Héldu að þau yrðu örugg á Íslandi en eiginmaðurinn smitaðist samt Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2021 20:00 Laurie Vansteenkiste, gestur farsóttarhúss. Farþegi skemmtiferðaskipsins Viking Sky hefur ekki hugmynd um hvar eiginmaður hennar, einnig farþegi á skipinu, smitaðist af kórónuveirunni. Hún lætur vel af Íslandsdvölinni þrátt fyrir allt. Aðrir gestir farsóttarhússins taka í sama streng. Gestir farsóttarhússins við Rauðarárstíg reyndu margir að njóta sjaldséðrar veðurblíðunnar í höfuðborginni í gegnum galopna glugga þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þeir Jakob Þór Magnússon, Kolbeinn Tumi Gautason og Leifur Guðlaugsson eru bólusettir og allir smitaðir af Covid. Jakob og Kolbeinn hófu einangrun á miðvikudag en Leifur kom á fimmtudag. Tveir fyrrnefndu telja að þeir hafi smitast við áhorf á leik Englands og Danmerkur á Evrópumótinu í knattspyrnu á dögunum en Leifur segir að sitt smit sé alveg órakið. Þeir Jakob Þór Magnússon, Kolbeinn Tumi Gautason og Leifur Guðlaugsson eru bólusettir og allir smitaðir af Covid. Þeir dvelja nú í farsóttarhúsi, ásamt fjölda annarra í einangrun og sóttkví. Fullbólusett og heilsast vel Jökull Veigarsson og Guðrún Gígja Aradóttir voru útsett fyrir smiti á skemmtistaðnum Bankastræti club um síðustu helgi. Þau losna líklega úr sóttkví á morgun en hafa hingað til stytt sér stundir með púsluspili og hámhorfi á Grey's Anatomy. „Við erum ekki með Covid, við erum fullbólusett og heilsast vel. Þannig að allt í góðu sko,“ segir Jökull upplitsdjarfur í glugganum. Jökull og Guðrún Gígja hlakka til að losna úr sóttkví á morgun. Laurie Vansteenkiste frá Michigan Bandaríkjunum, nýkomin úr sóttkvíargöngutúr þegar fréttastofa tók hana tali, kom til Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum á laugardag með skemmtiferðaskipinu Viking Sky á laugardag. „Og svo á þriðjudag var hringt í okkur um kvöldið. Maðurinn minn greindist með Covid og þeir settu hann þá í eina káetu og ég varð eftir í káetunni okkar,“ segir Laurie. Sjálf hefur hún ekki greinst með Covid og er aðeins í sóttkví. Laurie hefur ekki hugmynd um hvar eiginmaðurinn smitaðist. Þau hjónin hafa nú verið fullbólusett um nokkurt skeið. „Við erum miklið ferðafólk og reiknuðum með að við yrðum örugg. Þetta hefur verið frábært. Fólkið á skipinu hefur verið frábært og fólkið hér [í farsóttarhúsi] hefur verið frábært.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst lægri Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Sjá meira
Gestir farsóttarhússins við Rauðarárstíg reyndu margir að njóta sjaldséðrar veðurblíðunnar í höfuðborginni í gegnum galopna glugga þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þeir Jakob Þór Magnússon, Kolbeinn Tumi Gautason og Leifur Guðlaugsson eru bólusettir og allir smitaðir af Covid. Jakob og Kolbeinn hófu einangrun á miðvikudag en Leifur kom á fimmtudag. Tveir fyrrnefndu telja að þeir hafi smitast við áhorf á leik Englands og Danmerkur á Evrópumótinu í knattspyrnu á dögunum en Leifur segir að sitt smit sé alveg órakið. Þeir Jakob Þór Magnússon, Kolbeinn Tumi Gautason og Leifur Guðlaugsson eru bólusettir og allir smitaðir af Covid. Þeir dvelja nú í farsóttarhúsi, ásamt fjölda annarra í einangrun og sóttkví. Fullbólusett og heilsast vel Jökull Veigarsson og Guðrún Gígja Aradóttir voru útsett fyrir smiti á skemmtistaðnum Bankastræti club um síðustu helgi. Þau losna líklega úr sóttkví á morgun en hafa hingað til stytt sér stundir með púsluspili og hámhorfi á Grey's Anatomy. „Við erum ekki með Covid, við erum fullbólusett og heilsast vel. Þannig að allt í góðu sko,“ segir Jökull upplitsdjarfur í glugganum. Jökull og Guðrún Gígja hlakka til að losna úr sóttkví á morgun. Laurie Vansteenkiste frá Michigan Bandaríkjunum, nýkomin úr sóttkvíargöngutúr þegar fréttastofa tók hana tali, kom til Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum á laugardag með skemmtiferðaskipinu Viking Sky á laugardag. „Og svo á þriðjudag var hringt í okkur um kvöldið. Maðurinn minn greindist með Covid og þeir settu hann þá í eina káetu og ég varð eftir í káetunni okkar,“ segir Laurie. Sjálf hefur hún ekki greinst með Covid og er aðeins í sóttkví. Laurie hefur ekki hugmynd um hvar eiginmaðurinn smitaðist. Þau hjónin hafa nú verið fullbólusett um nokkurt skeið. „Við erum miklið ferðafólk og reiknuðum með að við yrðum örugg. Þetta hefur verið frábært. Fólkið á skipinu hefur verið frábært og fólkið hér [í farsóttarhúsi] hefur verið frábært.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst lægri Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Sjá meira