Líkir takmörkunum og afléttingum á víxl við „ákveðnar pyntingaraðferðir“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2021 19:26 Hildur Sólveig Sigurðardóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Samsett Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum líkir sóttvarnatakmörkunum og afléttingum á víxl við pyntingar á stríðsföngum í aðsendri grein sem birtist á Vísi í dag. Hún hvetur ráðamenn og aðra til „meðalhófs í umræðu og ákvörðunum“, einkum varðandi þjóðhátíð í Eyjum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir boðaði hertar innanlandsaðgerðir á upplýsingafundi almannarna sem haldinn var í dag. Reiknað er með að ríkisstjórnin taki aðgerðirnar til umfjöllunar á fundi sínum á morgun. Framtíð útihátíða á borð við þjóðhátíð Eyjum sem halda á um verslunarmannahelgina telst því í ákveðnu uppnámi, þó að ekkert hafi enn komið fram um efni minnisblaðsins. Þórólfur hefur þó látið hafa eftir sér í viðtölum í dag að honum þyki óráðlegt að halda slíkar hátíðir í ljósi stöðu faraldursins nú. Hildur Sólveig Sigurðardóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum gerir þjóðhátíð að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi í dag. Þar segir hún að nú í aðdraganda verslunarmannahelgar beri „enn og aftur“ á „neikvæðni og gagnrýnisröddum“ í umræðu um hátíðina. Takmarkanirnar einnig ákveðinn faraldur Þá bendir hún á að þjóðhátíð sé undirstaða mikilvægs æskulýðs- og íþróttastarfs í Vestmannaeyjum og raunar menningararfur bæjarfélagsins – og bendir jafnframt á að hátíðinni hafi verið aflýst í fyrra sökum samkomutakmarkana vegna faraldursins. „Íþyngjandi sóttvarnartakmarkanir eru ákveðinn faraldur í sjálfu sér, hinn vestræni heimur hefur ekki glímt við jafn alvarlegar frelsisskerðingar í lengri tíma,“ skrifar Hildur. „Takmarkanirnar hafa gert út af við margan rekstur, valdið því að erfiðara er að fá fólk aftur til starfa, valdið heilsufarsvandamálum hjá einstaklingum sem ekki komust t.d. til heilsuræktar, kvíðaeinkennum osfrv. sem við verðum eflaust í marga áratugi að bíta úr nálinni með. Takmarkanir hafa þó hamið faraldurinn og gefið okkur tækifæri og tíma til að bólusetja nær alla þjóðina, hraðar og betur en flestar aðrar þjóðir heimsins.“ Því næst grípur hún til áðurnefndrar samlíkingar. „Sóttvarnartakmarkanir og afléttingar á víxl líkjast að vissu leyti ákveðnum pyntingaraðferðum sem nýttar hafa verið gegn stríðsföngum þar sem súrefni til fangans er takmarkað þar til hann getur vart meir en fær svo að anda, fær von um líf (og tækifæri til að leysa frá skjóðunni), loks þegar ljósið við enda ganganna er gefið er það svo jafnharðan slökkt aftur og vonin hverfur. Slíkar aðgerðir, að veita fólki frelsi bara til að taka það aftur jafnharðan hljóta að taka sinn toll af almenningi sem heilbrigðiskerfið verður eflaust í langan tíma að vinna úr.“ Loks bendir Hildur á að taka þurfi mið af því hversu hátt hlutfall þjóðarinnar sé bólusett. Rúmlega 85 prósent 16 ára og eldri eru nú fullbólusett gegn veirunni. „Ég hvet fólk til að gæta meðalhófs í umræðu og ákvörðunum, bæði hvað varðar umræðu um þjóðhátíð, sem er í augum margra Eyjamanna jafn ef ekki heilagri en sjálf jólahátíðin og undirbúningur og tilhlökkun eftir því hjá ungum sem öldnum. Ég hvet jafnframt ráðamenn að gæta meðalhófs við ákvörðunartöku og stíga varlega og ígrundað til jarðar hvað varðar frelsistakmarkanir þegna landsins því þær eru ákveðin ógn í sjálfu sér,“ skrifar Hildur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Samkomubann á Íslandi Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24 Með ónotatilfinningu fyrir aðgerðum sem gætu sett Þjóðhátíð úr skorðum Formaður Þjóðhátíðarnefndar segist hafa ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu, sem gætu haft áhrif á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Öllum tilmælum yfirvalda verði þó fylgt. 21. júlí 2021 12:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir boðaði hertar innanlandsaðgerðir á upplýsingafundi almannarna sem haldinn var í dag. Reiknað er með að ríkisstjórnin taki aðgerðirnar til umfjöllunar á fundi sínum á morgun. Framtíð útihátíða á borð við þjóðhátíð Eyjum sem halda á um verslunarmannahelgina telst því í ákveðnu uppnámi, þó að ekkert hafi enn komið fram um efni minnisblaðsins. Þórólfur hefur þó látið hafa eftir sér í viðtölum í dag að honum þyki óráðlegt að halda slíkar hátíðir í ljósi stöðu faraldursins nú. Hildur Sólveig Sigurðardóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum gerir þjóðhátíð að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi í dag. Þar segir hún að nú í aðdraganda verslunarmannahelgar beri „enn og aftur“ á „neikvæðni og gagnrýnisröddum“ í umræðu um hátíðina. Takmarkanirnar einnig ákveðinn faraldur Þá bendir hún á að þjóðhátíð sé undirstaða mikilvægs æskulýðs- og íþróttastarfs í Vestmannaeyjum og raunar menningararfur bæjarfélagsins – og bendir jafnframt á að hátíðinni hafi verið aflýst í fyrra sökum samkomutakmarkana vegna faraldursins. „Íþyngjandi sóttvarnartakmarkanir eru ákveðinn faraldur í sjálfu sér, hinn vestræni heimur hefur ekki glímt við jafn alvarlegar frelsisskerðingar í lengri tíma,“ skrifar Hildur. „Takmarkanirnar hafa gert út af við margan rekstur, valdið því að erfiðara er að fá fólk aftur til starfa, valdið heilsufarsvandamálum hjá einstaklingum sem ekki komust t.d. til heilsuræktar, kvíðaeinkennum osfrv. sem við verðum eflaust í marga áratugi að bíta úr nálinni með. Takmarkanir hafa þó hamið faraldurinn og gefið okkur tækifæri og tíma til að bólusetja nær alla þjóðina, hraðar og betur en flestar aðrar þjóðir heimsins.“ Því næst grípur hún til áðurnefndrar samlíkingar. „Sóttvarnartakmarkanir og afléttingar á víxl líkjast að vissu leyti ákveðnum pyntingaraðferðum sem nýttar hafa verið gegn stríðsföngum þar sem súrefni til fangans er takmarkað þar til hann getur vart meir en fær svo að anda, fær von um líf (og tækifæri til að leysa frá skjóðunni), loks þegar ljósið við enda ganganna er gefið er það svo jafnharðan slökkt aftur og vonin hverfur. Slíkar aðgerðir, að veita fólki frelsi bara til að taka það aftur jafnharðan hljóta að taka sinn toll af almenningi sem heilbrigðiskerfið verður eflaust í langan tíma að vinna úr.“ Loks bendir Hildur á að taka þurfi mið af því hversu hátt hlutfall þjóðarinnar sé bólusett. Rúmlega 85 prósent 16 ára og eldri eru nú fullbólusett gegn veirunni. „Ég hvet fólk til að gæta meðalhófs í umræðu og ákvörðunum, bæði hvað varðar umræðu um þjóðhátíð, sem er í augum margra Eyjamanna jafn ef ekki heilagri en sjálf jólahátíðin og undirbúningur og tilhlökkun eftir því hjá ungum sem öldnum. Ég hvet jafnframt ráðamenn að gæta meðalhófs við ákvörðunartöku og stíga varlega og ígrundað til jarðar hvað varðar frelsistakmarkanir þegna landsins því þær eru ákveðin ógn í sjálfu sér,“ skrifar Hildur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Samkomubann á Íslandi Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24 Með ónotatilfinningu fyrir aðgerðum sem gætu sett Þjóðhátíð úr skorðum Formaður Þjóðhátíðarnefndar segist hafa ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu, sem gætu haft áhrif á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Öllum tilmælum yfirvalda verði þó fylgt. 21. júlí 2021 12:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24
Með ónotatilfinningu fyrir aðgerðum sem gætu sett Þjóðhátíð úr skorðum Formaður Þjóðhátíðarnefndar segist hafa ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu, sem gætu haft áhrif á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Öllum tilmælum yfirvalda verði þó fylgt. 21. júlí 2021 12:00