Stefnir embættismönnum fyrir að hafa dreift myndbandi af morði dóttur sinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 09:45 Bianca var myrt fyrir tveimur árum síðan af kærastanum sínum en þau voru á leiðinni heim af tónleikum í Queens. Getty/Spencer Platt Móðir sautján ára gamallar stúlku, sem var myrt árið 2019, hefur stefnt opinberum embættismönnum í New York fyrir að hafa deilt myndbandi, þar sem stúlkan sást stunda kynlíf og var síðar myrt, með fjölmiðlum. Morðið á Biöncu Devins, sem var aðeins sautján ára gömul, vakti mikla athygli eftir að morðingi hennar deildi myndum sem sýndu morðið á samfélagsmiðlum. Hann hafði tekið morðið upp a myndband en áður en hann myrti hana höfðu þau sofið saman og morðinginn tekið það upp á myndband sömuleiðis. Fjölskylda Devins segir nú að opinberir embættismenn hafi deilt myndbandinu, sem morðinginn tók upp, með framleiðsluteymi sem vinnur að gerð heimildamyndar um morðið. Fjölskyldan hefur stefnt stjórnarumdæminu Oneida í New York fylki og opinberum embættismönnum í sýslunni, þar á meðal Scott McNamara, héraðssaksóknara. Í stefnunni segir að hinir stefndu hafi verið óréttlátir gagnvart fórnarlambinu með því að hafa deilt sönnunargögnum með fjölmiðlum, sem ætla að fjalla um málið. Þá segir í stefnunni að Kimberly Devins, móðir Biöncu, hafi verið viti sínu fjær þegar hún komst að því að myndbandinu sem Brandon Clark, morðingi Biöncu, tók upp hafi verið deilt. Hún hræðist nú að myndefni af þeim stunda kynlíf muni fara í dreifingu á netinu eins og myndefni af morðinu sjálfu gerði á sínum tíma. Þá eru embættismennirnir sakaðir um að hafa brotið alríkislög um dreifingu barnakláms, þar sem hluti af myndefninu sýni Biöncu og Brandon Clark sofa saman áður en hann myrðir hana. Nettröll senda móðurinni ennþá myndir af líki dóttur hennar Bianca Devins var myrt í júlí 2019 af Clark, sem þá var 21 árs. Þau voru í bíl á leiðinni heim eftir tónleika í Queens í New York þegar Clark stakk hana með eggvopni. Hann tók upp myndband af morðinu og birti grafískar myndir af líki Biöncu á samfélagsmiðlum, til dæmis Snapchat og Instagram, auk þess sem hann deildi myndunum á spjallrás á Discord, sem vinir hennar notuðu. Hann gerði tilraun til að taka eigið líf eftir morðið en lifði þá tilraun af. Hann var sakfelldur fyrir morðið og dæmmdur í 25 ára fangelsi í mars á þessu ári. Myndirnar sem Clark deildi á samfélagsmiðlum fóru eins og eldur í sinu um internetið í kjölfar morðsins. Það varð til þess að fjöldi fólks fylgdi þeim báðum á Instagram og nettröll nýttu sér tækifærið og bjuggu til Instagram-síður, undir nafni Clarks og Biöncu, og deildu myndum af morðinu. Að sögn Kimberly Devins sækja nettröll en á hana og senda henni grafískar myndir af líki dóttur hennar. Bandaríkin Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Morðið á Biöncu Devins, sem var aðeins sautján ára gömul, vakti mikla athygli eftir að morðingi hennar deildi myndum sem sýndu morðið á samfélagsmiðlum. Hann hafði tekið morðið upp a myndband en áður en hann myrti hana höfðu þau sofið saman og morðinginn tekið það upp á myndband sömuleiðis. Fjölskylda Devins segir nú að opinberir embættismenn hafi deilt myndbandinu, sem morðinginn tók upp, með framleiðsluteymi sem vinnur að gerð heimildamyndar um morðið. Fjölskyldan hefur stefnt stjórnarumdæminu Oneida í New York fylki og opinberum embættismönnum í sýslunni, þar á meðal Scott McNamara, héraðssaksóknara. Í stefnunni segir að hinir stefndu hafi verið óréttlátir gagnvart fórnarlambinu með því að hafa deilt sönnunargögnum með fjölmiðlum, sem ætla að fjalla um málið. Þá segir í stefnunni að Kimberly Devins, móðir Biöncu, hafi verið viti sínu fjær þegar hún komst að því að myndbandinu sem Brandon Clark, morðingi Biöncu, tók upp hafi verið deilt. Hún hræðist nú að myndefni af þeim stunda kynlíf muni fara í dreifingu á netinu eins og myndefni af morðinu sjálfu gerði á sínum tíma. Þá eru embættismennirnir sakaðir um að hafa brotið alríkislög um dreifingu barnakláms, þar sem hluti af myndefninu sýni Biöncu og Brandon Clark sofa saman áður en hann myrðir hana. Nettröll senda móðurinni ennþá myndir af líki dóttur hennar Bianca Devins var myrt í júlí 2019 af Clark, sem þá var 21 árs. Þau voru í bíl á leiðinni heim eftir tónleika í Queens í New York þegar Clark stakk hana með eggvopni. Hann tók upp myndband af morðinu og birti grafískar myndir af líki Biöncu á samfélagsmiðlum, til dæmis Snapchat og Instagram, auk þess sem hann deildi myndunum á spjallrás á Discord, sem vinir hennar notuðu. Hann gerði tilraun til að taka eigið líf eftir morðið en lifði þá tilraun af. Hann var sakfelldur fyrir morðið og dæmmdur í 25 ára fangelsi í mars á þessu ári. Myndirnar sem Clark deildi á samfélagsmiðlum fóru eins og eldur í sinu um internetið í kjölfar morðsins. Það varð til þess að fjöldi fólks fylgdi þeim báðum á Instagram og nettröll nýttu sér tækifærið og bjuggu til Instagram-síður, undir nafni Clarks og Biöncu, og deildu myndum af morðinu. Að sögn Kimberly Devins sækja nettröll en á hana og senda henni grafískar myndir af líki dóttur hennar.
Bandaríkin Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira