Segir samfélagsmiðla eiga þátt í „faraldri óbólusettra“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2021 13:24 Joe Biden Bandaríkjaforseti. AP/Susan Walsh) Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að eini faraldurinn sem nú geisar í Bandaríkjunum sé faraldur kórónuveirunnar meðal samlanda hans sem ekki vilji láta bólusetja sig fyrir veirunni. Hann segir athæfi samfélagsmiðlarisa á borð við Facebook spila þar stórt hlutverk. „Eini faraldurinn sem við erum að glíma við er á meðal óbólusettra,“ sagði Biden við fréttamenn í gær. Á síðustu þremur vikum hefur fjöldi daglegra kórónuveirusmita í Bandaríkjunum þrefaldast, og er að miklu leyti bundinn við óbólusetta hópa víða um landið. Yfir 90 milljónir Bandaríkjamanna sem þegar hefðu getað látið bólusetja sig hafa ekki þáð bólusetningu. Fjögur ríki þar sem bólusetningarhlutfall er lágt eiga um 40 prósent nýsmitaðra á síðustu viku. Af þeim er um helmingur frá Flórídaríki einu og sér. Samkvæmt fréttastofu AP er, þrátt fyrir uppsveiflu í faraldrinum, lítil stemning í herbúðum forsetans fyrir því að ráðast aftur í víðtækar aðgerðir með boðum og bönnum til að hefta útbreiðsluna, þar sem 161 milljón Bandaríkjamanna hefur þegar verið bólusett. Ungt fólk ólíklegra í bólusetningu Bandarísk stjórnvöld hafa staðið í ströngu við að sannfæra ungt fólk um að þiggja bólusetningu. Ungt fólk er ólíklegra til að veikjast alvarlega af Covid-19, og tölfræði vestan hafs sýnir að ungt fólk er ólíklegra til þess að vilja bólusetningu. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig beint sjónum sínum að samfélagsmiðlum, einkum og sér í lagi Facebook, sem þau segja dreifa falsfréttum og áróðri gegn bólusetningum. Biden var ómyrkur í máli um samfélagsmiðlarisana þegar hann ræddi við fréttamenn í gær. „Þau eru að drepa fólk,“ sagði Biden, og tók þannig undir orð Viveks Murthy, landlæknis Bandaríkjanna, sem sagði í fyrradag að falsfréttir um bóluefni, sem dreifist líkt og eldur í sinu um Facebook, væru alvarleg heilbrigðisógn við bandarísku þjóðina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Samfélagsmiðlar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Sjá meira
„Eini faraldurinn sem við erum að glíma við er á meðal óbólusettra,“ sagði Biden við fréttamenn í gær. Á síðustu þremur vikum hefur fjöldi daglegra kórónuveirusmita í Bandaríkjunum þrefaldast, og er að miklu leyti bundinn við óbólusetta hópa víða um landið. Yfir 90 milljónir Bandaríkjamanna sem þegar hefðu getað látið bólusetja sig hafa ekki þáð bólusetningu. Fjögur ríki þar sem bólusetningarhlutfall er lágt eiga um 40 prósent nýsmitaðra á síðustu viku. Af þeim er um helmingur frá Flórídaríki einu og sér. Samkvæmt fréttastofu AP er, þrátt fyrir uppsveiflu í faraldrinum, lítil stemning í herbúðum forsetans fyrir því að ráðast aftur í víðtækar aðgerðir með boðum og bönnum til að hefta útbreiðsluna, þar sem 161 milljón Bandaríkjamanna hefur þegar verið bólusett. Ungt fólk ólíklegra í bólusetningu Bandarísk stjórnvöld hafa staðið í ströngu við að sannfæra ungt fólk um að þiggja bólusetningu. Ungt fólk er ólíklegra til að veikjast alvarlega af Covid-19, og tölfræði vestan hafs sýnir að ungt fólk er ólíklegra til þess að vilja bólusetningu. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig beint sjónum sínum að samfélagsmiðlum, einkum og sér í lagi Facebook, sem þau segja dreifa falsfréttum og áróðri gegn bólusetningum. Biden var ómyrkur í máli um samfélagsmiðlarisana þegar hann ræddi við fréttamenn í gær. „Þau eru að drepa fólk,“ sagði Biden, og tók þannig undir orð Viveks Murthy, landlæknis Bandaríkjanna, sem sagði í fyrradag að falsfréttir um bóluefni, sem dreifist líkt og eldur í sinu um Facebook, væru alvarleg heilbrigðisógn við bandarísku þjóðina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Samfélagsmiðlar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Sjá meira