Annar hinna smituðu er rakinn til veitingastaðar síðastliðinn miðvikudag og er búið að hafa samband við alla útsetta og smitrakningu lokið. Hitt smitið kom upp í dag en samkvæmt færslu sem skrifuð var á Facebook síðu hátíðarinnar nær smitmengi þess aðila einungis til sunnudags og að þeir sem séu útsettir hafi verið settir í sóttkví.
„Ekki er um hópsmit að ræða en við munum að sjálfsögðu miðla þeim upplýsingum áfram sem við kunnum að fá í framhaldinu,“ segir í færslunni.
Skipuleggjendur hvetja alla gesti hátíðarinnar til að fylgjast með einkennum og fara í skimun ef einhver einkenni koma í ljós.