Ungur breti handtekinn fyrir fjársvik í gegnum Twitter auk fleiri netglæpa Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2021 10:32 Fjölmargir heimsfrægir einstaklingar urðu fyrir barðinu á tölvuþrjótum AP/Alexander Zemlianichenko Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að 22 ára gamall breti hafi verið handtekinn á Spáni. Maðurinn er grunaður um að standa á bak við umfangsmikla tölvuárás á Twitter. Joseph James O’Connor á yfir höfði sér margvíslegar ákærur fyrir fjársvik, kúgun og áreiti á netinu. Hann er sagður vera ábyrgur fyrir umfangsmikilli tölvuárás á Twitter, sem ætlað var að svíkja fólk til að gefa fjármuni í formi rafmynta. Hinn átján ára gamli Graham Ivan Clark var samverkamaður O'Connors í árásinni en hann hefur þegar hlotið fangelsisdóm fyrir hana. Árásin var gerð í júlí í fyrra og fólst hún í að brotist var inn á Twitteraðganga fjölmargra heimsfrægra einstaklinga. Meðal þeirra sem urðu fyrir árásinni voru Joe Biden sem þá var í forsetaframboði og Elon Musk, forstjóri Tesla. Tölvuþrjótarnir notuðu aðganga fræga fólksins til að biðja almenning að leggja rafmyntir inn á reikninga, eða svokölluð rafmyntaveski, í þeirra eigu. Þeir höfðu rúmlega 120 þúsund bandaríkjadali eða um fimmtán milljónir króna, upp úr krafsinu. O'Connor er einnig grunaður um að hafa brotist inn á aðganga á samfélagsmiðlunum TikTok og Snapchat. Hann er sakaður um að hafa reynt að kúga fé út úr einstaklingi með því að hóta birtingu kynferðislegs efnis af viðkomandi, sem hann komst yfir með yfirtöku samfélagsmiðlaaðgangs. Þá er hann sakaður um að hafa áreitt sextán ára barn á netinu. Samfélagsmiðlar Bandaríkin Spánn Bretland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Joseph James O’Connor á yfir höfði sér margvíslegar ákærur fyrir fjársvik, kúgun og áreiti á netinu. Hann er sagður vera ábyrgur fyrir umfangsmikilli tölvuárás á Twitter, sem ætlað var að svíkja fólk til að gefa fjármuni í formi rafmynta. Hinn átján ára gamli Graham Ivan Clark var samverkamaður O'Connors í árásinni en hann hefur þegar hlotið fangelsisdóm fyrir hana. Árásin var gerð í júlí í fyrra og fólst hún í að brotist var inn á Twitteraðganga fjölmargra heimsfrægra einstaklinga. Meðal þeirra sem urðu fyrir árásinni voru Joe Biden sem þá var í forsetaframboði og Elon Musk, forstjóri Tesla. Tölvuþrjótarnir notuðu aðganga fræga fólksins til að biðja almenning að leggja rafmyntir inn á reikninga, eða svokölluð rafmyntaveski, í þeirra eigu. Þeir höfðu rúmlega 120 þúsund bandaríkjadali eða um fimmtán milljónir króna, upp úr krafsinu. O'Connor er einnig grunaður um að hafa brotist inn á aðganga á samfélagsmiðlunum TikTok og Snapchat. Hann er sakaður um að hafa reynt að kúga fé út úr einstaklingi með því að hóta birtingu kynferðislegs efnis af viðkomandi, sem hann komst yfir með yfirtöku samfélagsmiðlaaðgangs. Þá er hann sakaður um að hafa áreitt sextán ára barn á netinu.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Spánn Bretland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira