Andstæðingurinn í fyrsta leik Roma á undirbúningstímabilinu var reyndar ekki sá sterkasti, D-deildarliðið Montecatini.
Rómverjar sýndu samt sparihliðarnir og unnu 10-0 sigur. Borja Mayoral skoraði þrennu og Carles Perez, Gianluca Mancini, Riccardo Calafiori, Nicolo Zaniolo (víti), Nicola Zalewski og Amadou Diawara sitt markið hver. Þá gerði leikmaður Montecatini sjálfsmark.
The first training game of pre-season has just finished: a 10-0 win against guests Montecatini.
— AS Roma English (@ASRomaEN) July 15, 2021
The scorers today: Perez, Mancini, Mayoral (3), Calafiori, Zaniolo (p.), Zalewski, Diawara and an own goal!#ASRoma pic.twitter.com/Tyd82EzinB
Næsti leikur Roma er gegn B-deildarliði Ternana á sunnudaginn. Fyrsti leikur liðsins í ítölsku úrvalsdeildinni er gegn Fiorentina 22. ágúst.
Roma endaði í 7. sæti ítölsku deildarinnar á síðasta tímabili. Eftir það tók Mourinho við liðinu af landa sínum, Paolo Fonseca.
Mourinho þekkir ágætlega til á Ítalíu en hann stýrði Inter með frábærum árangri á árunum 2008-10. Undir hans stjórn vann liðið meðal annars þrennuna 2010.