Hafnarfjarðarbær hyggst gefa nýburum krúttkörfur Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júlí 2021 22:47 Hafnarfjarðarbær mun gefa nýburum svokallaða krúttkörfu frá og með haustinu. Í henni verður að finna helstu nauðsynjar fyrir barnið fyrstu dagana. Stöð 2 Nýbakaðir foreldrar í Hafnarfirði mega með haustinu vænta þess að fá svokallaða krúttkörfu frá bænum sem inniheldur allar helstu nauðsynjar fyrir barnið á borð við samfellur, smekki og bleyjur. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði segir þetta vera leið til þess að taka á móti nýjum íbúum með táknrænni hætti en hefur verið gert hingað til. Hugmyndin byggir á finnskri fyrirmynd en þar geta foreldrar fengið veglegan barnsburðarpakka sem inniheldur nær allt sem ung börn þurfa fyrstu mánuðina, sængur og sængurföt, bleyjur, sokka, smekki, galla, húfur, föt og þannig mætti lengi telja. Foreldrarnir sjálfir fá krem, getnaðarvarnir, tíðarvörur og fleira. En þeir sem ekki vilja pakkann geta fengið um hundrað og sjötíu evrur eða um tuttugu og fimm þúsund krónur. Hafnarfjarðarbær hefur tekið hugmyndina upp en þar er í bígerð svonefnd krúttkarfa sem glænýir bæjarbúar fá að gjöf. „Okkur langar að taka á móti nýjum íbúum með kannski táknrænni hætti en verið hefur. Það er að segja að gefa eða láta nýja íbúa hafa körfu með nytsamlegum og eigulegum hlutum og góðum ráðum fyrir okkur foreldrana, afar og ömmur og aðstandendur,“ segir Ágúst Bjarni. Ágúst Bjarni Garðarsson er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.Stöð 2 Markmiðið að taka vel á móti nýjum íbúum Hugmyndin hefur áður skotið upp kollinum hér á landi og var þingsályktunartillaga þess efnis lögð fram á Alþingi árið 2015 sem þó náði ekki fram að ganga. Þá hafa nýfædd börn í Reykhólahreppi fengið vöggugjöf frá sveitarfélaginu, en þar var markmiðið að hvetja til frjósemi. „Hugsunin er sú sama, að taka vel á móti nýjum íbúum og það er það sem við erum að gera með því að fara í þessa vinnu hér í Hafnarfirði.“ Ágúst segir að þó krúttkarfan sé ekki eins vegleg og hjá frændum okkar Finnum, þá verði í henni ýmsir nytsamlegir hlutir. „Þetta verður eitthvað sem að börnin geta svona notað á fyrstu dögum. Það verður húfa, samfella, smekkur og jafnvel einhver góð bók.“ Hann vill hins vegar ekki svipta hulunni alfarið af innihaldi kassans alveg strax. „Ég vonast til þess að við getum afhent fyrsta kassann núna í september, október.“ Hafnarfjörður Börn og uppeldi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Hugmyndin byggir á finnskri fyrirmynd en þar geta foreldrar fengið veglegan barnsburðarpakka sem inniheldur nær allt sem ung börn þurfa fyrstu mánuðina, sængur og sængurföt, bleyjur, sokka, smekki, galla, húfur, föt og þannig mætti lengi telja. Foreldrarnir sjálfir fá krem, getnaðarvarnir, tíðarvörur og fleira. En þeir sem ekki vilja pakkann geta fengið um hundrað og sjötíu evrur eða um tuttugu og fimm þúsund krónur. Hafnarfjarðarbær hefur tekið hugmyndina upp en þar er í bígerð svonefnd krúttkarfa sem glænýir bæjarbúar fá að gjöf. „Okkur langar að taka á móti nýjum íbúum með kannski táknrænni hætti en verið hefur. Það er að segja að gefa eða láta nýja íbúa hafa körfu með nytsamlegum og eigulegum hlutum og góðum ráðum fyrir okkur foreldrana, afar og ömmur og aðstandendur,“ segir Ágúst Bjarni. Ágúst Bjarni Garðarsson er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.Stöð 2 Markmiðið að taka vel á móti nýjum íbúum Hugmyndin hefur áður skotið upp kollinum hér á landi og var þingsályktunartillaga þess efnis lögð fram á Alþingi árið 2015 sem þó náði ekki fram að ganga. Þá hafa nýfædd börn í Reykhólahreppi fengið vöggugjöf frá sveitarfélaginu, en þar var markmiðið að hvetja til frjósemi. „Hugsunin er sú sama, að taka vel á móti nýjum íbúum og það er það sem við erum að gera með því að fara í þessa vinnu hér í Hafnarfirði.“ Ágúst segir að þó krúttkarfan sé ekki eins vegleg og hjá frændum okkar Finnum, þá verði í henni ýmsir nytsamlegir hlutir. „Þetta verður eitthvað sem að börnin geta svona notað á fyrstu dögum. Það verður húfa, samfella, smekkur og jafnvel einhver góð bók.“ Hann vill hins vegar ekki svipta hulunni alfarið af innihaldi kassans alveg strax. „Ég vonast til þess að við getum afhent fyrsta kassann núna í september, október.“
Hafnarfjörður Börn og uppeldi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira