Everton staðfesti komu markvarðarins Asmir Begović og vængmannsins Andros Townsend í gær. Demarai Gray er næsti leikmaður inn um hurðina hjá félaginu en ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano staðfesti það á Twitter-síðu sinni í dag.
Hinn 25 ára gamli Gray kemur til Everton frá Bayer Leverkusen en hann samdi við félagið í janúar á þessu ári eftir fimm ár í herbúðum Leicester City.
Done deal and confirmed. Demarai Gray has completed his medical as new Everton player - contract signed until June 2024. Bayer Leverkusen will receive around 2m. #EFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 21, 2021
There will be also an option to extend Gray contract for one more season. https://t.co/JBD5wbYF0O
Gray skrifar undir þriggja ára samning, til 2024. Talið er að kaupverðið sé um tvær milljónir punda.
Gray leikur í stöðu vængmanns líkt og Townsend sem þýðir að Brasilíumaðurinn Bernard sér sæng sína upp reidda og hefur ákveðið að halda á önnur mið. Bernard er 28 ára gamall og hefur leikið með Everton frá árinu 2018.
Hann ku vera á leiðinni til Sameinuðu arabísku furstadæmanna en í janúar var hann nálægt því að semja við Al Nasr í Dúbaí.
Það virðist ljóst að Bernard hefur fengið nóg af súldinni í Englandi og vill spóka sig í heitari löndum á næstu árum.