Breski fjölmiðillinn Daily Mail hefur það þá eftir talsmanni liðs hans, sem fjölmiðill segir heldur ekki hvert er, að leikmaðurinn hafi verið leystur frá störfum á meðan lögregla rannsakar málið. Hann er í byrjunarliði liðsins og The Mirror segir hann einnig reyndan landsliðsmann í sínu heimalandi.
„Við munum halda áfram að aðstoða yfirvöld í rannsókn sinni á málinu en munum ekki tjá okkur frekar um málið á þessum tímapunkti,“ er haft eftir talsmanni liðsins.
Leikmaðurinn var handtekinn síðasta föstudag af lögreglunni í Manchester áður en honum var síðan sleppt gegn tryggingu.
Miðillinn The Sun fjallar einnig um málið en nafngreinir leikmanninn ekki. Miðillinn hefur það þó eftir heimildarmanni sínum að lögregla hafi leitað á heimili mannsins og gert nokkra hluti þar upptæka.