Sambandsdeildin fær jákvæð viðbrögð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2021 12:01 FH er komið áfram í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir sigur á írska liðinu Sligo Rovers í fyrstu umferð. Hér sést Steven Lennon fagna marki sínu gegn liðinu ytra. Eóin Noonan/Getty Images Sambandsdeild Evrópu er ný Evrópukeppni innan knattspyrnuflóru álfunnar. Önnur umferð undankeppninnar hefst í vikunni og Ísland á þrjá fulltrúa þar: Val, FH og Breiðablik. The Guardian fjallar um keppnina sem er á sínu fyrsta tímabili. Hún er í skugganum af Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni en það virðist þó sem mikil ánægja sé með keppnina til þessa. Spilar verðlaunafé keppninnar þar inn í. Keppninni er ætlað að veita meira jafnvægi og gefa liðum frá smærri þjóðum – líkt og Íslandi – betri möguleika á að komast langt í Evrópu. „Við erum með 55 aðildarþjóðir og það er mikilvægt að gefa félögum frá sem flestum knattspyrnusamböndum möguleika á að komast langt í Evrópu,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA er Sambandsdeildin var sett á laggirnar. Tommy Higgins, formaður Sligo Rovers – sem FH sló út, er mjög ánægður með fyrirkomulag keppninnar. „Þetta er ekki bara áróður, keppnin hjálpar liðum frá því sem kalla má minni þjóðir. Það gefur aukinn möguleika á að fara langt í Evrópu og þó liðin komist ekki alla leið í riðlakeppnina þá getur það skipt sköpum að fara í gegnum eina eða tvær umferðir í undankeppninni. Ég hef ekkert slæmt að segja um keppnina,“ segir Higgins í frétt The Guardian. FH sló Sligo hins vegar út og mætir norska stórliðinu Rosenborg í næstu umferð. FH fékk 200 þúsund pund fyrir að komast áfram í 2. umferð keppninnar eða um 34 milljónir íslenskra króna. Norsk félög voru meðal þeirra sem kvörtuðu hvað mest yfir breytingum á fyrirkomulagi Evrópukeppna er tilkynnt var að UEFA ætlaði að stofna Sambandsdeildina, C-deild Evrópukeppna. Þau þögnuðu fljótt þegar þau sáu að verðlaunaféð var mjög svipað og í Evrópudeildinni. Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni er 2. umferð Sambandsdeildarinnar hefst á fimmtudaginn. Breiðablik heldur til Austurríkis og mætir Austria Vín, Íslandsmeistarar Vals fá Noregsmeistara Bodø/Glimt í heimsókn og FH mætir Rosenborg. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
The Guardian fjallar um keppnina sem er á sínu fyrsta tímabili. Hún er í skugganum af Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni en það virðist þó sem mikil ánægja sé með keppnina til þessa. Spilar verðlaunafé keppninnar þar inn í. Keppninni er ætlað að veita meira jafnvægi og gefa liðum frá smærri þjóðum – líkt og Íslandi – betri möguleika á að komast langt í Evrópu. „Við erum með 55 aðildarþjóðir og það er mikilvægt að gefa félögum frá sem flestum knattspyrnusamböndum möguleika á að komast langt í Evrópu,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA er Sambandsdeildin var sett á laggirnar. Tommy Higgins, formaður Sligo Rovers – sem FH sló út, er mjög ánægður með fyrirkomulag keppninnar. „Þetta er ekki bara áróður, keppnin hjálpar liðum frá því sem kalla má minni þjóðir. Það gefur aukinn möguleika á að fara langt í Evrópu og þó liðin komist ekki alla leið í riðlakeppnina þá getur það skipt sköpum að fara í gegnum eina eða tvær umferðir í undankeppninni. Ég hef ekkert slæmt að segja um keppnina,“ segir Higgins í frétt The Guardian. FH sló Sligo hins vegar út og mætir norska stórliðinu Rosenborg í næstu umferð. FH fékk 200 þúsund pund fyrir að komast áfram í 2. umferð keppninnar eða um 34 milljónir íslenskra króna. Norsk félög voru meðal þeirra sem kvörtuðu hvað mest yfir breytingum á fyrirkomulagi Evrópukeppna er tilkynnt var að UEFA ætlaði að stofna Sambandsdeildina, C-deild Evrópukeppna. Þau þögnuðu fljótt þegar þau sáu að verðlaunaféð var mjög svipað og í Evrópudeildinni. Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni er 2. umferð Sambandsdeildarinnar hefst á fimmtudaginn. Breiðablik heldur til Austurríkis og mætir Austria Vín, Íslandsmeistarar Vals fá Noregsmeistara Bodø/Glimt í heimsókn og FH mætir Rosenborg.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira