Leigjendur fá stórfellda lækkun hjá Bjargi: Setur þrýsting á önnur leigufélög Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. júlí 2021 19:00 Dæmi um lækkanir á leigu hjá Íbúðafélaginu Bjargi. Vísir/Ragnar Íbúðafélagið Bjarg hyggst lækka leigu hjá öllum leigutökum sínum um tíu til fimmtán prósent. Framkvæmdastjóri félagsins segir það hægt vegna nýrra hagkvæmari lána. Félagsmálaráðherra telur þetta setja þrýsting á önnur félög að lækka leigu. Íbúðafélagið Bjarg hefur gert langtímasamning við Húsnæðis-og mannvirkjastofnun um ný lán til að fjármagna uppbyggingu á þúsund nýjum íbúðum og fimm hundruð íbúðum sem þegar hafa verið byggðar. Skrifað var undir samning þess efnis milli íbúðafélagsins Bjargs, Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar og Félagsmálaráðuneytisins í morgun. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar, Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra, Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs og Ragnar Þór Ingólfsson varaformaður Bjargs. Vísir/Berghildur Björn Traustason framkvæmdastjóri félagsins segir að með nýjum samningi sé hægt að lækka leigu. „Þetta er samningur sem hleypur á milljörðum, hann gerir okkur kleift að hefja stórar framkvæmdir og hefur áhrif á það sem við höfum þegar byggt. Þar sem um er að ræða mun hagkvæmari lán en við höfum haft getum við lækkað leigu hjá öllum leigutökum. Bjarg er óhagnaðardrifið íbúðafélag þannig að við skilum öllu því hagræði sem við fáum í rekstri til leigutaka. Þannig getur leiga lækkað um allt að fjörutíu þúsund krónur á íbúð þ.e. þar sem um er að ræða stærstu íbúðirnar,“ segir Björn. Gerir ekki ráð fyrir hækkun á næstu árum Björn segir að ekki sé gert ráð fyrir hækkun á leigu á næstu árum. „Vextirnir á þessum nýju lánum sem við fengum eru fastir í tíu ár. Það þýðir að við erum búin að festa leiguverðið í tíu ár nema fasteignagjöld og annað hækki á tímabilinu,“ segir Björn. Bjarg hefur hefur þegar lækkað leigu hjá 124 leigutökum að Móavegi 2-12 og ætlar að lækka leigu hjá hundruðum annarra þann 1. september. Samvkæmt upplýsingum fréttastofu lækkar mánaðargreiðsla á 2 herbergja íbúð um tæpar sextán þúsund krónur á mánuði, þriggja herbergja um rúmar 22 þúsund krónur og um tæpar 25 þúsund krónur á 4 herbergja íbúð hjá félaginu. Skora á önnur leigufélög að deila ávinningi með leigutökum Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir aðspurður að þetta setji þrýsting á önnur leigufélög að lækka leigu. „Tvímælalaust mun það gera það. Þetta er í fyrsta sinn sem við látum lægri vexti renna beint til leigjenda. Það gerist með félögum eins og Bjargi sem tryggja að allur hagnaður rennur beint til leigutakans en ekki leigusalans,“ segir Ásmundur. Ragnar Þór Ingólfsson varaformaður Bjargs hvetur önnur íbúða-og eða leigufélög til að lækka leigu. „Ég skora á stór leigufélög eins og Ölmu og Heimavelli að skila ávinningnum af vaxtalækkunum sem hafa verið í gangi til leigutaka sinna. Félögin hafa flest verið að endurfjármagna til að fá lægri vexti og þau eiga skila ávinningnum af því til leigutaka líka,“ segir Ragnar. Húsnæðismál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Leigumarkaður Tengdar fréttir Kaupa leigufélagið Ölmu á ellefu milljarða Eignarhaldsfélagið Langisjór, sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna, hefur fest kaup á öllu hlutafé í leigufélaginu Ölmu. 24. febrúar 2021 07:55 Samhæfðar aðgerðir í húsnæðismálum að skila árangri Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaði með samþættu átaki stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. 27. nóvember 2019 12:09 Bjarg byggir en Brynja má ekki kaupa hús Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi í skipulags- og samgönguráði, segir endurreisn verkamannabústaðakerfisins í Reykjavík í fullum gangi með að veita Bjargi, íbúðafélagi, lóðir til byggingar um 630 íbúða í borginni. 27. mars 2019 06:00 Nýjar tillögur geti lækkað leiguverð um allt að 30 þúsund krónur Formaður ASÍ ræddi um tillögur átakshóps í húsnæðismálum í Sprengisandi í dag. 27. janúar 2019 13:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Íbúðafélagið Bjarg hefur gert langtímasamning við Húsnæðis-og mannvirkjastofnun um ný lán til að fjármagna uppbyggingu á þúsund nýjum íbúðum og fimm hundruð íbúðum sem þegar hafa verið byggðar. Skrifað var undir samning þess efnis milli íbúðafélagsins Bjargs, Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar og Félagsmálaráðuneytisins í morgun. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar, Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra, Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs og Ragnar Þór Ingólfsson varaformaður Bjargs. Vísir/Berghildur Björn Traustason framkvæmdastjóri félagsins segir að með nýjum samningi sé hægt að lækka leigu. „Þetta er samningur sem hleypur á milljörðum, hann gerir okkur kleift að hefja stórar framkvæmdir og hefur áhrif á það sem við höfum þegar byggt. Þar sem um er að ræða mun hagkvæmari lán en við höfum haft getum við lækkað leigu hjá öllum leigutökum. Bjarg er óhagnaðardrifið íbúðafélag þannig að við skilum öllu því hagræði sem við fáum í rekstri til leigutaka. Þannig getur leiga lækkað um allt að fjörutíu þúsund krónur á íbúð þ.e. þar sem um er að ræða stærstu íbúðirnar,“ segir Björn. Gerir ekki ráð fyrir hækkun á næstu árum Björn segir að ekki sé gert ráð fyrir hækkun á leigu á næstu árum. „Vextirnir á þessum nýju lánum sem við fengum eru fastir í tíu ár. Það þýðir að við erum búin að festa leiguverðið í tíu ár nema fasteignagjöld og annað hækki á tímabilinu,“ segir Björn. Bjarg hefur hefur þegar lækkað leigu hjá 124 leigutökum að Móavegi 2-12 og ætlar að lækka leigu hjá hundruðum annarra þann 1. september. Samvkæmt upplýsingum fréttastofu lækkar mánaðargreiðsla á 2 herbergja íbúð um tæpar sextán þúsund krónur á mánuði, þriggja herbergja um rúmar 22 þúsund krónur og um tæpar 25 þúsund krónur á 4 herbergja íbúð hjá félaginu. Skora á önnur leigufélög að deila ávinningi með leigutökum Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir aðspurður að þetta setji þrýsting á önnur leigufélög að lækka leigu. „Tvímælalaust mun það gera það. Þetta er í fyrsta sinn sem við látum lægri vexti renna beint til leigjenda. Það gerist með félögum eins og Bjargi sem tryggja að allur hagnaður rennur beint til leigutakans en ekki leigusalans,“ segir Ásmundur. Ragnar Þór Ingólfsson varaformaður Bjargs hvetur önnur íbúða-og eða leigufélög til að lækka leigu. „Ég skora á stór leigufélög eins og Ölmu og Heimavelli að skila ávinningnum af vaxtalækkunum sem hafa verið í gangi til leigutaka sinna. Félögin hafa flest verið að endurfjármagna til að fá lægri vexti og þau eiga skila ávinningnum af því til leigutaka líka,“ segir Ragnar.
Húsnæðismál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Leigumarkaður Tengdar fréttir Kaupa leigufélagið Ölmu á ellefu milljarða Eignarhaldsfélagið Langisjór, sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna, hefur fest kaup á öllu hlutafé í leigufélaginu Ölmu. 24. febrúar 2021 07:55 Samhæfðar aðgerðir í húsnæðismálum að skila árangri Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaði með samþættu átaki stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. 27. nóvember 2019 12:09 Bjarg byggir en Brynja má ekki kaupa hús Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi í skipulags- og samgönguráði, segir endurreisn verkamannabústaðakerfisins í Reykjavík í fullum gangi með að veita Bjargi, íbúðafélagi, lóðir til byggingar um 630 íbúða í borginni. 27. mars 2019 06:00 Nýjar tillögur geti lækkað leiguverð um allt að 30 þúsund krónur Formaður ASÍ ræddi um tillögur átakshóps í húsnæðismálum í Sprengisandi í dag. 27. janúar 2019 13:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Kaupa leigufélagið Ölmu á ellefu milljarða Eignarhaldsfélagið Langisjór, sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna, hefur fest kaup á öllu hlutafé í leigufélaginu Ölmu. 24. febrúar 2021 07:55
Samhæfðar aðgerðir í húsnæðismálum að skila árangri Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaði með samþættu átaki stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. 27. nóvember 2019 12:09
Bjarg byggir en Brynja má ekki kaupa hús Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi í skipulags- og samgönguráði, segir endurreisn verkamannabústaðakerfisins í Reykjavík í fullum gangi með að veita Bjargi, íbúðafélagi, lóðir til byggingar um 630 íbúða í borginni. 27. mars 2019 06:00
Nýjar tillögur geti lækkað leiguverð um allt að 30 þúsund krónur Formaður ASÍ ræddi um tillögur átakshóps í húsnæðismálum í Sprengisandi í dag. 27. janúar 2019 13:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent