Tvífari kylfusveins Happys Gilmore fékk fyrsta örninn á Opna breska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 13:00 Will Zalatoris fékk örn á 12. holu á Royal St George’s golfvellinum sem Opna breska meistaramótið fer fram á. getty/Charlie Crowhurst Bandaríkjamaðurinn ungi Will Zalatoris fékk fyrsta örninn á Opna breska meistaramótinu í golfi í ár. Zalatoris fékk örninn (tvö högg undir pari) á 12. holu sem er par fjögur hola. Hann átti þá glæsilegt högg og boltinn endaði ofan í holunni eins og sjá má hér fyrir neðan. And here is how he did it Follow all the action https://t.co/xYY44zAFs3#TheOpen pic.twitter.com/p52k5KcvEo— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Zalatoris, sem er 24 ára, skaust fram á sjónarsviðið þegar hann endaði í 2. sæti á Masters mótinu í apríl á þessu ári. Hann lék þá á níu höggum undir pari og var aðeins einu höggi á eftir sigurvegaranum, Hideki Matsuyama. Hann vakti ekki bara athygli fyrir góða frammistöðu á Masters heldur einnig fyrir það hversu líkur hann er kylfusveini Happys Gilmore í samnefndri gamanmynd frá 1996. Adam Sandler, sem lék Happy Gilmore, sendi Zalatoris meðal annars skilaboð á meðan á Masters stóð. Zalatoris svaraði þeim og sagðist ávallt til þjónustu reiðubúinn fyrir Happy Gilmore. If you re ever in need of a caddie again let me know. I ll be better this time. I m always available for you, Mr. Gilmore. https://t.co/R1e8awZIvh— Will Zalatoris (@WillZalatoris) April 12, 2021 Þegar þetta er skrifað er Zalatoris á tveimur höggum undir pari á Opna breska, þremur höggum á eftir efstu mönnum, Jordan Spieth og Louis Oosthuzien. Auk arnarins hefur Zalatoris fengið fjóra fugla á fyrstu þrettán holunum. Fylgjast má með Opna breska í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Útsendingartíma má sjá hér. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna breska Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Zalatoris fékk örninn (tvö högg undir pari) á 12. holu sem er par fjögur hola. Hann átti þá glæsilegt högg og boltinn endaði ofan í holunni eins og sjá má hér fyrir neðan. And here is how he did it Follow all the action https://t.co/xYY44zAFs3#TheOpen pic.twitter.com/p52k5KcvEo— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Zalatoris, sem er 24 ára, skaust fram á sjónarsviðið þegar hann endaði í 2. sæti á Masters mótinu í apríl á þessu ári. Hann lék þá á níu höggum undir pari og var aðeins einu höggi á eftir sigurvegaranum, Hideki Matsuyama. Hann vakti ekki bara athygli fyrir góða frammistöðu á Masters heldur einnig fyrir það hversu líkur hann er kylfusveini Happys Gilmore í samnefndri gamanmynd frá 1996. Adam Sandler, sem lék Happy Gilmore, sendi Zalatoris meðal annars skilaboð á meðan á Masters stóð. Zalatoris svaraði þeim og sagðist ávallt til þjónustu reiðubúinn fyrir Happy Gilmore. If you re ever in need of a caddie again let me know. I ll be better this time. I m always available for you, Mr. Gilmore. https://t.co/R1e8awZIvh— Will Zalatoris (@WillZalatoris) April 12, 2021 Þegar þetta er skrifað er Zalatoris á tveimur höggum undir pari á Opna breska, þremur höggum á eftir efstu mönnum, Jordan Spieth og Louis Oosthuzien. Auk arnarins hefur Zalatoris fengið fjóra fugla á fyrstu þrettán holunum. Fylgjast má með Opna breska í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Útsendingartíma má sjá hér. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna breska Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira