Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 11:27 Lögregluyfirvöld í Kólumbíu segja fyrrverandi starfsmann haítíska dómsmálaráðuneytisins hafa fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta landsins. EPA/Orlando Barria Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. Lögregluyfirvöld í Haítí rannsaka morðið í samstarfi við lögregluna í Kólumbíu og Interpol. Þau segja frumrannsókn málsins benda til þess að Joseph Felix Badio, fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins, hafi fyrirskipað morðið þremur dögum áður en Moise var myrtur. Fréttastofa Reuters greinir frá. Þetta sagði Jorge Vargas, yfirlögregluþjónn í Kólumbíu í hljóðskilaboðum sem hann sendi á fjölmiðla. Fjölmiðlum vestanhafs hefur ekki tekist að ná sambandi við Badio og ekki er vitað hvar hann er niðurkominn. Að sögn Vargas kom í ljós við rannsókn málsins að Badio hafði skipað kólumbísku hermönnunum fyrrverandi, þeim Duberney Capador og German Rivera, að ráða Moise af dögum. „Nokkum dögum áður, þremur teljum við, sagði Joseph Felix Badio, sem er fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins og vann gegn spillingu í ráðuneytinu, þeim Capador og Rivera að þeir þyrftu að ráða forsetann á Haítí af dögum,“ sagði Vargas. Vargas útskýrði þetta ekkert frekar og greindi ekki frá því hvaðan þessar upplýsingar fengust. Capador var banað af haítísku lögreglunni og Rivera handtekinn stuttu eftir að Moise var myrtur. Síðasta sunnudag var hinn 63 ára gamli Christian Emmanuel Sanon, sem víðast hvar var kallaður læknir frá Flórída, handtekinn af haítískum yfirvöldum en hann er sakaður um að hafa skipulagt morðið. Haítí Tengdar fréttir Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36 Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19 Ekkja forsetans lýsir atburðarásinni í fyrsta sinn Martine Moise, ekkja Jovenel Moise forseta Haítí, segir vígamenn hafa látið byssukúlum rigna yfir mann sinn á miðvikudagsmorgun og hann legið sundurskotinn í valnum. 11. júlí 2021 12:26 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Haítí rannsaka morðið í samstarfi við lögregluna í Kólumbíu og Interpol. Þau segja frumrannsókn málsins benda til þess að Joseph Felix Badio, fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins, hafi fyrirskipað morðið þremur dögum áður en Moise var myrtur. Fréttastofa Reuters greinir frá. Þetta sagði Jorge Vargas, yfirlögregluþjónn í Kólumbíu í hljóðskilaboðum sem hann sendi á fjölmiðla. Fjölmiðlum vestanhafs hefur ekki tekist að ná sambandi við Badio og ekki er vitað hvar hann er niðurkominn. Að sögn Vargas kom í ljós við rannsókn málsins að Badio hafði skipað kólumbísku hermönnunum fyrrverandi, þeim Duberney Capador og German Rivera, að ráða Moise af dögum. „Nokkum dögum áður, þremur teljum við, sagði Joseph Felix Badio, sem er fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins og vann gegn spillingu í ráðuneytinu, þeim Capador og Rivera að þeir þyrftu að ráða forsetann á Haítí af dögum,“ sagði Vargas. Vargas útskýrði þetta ekkert frekar og greindi ekki frá því hvaðan þessar upplýsingar fengust. Capador var banað af haítísku lögreglunni og Rivera handtekinn stuttu eftir að Moise var myrtur. Síðasta sunnudag var hinn 63 ára gamli Christian Emmanuel Sanon, sem víðast hvar var kallaður læknir frá Flórída, handtekinn af haítískum yfirvöldum en hann er sakaður um að hafa skipulagt morðið.
Haítí Tengdar fréttir Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36 Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19 Ekkja forsetans lýsir atburðarásinni í fyrsta sinn Martine Moise, ekkja Jovenel Moise forseta Haítí, segir vígamenn hafa látið byssukúlum rigna yfir mann sinn á miðvikudagsmorgun og hann legið sundurskotinn í valnum. 11. júlí 2021 12:26 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36
Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19
Ekkja forsetans lýsir atburðarásinni í fyrsta sinn Martine Moise, ekkja Jovenel Moise forseta Haítí, segir vígamenn hafa látið byssukúlum rigna yfir mann sinn á miðvikudagsmorgun og hann legið sundurskotinn í valnum. 11. júlí 2021 12:26