Lögreglan lagði hald á reiðhjól og rafmagnshlaupahjól sem mögulegt þýfi í skúrnum.
Að öðru leiti var gærkvöldið og nóttin róleg hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vænta má að hún fagni því eftir erilsama síðustu daga.
Þó var eitthvað um umferðarlagabrot að vanda. Í miðbænum var einn ökumaður stöðvaður og reyndist vera án ökuréttinda og annar sem hafði ekið gatnamót gegn rauðu ljósi.
Í Garðabæ var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.