Transkona prýðir forsíðu sundfatatímarits Sports Illustrated í fyrsta sinn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. júlí 2021 13:27 Fyrirsætan Leyna Bloom situr fyrir á forsíðu sundfatatímaritsins Sports Illustrated. Það er í fyrsta sinn sem transkona prýðir forsíðuna. Sports Illustrated Fyrirsætan Leyna Bloom er fyrsta transkonan til þess að sitja fyrir á forsíðu sundfatatímarits Sports Illustrated. Hún tileinkar forsíðuna transkonum fortíðarinnar, nútíðarinnar og framtíðarinnar. Bloom sem er ættuð frá Filippseyjum, er ekki aðeins fyrsta transkonan til þess að prýða forsíðuna, heldur er hún einnig fyrsta hörundsdökka transkonan til þess að birtast í tímaritinu yfir höfuð. Transkonan Valentina Sampaio sat fyrir í tímaritinu fyrir ári síðan, en þó ekki á forsíðunni. Hún vakti athygli árið 2017 þegar hún var fyrsta transkonan til þess að vera á forsíðu Vogue Paris. Hér má sjá þær Valentinu Sampaio, sem birtist í tímaritinu fyrir ári síðan, og Leynu Bloom, sem prýðir nú forsíðuna.Getty/Mike Marsland - Gilbert Carrasquillo Mikil eftirvænting ríkir ár hvert, eftir sundfatatímariti Sports Illustrated sem gefið er út á sumrin. Tímaritið var fyrst gefið út fyrir 56 árum síðan og er löngu orðið eitt það virtasta í fyrirsætuheiminum. Margar af stærstu fyrirsætum heims hafa prýtt forsíðuna og fetar Bloom meðal annars í fótspor Heidi Klum og Tyru Banks. Hin 27 ára gamla Bloom er enginn nýgræðingur í fyrirsætuheiminum. Hún sat fyrir í Vogue India árið 2017 og varð þar með fyrsta transkonan til þess að birtast í tímaritinu. Þá hefur hún einnig reynt fyrir sér sem leikkona og birtist í myndinni Port Authority sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Bloom birti hjartnæman pistil á Instragram-reikningi sínum nú á dögunum þar sem hún deildi forsíðunni með fylgjendum sínum. View this post on Instagram A post shared by Leyna Bloom (@leynabloom) „Þetta augnablik læknar mörg sár í heiminum. Við eigum þetta augnablik skilið: Við höfum beðið í milljón ár eftir því að standa uppi sem sigurvegarar og vera séðar sem fullgildar manneskjur,“ segir fyrirsætan í færslunni. Hún tileinkar forsíðuna transkonum fortíðarinnar, nútíðarinnar og framtíðarinnar. „Þetta sögulega augnablik er mikilvægt fyrir stelpur eins og okkur vegna þess að það gerir okkur kleift að lifa og vera séðar. Margar stelpur eins og við hafa ekki fengið tækifæri til þess að upplifa drauma sína, eða yfir höfuð lifa lengi. Ég vona að forsíðan mín valdefli þær sem berjast fyrir því að vera séðar.“ Hinsegin Málefni transfólks Fjölmiðlar Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
Bloom sem er ættuð frá Filippseyjum, er ekki aðeins fyrsta transkonan til þess að prýða forsíðuna, heldur er hún einnig fyrsta hörundsdökka transkonan til þess að birtast í tímaritinu yfir höfuð. Transkonan Valentina Sampaio sat fyrir í tímaritinu fyrir ári síðan, en þó ekki á forsíðunni. Hún vakti athygli árið 2017 þegar hún var fyrsta transkonan til þess að vera á forsíðu Vogue Paris. Hér má sjá þær Valentinu Sampaio, sem birtist í tímaritinu fyrir ári síðan, og Leynu Bloom, sem prýðir nú forsíðuna.Getty/Mike Marsland - Gilbert Carrasquillo Mikil eftirvænting ríkir ár hvert, eftir sundfatatímariti Sports Illustrated sem gefið er út á sumrin. Tímaritið var fyrst gefið út fyrir 56 árum síðan og er löngu orðið eitt það virtasta í fyrirsætuheiminum. Margar af stærstu fyrirsætum heims hafa prýtt forsíðuna og fetar Bloom meðal annars í fótspor Heidi Klum og Tyru Banks. Hin 27 ára gamla Bloom er enginn nýgræðingur í fyrirsætuheiminum. Hún sat fyrir í Vogue India árið 2017 og varð þar með fyrsta transkonan til þess að birtast í tímaritinu. Þá hefur hún einnig reynt fyrir sér sem leikkona og birtist í myndinni Port Authority sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Bloom birti hjartnæman pistil á Instragram-reikningi sínum nú á dögunum þar sem hún deildi forsíðunni með fylgjendum sínum. View this post on Instagram A post shared by Leyna Bloom (@leynabloom) „Þetta augnablik læknar mörg sár í heiminum. Við eigum þetta augnablik skilið: Við höfum beðið í milljón ár eftir því að standa uppi sem sigurvegarar og vera séðar sem fullgildar manneskjur,“ segir fyrirsætan í færslunni. Hún tileinkar forsíðuna transkonum fortíðarinnar, nútíðarinnar og framtíðarinnar. „Þetta sögulega augnablik er mikilvægt fyrir stelpur eins og okkur vegna þess að það gerir okkur kleift að lifa og vera séðar. Margar stelpur eins og við hafa ekki fengið tækifæri til þess að upplifa drauma sína, eða yfir höfuð lifa lengi. Ég vona að forsíðan mín valdefli þær sem berjast fyrir því að vera séðar.“
Hinsegin Málefni transfólks Fjölmiðlar Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira