Foreldrar í uppnámi eftir að ógnandi hópur kastaði eggjum í þátttakendur ReyCup Eiður Þór Árnason skrifar 23. júlí 2021 11:18 Hópurinn hefur setið um Laugarnesskóla og Laugarlækjaskóla Reykjavíkurborg Mikil ókyrrð ríkir meðal keppenda og foreldra á fótboltamótinu ReyCup eftir að hópur ungmenna kastaði eggjum í keppendur á aldrinum 13 til 16 ára. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Framkvæmdastjóri mótsins segir að um skipulagðan verknað sé að ræða. Hópurinn hafi setið um gististaði keppenda í Laugarnesskóla og Laugarlækjaskóla frá klukkan tíu til miðnættis síðustu tvo daga og látið til skarar skríða. Að sögn vitna voru aðilarnir ógnandi og á aldrinum 18 til 20 ára. Hafa ferðatöskur, föt og dýnur meðal annars orðið fyrir barðinu á eggjakastinu. „Það versta er að börnin hafa einnig orðið fyrir þessari eggjaskothríð,“ segir Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri ReyCup. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt. Við vonum auðvitað að þetta hætti og að þeir sem hafi orðið fyrir þessu fái að njóta restarinnar af mótinu.“ Gunnhildur segir að stjórn mótsins hafi átt í góðum samskiptum við lögreglu sem hafi undir höndum upptökur úr öryggismyndavélum á skólalóðunum. Stjórnin hvetur fólk til að hafa augun opin næstu daga og láta lögreglu vita ef það verður vart við hópinn. Keppandi greindist smitaður í gær Keppandi í 4. flokki á mótinu greindist með kórónuveiruna seint í gær og eru tvö lið á mótinu komin í sóttkví. Ekki er gert ráð fyrir að smitið hafi áhrif á framgang mótsins. Gunnhildur segir vel gætt að sóttvörnum á mótinu og tekið mið af leiðbeiningum almannavarna. Eru takmarkanir nú með svipuðu fyrirkomulagi og þegar mótið var síðast haldið í fyrra. Sem hluti af því er meðal annars búið að takmarka aðgengi að öllu húsnæði, banna umferð annarra en keppenda og liðsstjóra á gististöðum og hvetja fólk til að dreifa sér vel um keppnissvæðið. Knattspyrnumótið stendur fram á sunnudag og segir Gunnhildur að skipuleggjendur fylgist nú vel með fyrirhuguðum sóttvarnaaðgerðum. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar verði kynntar að loknum ríkisstjórnarfundi klukkan 16 í dag. Íþróttir barna Lögreglumál ReyCup Tengdar fréttir Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35 Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Sjá meira
Framkvæmdastjóri mótsins segir að um skipulagðan verknað sé að ræða. Hópurinn hafi setið um gististaði keppenda í Laugarnesskóla og Laugarlækjaskóla frá klukkan tíu til miðnættis síðustu tvo daga og látið til skarar skríða. Að sögn vitna voru aðilarnir ógnandi og á aldrinum 18 til 20 ára. Hafa ferðatöskur, föt og dýnur meðal annars orðið fyrir barðinu á eggjakastinu. „Það versta er að börnin hafa einnig orðið fyrir þessari eggjaskothríð,“ segir Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri ReyCup. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt. Við vonum auðvitað að þetta hætti og að þeir sem hafi orðið fyrir þessu fái að njóta restarinnar af mótinu.“ Gunnhildur segir að stjórn mótsins hafi átt í góðum samskiptum við lögreglu sem hafi undir höndum upptökur úr öryggismyndavélum á skólalóðunum. Stjórnin hvetur fólk til að hafa augun opin næstu daga og láta lögreglu vita ef það verður vart við hópinn. Keppandi greindist smitaður í gær Keppandi í 4. flokki á mótinu greindist með kórónuveiruna seint í gær og eru tvö lið á mótinu komin í sóttkví. Ekki er gert ráð fyrir að smitið hafi áhrif á framgang mótsins. Gunnhildur segir vel gætt að sóttvörnum á mótinu og tekið mið af leiðbeiningum almannavarna. Eru takmarkanir nú með svipuðu fyrirkomulagi og þegar mótið var síðast haldið í fyrra. Sem hluti af því er meðal annars búið að takmarka aðgengi að öllu húsnæði, banna umferð annarra en keppenda og liðsstjóra á gististöðum og hvetja fólk til að dreifa sér vel um keppnissvæðið. Knattspyrnumótið stendur fram á sunnudag og segir Gunnhildur að skipuleggjendur fylgist nú vel með fyrirhuguðum sóttvarnaaðgerðum. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar verði kynntar að loknum ríkisstjórnarfundi klukkan 16 í dag.
Íþróttir barna Lögreglumál ReyCup Tengdar fréttir Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35 Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Sjá meira
Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35
Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06