Færa íslenska lagalista í bílaleigubíla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júlí 2021 14:44 Lagalistarnir eru nú í boði í íslenskum bílaleigubílum,. Vísir Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) hefur ráðist í viðamikið verkefni í samstarfi við tónlistarmanninn Svavar Knút og íslenskar bílaleigur til að kynna erlenda ferðamenn hér á landi fyrir íslenskri tónlist. Fram kemur í tilkynningu frá ÚTÓN að skrifstofan hafi prentað kort og plaköt fyrir íslenskar bílaleigur þar sem ferðamenn geta skannað QR kóða, svokallaðan, og komist beint í íslenska lagalista á Apple Music. Þar má meðal annars finna lagalistann Iceland Roadtrip, Icelandic Indie og Icelandic Metal. Verkefnið er þegar komið í framkvæmd að sögn Sigtryggs Baldurssonar, framkvæmdastjóra ÚTÓN. „Það er svo frábært að finna leiðir til að auka spilun á íslenskri tónlist á þann hátt að allir fái eitthvað út úr því, bæði bílaleigurnar, ferðalangarnir og ekki síst íslenskt tónlistarfólk.“ Ásgeir Elvar Garðarsson, framkvæmdastjóri Geysir Car Rental segir að verkefnið muni auka upplifun ferðamanna á ferðalögum sínum um landið. „Þetta fólk langar langflest að heyra íslenska tónlist en veit oft ekki hvernig á að nálgast hana almennilega. Það er borðliggjandi að koma til móts við þennan stóra hóp,“ segir Svavar Knútur, sem átti hugmyndina að verkefninu. „Mér finnst frábært að boðleiðirnar hjá okkur séu svona stuttar og ÚTÓN svona opið fyrir uppástungum og spjalli. Ég hugsaði bara að fyrst það eru engir geislaspilarar í öllum þessum bílaleigubílum og fólk er bara að nota Spotify og Apple Music til að spila tónlist á ferðalaginu, af hverju ekki að bjóða því upp á betra aðgengi að öllu okkar frábæra tónlistarfólki þar sem við getum náð til þeirra,“ segir Svavar Knútur. Hann segist vonast til að ferðaþjónustan um land allt sjái tækifæri í því að búa til sína eigin spilunarlista með listafólki úr þeirra eigin sveitum til að bjóða ferðafólki upp á hágæða og viðeigandi undirspil við ferðalög þess um svæðin. Ferðalög Bílaleigur Tónlist Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá ÚTÓN að skrifstofan hafi prentað kort og plaköt fyrir íslenskar bílaleigur þar sem ferðamenn geta skannað QR kóða, svokallaðan, og komist beint í íslenska lagalista á Apple Music. Þar má meðal annars finna lagalistann Iceland Roadtrip, Icelandic Indie og Icelandic Metal. Verkefnið er þegar komið í framkvæmd að sögn Sigtryggs Baldurssonar, framkvæmdastjóra ÚTÓN. „Það er svo frábært að finna leiðir til að auka spilun á íslenskri tónlist á þann hátt að allir fái eitthvað út úr því, bæði bílaleigurnar, ferðalangarnir og ekki síst íslenskt tónlistarfólk.“ Ásgeir Elvar Garðarsson, framkvæmdastjóri Geysir Car Rental segir að verkefnið muni auka upplifun ferðamanna á ferðalögum sínum um landið. „Þetta fólk langar langflest að heyra íslenska tónlist en veit oft ekki hvernig á að nálgast hana almennilega. Það er borðliggjandi að koma til móts við þennan stóra hóp,“ segir Svavar Knútur, sem átti hugmyndina að verkefninu. „Mér finnst frábært að boðleiðirnar hjá okkur séu svona stuttar og ÚTÓN svona opið fyrir uppástungum og spjalli. Ég hugsaði bara að fyrst það eru engir geislaspilarar í öllum þessum bílaleigubílum og fólk er bara að nota Spotify og Apple Music til að spila tónlist á ferðalaginu, af hverju ekki að bjóða því upp á betra aðgengi að öllu okkar frábæra tónlistarfólki þar sem við getum náð til þeirra,“ segir Svavar Knútur. Hann segist vonast til að ferðaþjónustan um land allt sjái tækifæri í því að búa til sína eigin spilunarlista með listafólki úr þeirra eigin sveitum til að bjóða ferðafólki upp á hágæða og viðeigandi undirspil við ferðalög þess um svæðin.
Ferðalög Bílaleigur Tónlist Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira