Mennirnir tveir, Isak Dewit og Haned Mahamed Abdullahi, voru vopnaðir rakvélablöðum, að því er Aftonbladet greindi frá.
Í frétt blaðsins segir að félagarnir tveir, dæmdir morðingjar, hafi krafist þess að tuttugu fangar í álmunni þar sem þeir eru alla jafna vistaðir fengu tuttugu pítsur, í skiptum fyrir að sleppa öðrum fangaverðinum.
Klukkutíma eftir að pítsurnar voru afhentar var öðrum fangaverðinum sleppt. Mennirnir tveir höfðu einnig krafist þess að fá þyrlu til þess að komast undan en við því var ekki orðið.
Rétt tæpum tíu tíum eftir að gíslatakan hófst gáfust fangarnir tveir upp eftir miklar samningaviðræður. Var seinni fangaverðinum sleppt lausum. Dewit og Abdullahi voru handteknir og er málið litið alvarlegum augum að því er segir í frétt Aftonbladet.
Þar kemur einnig fram að fangaverðirnir tveir hafi sloppið ómeiddir úr prísundinni.