dæmdur nauðgari í gæsluvarðhaldi, grunaður um þriðju nauðgunina Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. júlí 2021 12:00 Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna gruns um nauðgun en hann var dæmdur fyrir tvær nauðganir í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Kynferðisafbrotamaður sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tvær nauðganir í síðustu viku situr í gæsluvarðhaldi grunaður um þriðju nauðgunina. Joshua Ikechukwu Mogbolu var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir nauðganir árið 2020 gagnvart tveimur konum. Í fyrra skiptið á höfuðborgarsvæðinu í mars og aftur norðan heiða í júlí. Maðurinn er 21 árs og er samkvæmt heimildum fréttastofu frá Nígeríu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að hann hafi komið hingað til lands árið 2016. Grunaður um þriðju nauðgunina Samkvæmt upplýsingum fréttastofu situr Joshua nú í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna gruns um þriðju nauðgunina á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum vikum. Gæsluvarðhaldið rennur út þann 20. júlí. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum sem birtist í síðustu viku átti fyrra brotið átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu í mars 2020. Joshua hafði þá hitt konuna úti á lífinu. Fyrir dómi lýsti konan hvernig hún hefði endurtekið sagst ekki vilja hafa kynmök við manninn en hann virt það að vettugi. Hún hafi á einum tímapunkti reynt að komast undan en hann dregið hana aftur niður í kjallara og haldið brotum sínum áfram. Konan flúði íbúðina á hlaupum eftir að hann hafði lokið sér af. Fór hún á neyðarmóttöku þar sem hugað var að henni. Héraðsdómur mat framburð konunnar mun trúverðugri en mannsins sem sagði kynmök hafa verið stunduð með vilja beggja. Hélt aftur fram að samfarir væri með vilja beggja Síðara brotið átti sér stað í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í júlí 2020. Joshua og konan í því tilviki höfðu átt í samskiptum á samfélagsmiðlum áður en þau hittust og fóru í bíltúr. Ók hún með honum á heimili þar sem tveir vinir hans voru. Þar hafði hann samræði við konuna án hennar samþykkis inni á baðherbergi. Konan sagðist hafa endurtekið neitað því að vilja stunda kynlíf en ekki verið á hana hlustað. Karlmaðurinn vildi meina, líkt og í fyrra brotinu, að samfarirnar hefðu verið með vilja beggja. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð konunnar trúverðugan á meðan hið sama mætti ekki segja um frásögn mannsins. Var hann dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða fyrri konunni tvær milljónir í miskabætur en þeirri síðari 1,3 milljónir króna. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Joshua Ikechukwu Mogbolu var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir nauðganir árið 2020 gagnvart tveimur konum. Í fyrra skiptið á höfuðborgarsvæðinu í mars og aftur norðan heiða í júlí. Maðurinn er 21 árs og er samkvæmt heimildum fréttastofu frá Nígeríu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að hann hafi komið hingað til lands árið 2016. Grunaður um þriðju nauðgunina Samkvæmt upplýsingum fréttastofu situr Joshua nú í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna gruns um þriðju nauðgunina á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum vikum. Gæsluvarðhaldið rennur út þann 20. júlí. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum sem birtist í síðustu viku átti fyrra brotið átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu í mars 2020. Joshua hafði þá hitt konuna úti á lífinu. Fyrir dómi lýsti konan hvernig hún hefði endurtekið sagst ekki vilja hafa kynmök við manninn en hann virt það að vettugi. Hún hafi á einum tímapunkti reynt að komast undan en hann dregið hana aftur niður í kjallara og haldið brotum sínum áfram. Konan flúði íbúðina á hlaupum eftir að hann hafði lokið sér af. Fór hún á neyðarmóttöku þar sem hugað var að henni. Héraðsdómur mat framburð konunnar mun trúverðugri en mannsins sem sagði kynmök hafa verið stunduð með vilja beggja. Hélt aftur fram að samfarir væri með vilja beggja Síðara brotið átti sér stað í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í júlí 2020. Joshua og konan í því tilviki höfðu átt í samskiptum á samfélagsmiðlum áður en þau hittust og fóru í bíltúr. Ók hún með honum á heimili þar sem tveir vinir hans voru. Þar hafði hann samræði við konuna án hennar samþykkis inni á baðherbergi. Konan sagðist hafa endurtekið neitað því að vilja stunda kynlíf en ekki verið á hana hlustað. Karlmaðurinn vildi meina, líkt og í fyrra brotinu, að samfarirnar hefðu verið með vilja beggja. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð konunnar trúverðugan á meðan hið sama mætti ekki segja um frásögn mannsins. Var hann dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða fyrri konunni tvær milljónir í miskabætur en þeirri síðari 1,3 milljónir króna.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira