Sádi-Arabía vill halda HM 2030 með aðstoð Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júlí 2021 14:01 HM 2030 á Ítalíu og í Sádi-Arabíu, það er möguleiki. The Athletic Sádi-Arabía ætlar að fá Ítalíu með sér í lið og halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2030 saman. Rúmlega 5000 kílómetrar eru á milli landanna en það virðist litlu máli skipta. The Athletic greindi frá að Sádi-Arabía hefði áhuga á að halda HM 2030. Sádi-Arabía er þó ekki tilbúin að halda keppnina í heild sinni og vill fá Ítalíu með sér í lið. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem mót af þessari stærðargráðu færi fram í tveimur löndum en HM 2002 fór fram í Japan og Suður-Kóreu. EM 2008 fór fram í Austurríki og Sviss en hápunktinum var náð þegar EM alls staðar fór fram í sumar. Spilað var í 11 löndum víðsvegar um Evrópu. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hvetur lönd til þess að para sig saman þegar kemur að því að halda stórmót í framtíðinni. Fjölgað verður upp í 48 lið á HM 2026 og telur FIFA að mótið verði í kjölfaði of stórt fyrir staka þjóð til að halda utan um. Bandaríkin, Mexíkó og Kanada munu halda mótið saman það ár. Exclusive: Saudi Arabia are considering a joint bid with Italy for the 2030 World Cup.It's not quite as crazy as it seems.Here's the story behind it and what it means for Spain, Portugal, England and China possible bids... @mjshrimper— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 16, 2021 Upp hefur komið sú tillaga að Sádi-Arabía haldi mótið 2030 með Egyptalandi og Marokkó. Þar myndu knattspyrnusamband Afríku og Asíu sameina krafta sína og sýna gott fordæmi. Líkurnar á að það gerist eru litlar þar sem þyrfti að ráðast í gífurlega uppbyggingu í bæði Egyptalandi og Marokkó. Telur FIFA það of áhættusamt þar sem sagan sýnir að slíkar breytingar fyrir eitt mót eru sjaldnast jákvæðar. Öruggast væri ef Sádi-Arabía myndi finna sér Evrópuþjóð og halda mótið þar með í tveimur heimsálfum. Samstarf milli Sádi-Arabíu og Ítalíu er nú þegar til staðar og því borðliggjandi að þær myndu bjóðast til að hald a mótið saman. Sádi-Arabía hefur undanfarin misseri lagt gríðarlega fjármuni í íþróttauppbyggingu í landinu og haldið fjölda stórra viðburða. Að ítalski Ofurbikarinn í knattspyrnu fari fram í Sádi-Arabíu er sönnun um gott samband þjóðanna. Fari svo að Ítalía slái til er ljóst að landið væri aftur að berjast við England um gull en þær þjóðir sem falla undir Bretland vilja halda mótið 2030 ásamt Írlandi. Talið er að möguleikar Bretlands hafi versnað til muna eftir úrslitaleik EM þar sem enskir stuðningsmenn urðu sér til skammar. Hvort FIFA sé tilbúið að halda mótið í tveimur löndum jafn langt frá hvort öðru og raun ber vitni verður hins vegar að koma í ljós þegar fram líða stundir. Fótbolti Sádi-Arabía Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira
The Athletic greindi frá að Sádi-Arabía hefði áhuga á að halda HM 2030. Sádi-Arabía er þó ekki tilbúin að halda keppnina í heild sinni og vill fá Ítalíu með sér í lið. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem mót af þessari stærðargráðu færi fram í tveimur löndum en HM 2002 fór fram í Japan og Suður-Kóreu. EM 2008 fór fram í Austurríki og Sviss en hápunktinum var náð þegar EM alls staðar fór fram í sumar. Spilað var í 11 löndum víðsvegar um Evrópu. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hvetur lönd til þess að para sig saman þegar kemur að því að halda stórmót í framtíðinni. Fjölgað verður upp í 48 lið á HM 2026 og telur FIFA að mótið verði í kjölfaði of stórt fyrir staka þjóð til að halda utan um. Bandaríkin, Mexíkó og Kanada munu halda mótið saman það ár. Exclusive: Saudi Arabia are considering a joint bid with Italy for the 2030 World Cup.It's not quite as crazy as it seems.Here's the story behind it and what it means for Spain, Portugal, England and China possible bids... @mjshrimper— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 16, 2021 Upp hefur komið sú tillaga að Sádi-Arabía haldi mótið 2030 með Egyptalandi og Marokkó. Þar myndu knattspyrnusamband Afríku og Asíu sameina krafta sína og sýna gott fordæmi. Líkurnar á að það gerist eru litlar þar sem þyrfti að ráðast í gífurlega uppbyggingu í bæði Egyptalandi og Marokkó. Telur FIFA það of áhættusamt þar sem sagan sýnir að slíkar breytingar fyrir eitt mót eru sjaldnast jákvæðar. Öruggast væri ef Sádi-Arabía myndi finna sér Evrópuþjóð og halda mótið þar með í tveimur heimsálfum. Samstarf milli Sádi-Arabíu og Ítalíu er nú þegar til staðar og því borðliggjandi að þær myndu bjóðast til að hald a mótið saman. Sádi-Arabía hefur undanfarin misseri lagt gríðarlega fjármuni í íþróttauppbyggingu í landinu og haldið fjölda stórra viðburða. Að ítalski Ofurbikarinn í knattspyrnu fari fram í Sádi-Arabíu er sönnun um gott samband þjóðanna. Fari svo að Ítalía slái til er ljóst að landið væri aftur að berjast við England um gull en þær þjóðir sem falla undir Bretland vilja halda mótið 2030 ásamt Írlandi. Talið er að möguleikar Bretlands hafi versnað til muna eftir úrslitaleik EM þar sem enskir stuðningsmenn urðu sér til skammar. Hvort FIFA sé tilbúið að halda mótið í tveimur löndum jafn langt frá hvort öðru og raun ber vitni verður hins vegar að koma í ljós þegar fram líða stundir.
Fótbolti Sádi-Arabía Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira