Engar skýringar á skriðuhruni í Hágöngum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2021 20:48 Sjónarvottar segja skriðurnar hafa fallið klukkustundum saman. Stefán Guðmundsson Skriður féllu í Hágöngum, yst í Kinnarfjöllum, í Skjálfanda í gærkvöldi. Sjónarvottar sem staddir voru í Flatey segja að skriðurnar hafi fallið klukkustundum saman og að miklar drunur hafi fylgt þeim. Veðurfræðingur hjá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands, segist engar skýringar hafa fyrir skriðunum. „Þetta fellur þarna fram í sjó og verður svolítil hrúga í fjörunni. Þannig að við höfum svo sem engar skýringar á þessu, það var enginn snjór þarna fyrir ofan sem var að bráðna eða eitthvað sérstakt sem maður sér. Þetta virðist bara vera eðlilegt hrun í þessum bröttu fjöllum sem verður alltaf af og til,“ segir Sveinn Brynjólfsson, veðurfræðingur hjá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Hann segir svona skriður vera algengari þegar eitthvað kemur þeim af stað en þær geti vel farið af stað sjálfar. Heill hellingur af grjóti.Stefán Guðmundsson „Það er mjög algengt að það hrynji í svona bröttu fjalli. Þetta eru bara klettar og skriðurnar fara bara fram í sjó, það er ekkert undirlendi þarna. Það er mjög algengt alls staðar þar sem þannig er, að það sé að hrynja en menn verða ekkert alltaf varir við þetta,“ segir Sveinn. Kyrrðin og veðurblíðan hafi orðið til þess að fólk úti í Flatey hafi orðið vart við skriðurnar. „Þarna er þetta bara svo nærri Flatey að menn heyrðu þetta og sáu vel. Af því að það var svo kyrrt og bjart,“ segir Sveinn. Stefán Guðmundsson, forstjóri Gentle Giants, var staddur í Flatey í gær þar sem hann sá vel til skriðanna. Hann sagði í samtali við Vísi í hádeginu að enn féllu skriður úr fjallinu. Sveinn telur ekki ólíklegt að bergstykki hafi hrunið úr fjallinu og komið skriðunni af stað. „Það virðist vera að það sé þarna dálítið stykki sem að fer en það virðist ekki vera ofarlega í fjallinu, það virðist hafa verið frekar neðarlega sem að þetta fer af stað. Þá er ekkert ólíklegt að það hafi verið eitthvað bergstykki sem var að hruni komið og bergið hafi sprungið og veðrast með tíð og tíma.“ Stefán Guðmundsson Norðurþing Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
„Þetta fellur þarna fram í sjó og verður svolítil hrúga í fjörunni. Þannig að við höfum svo sem engar skýringar á þessu, það var enginn snjór þarna fyrir ofan sem var að bráðna eða eitthvað sérstakt sem maður sér. Þetta virðist bara vera eðlilegt hrun í þessum bröttu fjöllum sem verður alltaf af og til,“ segir Sveinn Brynjólfsson, veðurfræðingur hjá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Hann segir svona skriður vera algengari þegar eitthvað kemur þeim af stað en þær geti vel farið af stað sjálfar. Heill hellingur af grjóti.Stefán Guðmundsson „Það er mjög algengt að það hrynji í svona bröttu fjalli. Þetta eru bara klettar og skriðurnar fara bara fram í sjó, það er ekkert undirlendi þarna. Það er mjög algengt alls staðar þar sem þannig er, að það sé að hrynja en menn verða ekkert alltaf varir við þetta,“ segir Sveinn. Kyrrðin og veðurblíðan hafi orðið til þess að fólk úti í Flatey hafi orðið vart við skriðurnar. „Þarna er þetta bara svo nærri Flatey að menn heyrðu þetta og sáu vel. Af því að það var svo kyrrt og bjart,“ segir Sveinn. Stefán Guðmundsson, forstjóri Gentle Giants, var staddur í Flatey í gær þar sem hann sá vel til skriðanna. Hann sagði í samtali við Vísi í hádeginu að enn féllu skriður úr fjallinu. Sveinn telur ekki ólíklegt að bergstykki hafi hrunið úr fjallinu og komið skriðunni af stað. „Það virðist vera að það sé þarna dálítið stykki sem að fer en það virðist ekki vera ofarlega í fjallinu, það virðist hafa verið frekar neðarlega sem að þetta fer af stað. Þá er ekkert ólíklegt að það hafi verið eitthvað bergstykki sem var að hruni komið og bergið hafi sprungið og veðrast með tíð og tíma.“ Stefán Guðmundsson
Norðurþing Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira