Gagnaverið: Samfélagsmiðlar, áróður og falsfréttir Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júlí 2021 13:49 María Rut Kristinsdóttir er gestur í nýjasta þætti hlaðvarpsins Gagnaverið. Í þættinum ræðir hún um pólitíska hlið samfélagsmiðla. Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið er haldið áfram að fjalla um samfélagsmiðla. Um er að ræða þriðja og næst síðasta þáttinn um þetta málefni og var farið yfir pólitísku hlið samfélagsmiðlanna. Fjallað er um Cambridge Analytica skandalinn svokallaða sem átti sér stað í kringum forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Cambridge Analytica er breskt fyrirtæki sem sinnti rannsóknarvinnu í pólitískum tilgangi og vann við vissar hliðar kosningabaráttu. Fyrirtækið hannaði persónuleikapróf sem ætlað var til notkunar innan Cambridge háskóla en lak síðan út á Facebook. Þeir sem tóku prófið veittu aðgang að Facebook reikningi sínum og þannig var hægt að safna saman alls kyns upplýsingum um notendur. Þannig tókst fyrirtækinu að afla sér persónulegra upplýsinga um alls 87 milljónir Bandaríkjamanna. Út frá þessum upplýsingum útbjó fyrirtækið persónuleikamódel sem Donald Trump notaði til þess að hafa áhrif á kosningahegðun fólks með því að nýta sér sálræna veikleika þeirra. Fyrirtækið var lagt niður eftir að þetta kom í ljós. Þáttastjórnendur benda hlustendum á heimildarmyndina The Great Hack sem fjallar um Cambridge Analytica skandalinn. Í þættinum er jafnframt sagt frá því að Trump hafi ekki verið sá fyrsti til þess að nýta sér bakdyraleið samfélagsmiðla til þess að ná til kjósenda. Barack Obama hafi til að mynda nýtt sér upplýsingar kjósenda á samfélagsmiðlum í sinni baráttu, en þó aðeins þær upplýsingar sem voru aðgengilegar öllum. Í þættinum var rætt við Maríu Rut Kristinsdóttur, aðstoðarmann Þorgerðar Katrínar, sem hefur verið dugleg við að fræða almenning um stjórnmál á samfélagsmiðlum. Hún ræðir meðal annars um popúlisma og hvernig hægt sé að búa til ótta í gegnum áróður og falsfréttir. Það sé tækni sem margir hafi nýtt sér til þess að ná völdum. Þar nefnir hún Brexit og kjör Donalds Trump sem dæmi. Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpsþáttinn Gagnaverið í heild sinni. Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Gagnaverið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Spjótunum beint að þeim í nokkra mánuði og svo gleyma allir Hvað er „cancel culture“ og hvaða áhrif hefur hún? Er þetta yfir höfuð til? Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Gagnaverið er rætt um samfélagsmiðla. 9. júní 2021 10:31 „Áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið“ Hlaðvarpið Gagnaverið ætlar að birta þrjá ítarlega þætti um samfélagsmiðla og áhrif þeirra, allt frá Myspace yfir í Onlyfans. Í fyrsta hlutanum var rætt við Arnór Stein Ívarsson félagsfræðing og þáttastjórnanda hjá Tölvuleikjaspjallinu. 1. maí 2021 10:00 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Fjallað er um Cambridge Analytica skandalinn svokallaða sem átti sér stað í kringum forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Cambridge Analytica er breskt fyrirtæki sem sinnti rannsóknarvinnu í pólitískum tilgangi og vann við vissar hliðar kosningabaráttu. Fyrirtækið hannaði persónuleikapróf sem ætlað var til notkunar innan Cambridge háskóla en lak síðan út á Facebook. Þeir sem tóku prófið veittu aðgang að Facebook reikningi sínum og þannig var hægt að safna saman alls kyns upplýsingum um notendur. Þannig tókst fyrirtækinu að afla sér persónulegra upplýsinga um alls 87 milljónir Bandaríkjamanna. Út frá þessum upplýsingum útbjó fyrirtækið persónuleikamódel sem Donald Trump notaði til þess að hafa áhrif á kosningahegðun fólks með því að nýta sér sálræna veikleika þeirra. Fyrirtækið var lagt niður eftir að þetta kom í ljós. Þáttastjórnendur benda hlustendum á heimildarmyndina The Great Hack sem fjallar um Cambridge Analytica skandalinn. Í þættinum er jafnframt sagt frá því að Trump hafi ekki verið sá fyrsti til þess að nýta sér bakdyraleið samfélagsmiðla til þess að ná til kjósenda. Barack Obama hafi til að mynda nýtt sér upplýsingar kjósenda á samfélagsmiðlum í sinni baráttu, en þó aðeins þær upplýsingar sem voru aðgengilegar öllum. Í þættinum var rætt við Maríu Rut Kristinsdóttur, aðstoðarmann Þorgerðar Katrínar, sem hefur verið dugleg við að fræða almenning um stjórnmál á samfélagsmiðlum. Hún ræðir meðal annars um popúlisma og hvernig hægt sé að búa til ótta í gegnum áróður og falsfréttir. Það sé tækni sem margir hafi nýtt sér til þess að ná völdum. Þar nefnir hún Brexit og kjör Donalds Trump sem dæmi. Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpsþáttinn Gagnaverið í heild sinni. Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall.
Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall.
Gagnaverið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Spjótunum beint að þeim í nokkra mánuði og svo gleyma allir Hvað er „cancel culture“ og hvaða áhrif hefur hún? Er þetta yfir höfuð til? Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Gagnaverið er rætt um samfélagsmiðla. 9. júní 2021 10:31 „Áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið“ Hlaðvarpið Gagnaverið ætlar að birta þrjá ítarlega þætti um samfélagsmiðla og áhrif þeirra, allt frá Myspace yfir í Onlyfans. Í fyrsta hlutanum var rætt við Arnór Stein Ívarsson félagsfræðing og þáttastjórnanda hjá Tölvuleikjaspjallinu. 1. maí 2021 10:00 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Spjótunum beint að þeim í nokkra mánuði og svo gleyma allir Hvað er „cancel culture“ og hvaða áhrif hefur hún? Er þetta yfir höfuð til? Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Gagnaverið er rætt um samfélagsmiðla. 9. júní 2021 10:31
„Áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið“ Hlaðvarpið Gagnaverið ætlar að birta þrjá ítarlega þætti um samfélagsmiðla og áhrif þeirra, allt frá Myspace yfir í Onlyfans. Í fyrsta hlutanum var rætt við Arnór Stein Ívarsson félagsfræðing og þáttastjórnanda hjá Tölvuleikjaspjallinu. 1. maí 2021 10:00