Hannes býst við hörkuleik: Þeir slátruðu deildinni í fyrra Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2021 19:31 Hannes býst við erfiðum leik gegn sterkum andstæðingi annað kvöld. Vísir Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, hlakkar til þess að mæta sínum gömlu félögum í Bodö/Glimt frá Noregi en liðin eigast við í Sambandsdeild Evrópu að Hlíðarenda annað kvöld. „Við verðum náttúrulega bara að ná upp góðum leik, eins og alltaf þegar þú ert að spila gegn sterkum andstæðingi í Evrópukeppninni. Við erum búnir að fara vel yfir þeirra lið í dag og vitum að þetta verður mjög erfitt,“ segir Hannes. Bodö/Glimt rúllaði nokkuð óvænt yfir norsku deildina í fyrra en féll úr leik fyrir pólska liðinu Legía Varsjá í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar á dögunum, og eru þess vegna með Val í Meistaradeildinni. „Þeir slátruðu norsku deildinni í fyrra og sú deild er náttúrulega sterkari heldur en okkar. Þannig að þetta verður mjög erfiður leikur við gott lið, en þeim hefur aðeins fatast flugið síðan í fyrra þannig að það eru möguleikar í þessu.“ segir Hannes. Misjöfn spilamennska gegn Dinamo og ÍA Á meðan Bodö féll úr keppni fyrir Legía, féll Valur sömuleiðis úr keppni fyrir króatíska stórveldinu Dinamo frá Zagreb. Valsmenn töpuðu fyrri leiknum 3-2 ytra en þeim síðari 0-2 á Hlíðarenda þar sem þeir spiluðu vel og hefðu hæglega getað sett mörk í þeim leik. Hannes segir Valsmenn taka jákvæða hluti úr þeim leik. „Engin spurning. Við vorum ánægðir með frammistöðuna þar þrátt fyrir að vera svekktir með úrslitin og að leka inn marki þarna í lokin líka, þá var virkilega margt fínt í þeim leik og þar sýndum við okkur sjálfum að við getum alveg staðið í sterkum liðum. Ef við hittum á daginn okkar þá er allt hægt í þessu. En við sýndum það líka í næsta leik þar á eftir uppi á Skaga að við getum alveg dottið niður á lágt plan líka. Svo nú þurfum við að kveikja á öllu sem hægt er að kveikja á til þess að hitta á góðan leik á morgun og þá eru möguleikar í þessu.“ segir Hannes en Valur tapaði óvænt fyrir botnliði ÍA á Skipaskaga í Pepsi Max-deildinni um helgina. Klippa: Hannes Þór fyrir Bodö/Glimt Ekki sama lið og þegar Hannes var þar á mála Hannes mun mæta sínum gömlu félögum, en hann lék með Bodö á láni frá NEC í Hollandi þegar hann var að jafna sig af axlarmeiðslum í aðdraganda Evrópumótsins í Frakklandi 2016. „Ég átti mjög ánægjulegan tíma þarna. Þetta voru fjórir mánuðir þar sem ég var á láni rétt fyrir EM, svona að koma mér í fínt stand og ég kynntist þessum klúbb ágætlega. Þetta er frekar lítið lið í norska boltanum í rauninni, það er eitthvað ótrúlegt sem gerðist þarna í fyrra þar sem að þeir hafa greinilega hitt á einhverja svakalega blöndu, fara úr því að vera lið sem er kannski að rokka milli úrvalsdeildar og fyrstu deildar yfir í það allt í einu að rústa deildinni og næstum slá út AC Milan í Evrópukeppninni. Þeir hitta á eitthvað en ekki það sem maður hefði búist við þegar ég var þarna, þá var þetta bara svona lið sem er yfirleitt fyrir neðan miðju,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá að ofan. Valur og Bodö/Glimt eigast við í forkeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld klukkan 19:00 að Hlíðarenda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:45. Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Fleiri fréttir Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Sjá meira
„Við verðum náttúrulega bara að ná upp góðum leik, eins og alltaf þegar þú ert að spila gegn sterkum andstæðingi í Evrópukeppninni. Við erum búnir að fara vel yfir þeirra lið í dag og vitum að þetta verður mjög erfitt,“ segir Hannes. Bodö/Glimt rúllaði nokkuð óvænt yfir norsku deildina í fyrra en féll úr leik fyrir pólska liðinu Legía Varsjá í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar á dögunum, og eru þess vegna með Val í Meistaradeildinni. „Þeir slátruðu norsku deildinni í fyrra og sú deild er náttúrulega sterkari heldur en okkar. Þannig að þetta verður mjög erfiður leikur við gott lið, en þeim hefur aðeins fatast flugið síðan í fyrra þannig að það eru möguleikar í þessu.“ segir Hannes. Misjöfn spilamennska gegn Dinamo og ÍA Á meðan Bodö féll úr keppni fyrir Legía, féll Valur sömuleiðis úr keppni fyrir króatíska stórveldinu Dinamo frá Zagreb. Valsmenn töpuðu fyrri leiknum 3-2 ytra en þeim síðari 0-2 á Hlíðarenda þar sem þeir spiluðu vel og hefðu hæglega getað sett mörk í þeim leik. Hannes segir Valsmenn taka jákvæða hluti úr þeim leik. „Engin spurning. Við vorum ánægðir með frammistöðuna þar þrátt fyrir að vera svekktir með úrslitin og að leka inn marki þarna í lokin líka, þá var virkilega margt fínt í þeim leik og þar sýndum við okkur sjálfum að við getum alveg staðið í sterkum liðum. Ef við hittum á daginn okkar þá er allt hægt í þessu. En við sýndum það líka í næsta leik þar á eftir uppi á Skaga að við getum alveg dottið niður á lágt plan líka. Svo nú þurfum við að kveikja á öllu sem hægt er að kveikja á til þess að hitta á góðan leik á morgun og þá eru möguleikar í þessu.“ segir Hannes en Valur tapaði óvænt fyrir botnliði ÍA á Skipaskaga í Pepsi Max-deildinni um helgina. Klippa: Hannes Þór fyrir Bodö/Glimt Ekki sama lið og þegar Hannes var þar á mála Hannes mun mæta sínum gömlu félögum, en hann lék með Bodö á láni frá NEC í Hollandi þegar hann var að jafna sig af axlarmeiðslum í aðdraganda Evrópumótsins í Frakklandi 2016. „Ég átti mjög ánægjulegan tíma þarna. Þetta voru fjórir mánuðir þar sem ég var á láni rétt fyrir EM, svona að koma mér í fínt stand og ég kynntist þessum klúbb ágætlega. Þetta er frekar lítið lið í norska boltanum í rauninni, það er eitthvað ótrúlegt sem gerðist þarna í fyrra þar sem að þeir hafa greinilega hitt á einhverja svakalega blöndu, fara úr því að vera lið sem er kannski að rokka milli úrvalsdeildar og fyrstu deildar yfir í það allt í einu að rústa deildinni og næstum slá út AC Milan í Evrópukeppninni. Þeir hitta á eitthvað en ekki það sem maður hefði búist við þegar ég var þarna, þá var þetta bara svona lið sem er yfirleitt fyrir neðan miðju,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá að ofan. Valur og Bodö/Glimt eigast við í forkeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld klukkan 19:00 að Hlíðarenda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:45.
Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Fleiri fréttir Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Sjá meira