Hefði þurft áfallahjálp fyrir starfsfólkið þegar skellt var í lás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. júlí 2021 14:00 Guðmundur Ragnarsson, eigandi Laugaáss, segist hafa þurft að tryggja starfsmönnum áfallahjálp í mars í fyrra þegar öllu var skellt í lás. Vísir Eigandi Laugaáss segist verða fyrir miklu tjóni eins og aðrir veitingamenn verði samkomutakmarkanir hertar. Hann styðji aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að sporna við útbreiðslu faraldursins en þær muni koma illa við marga. Guðmundur Kr. Ragnarsson eigandi Laugaáss var að leggja lokahönd á undirbúning fyrir tvö brúðkaup sem eiga að vera á morgun en fyrirtækið sér um veisluþjónustu. „Við erum með einhverja 250 gesti strax í fyrramálið og svo með nokkur brúðkaup, eitt 150 manna brúðkaup, sem er á morgun og fellur væntanlega undir þetta. Það er allt tilbúið, búið að stilla öllu upp og græja allt saman, það er allt tilbúið. Við eigum bara eftir að leggja síðustu hendur á að taka í hendur á gestunum og bjóða þá velkomna,“ segir Guðmundur. Undirbúningur fyrir slíka veislu hefjist löngu áður en hún hefst. „Það eru vika, tvær vikur sem er undirbúningur. Fyrir utan það að allir matseðlar eru löngu tilbúnir og það er allt komið í hús, öll vín, það er allt komið,“ segir Guðmundur. Laugaás sér um veisluþjónustu og er með tvö brúðkaup á dagskrá á morgun.Vísir Hann hefur fullan skilning á sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Já, það eru mjög mörg partý sem að eru undir en það má ekki gleyma því að það er verið að hugsa um fólkið, heilsu fólks og það er það sem að skiptir öllu máli. Við sjáum 6. mars í fyrra ljóslifandi fyrir okkur þegar öllu var skellt í lás,“ segir hann. Hann finnur til með þeim sem vita ekki hvort þeir megi halda veislur eða ekki. „Okkar hugur er hjá fólkinu sem er að fara að halda veisluna og brúðhjónum. Það er það sem mér þykir búið að hálfskemma,“ segir Guðmundur. Guðmundur hefur reynslu af fyrri lokunum en í mars í fyrra þurfti að hætta við margar veislur vegna samkomutakmarkana. „Þá vorum við með 3.300 manns á mjög mörgum stöðum og eftir á að hyggja var ég um miðjan daginn með grátandi fólk sem var í eldhúsinu sem ég hefði þurft að fá áfallahjálp fyrir. Ég fattaði það ekki fyrr en í janúar, febrúar á þessu ári að þettsa hefur gríðarleg áhrif.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. 23. júlí 2021 12:16 „Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur“ Starfsmenn Landspítalans undirbúa sig fyrir fjölgun sjúklinga. Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid-19 og um 370 eru á göngudeild. Sex eru á svokölluðu gulu stigi og einn á rauða. 23. júlí 2021 12:13 Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Guðmundur Kr. Ragnarsson eigandi Laugaáss var að leggja lokahönd á undirbúning fyrir tvö brúðkaup sem eiga að vera á morgun en fyrirtækið sér um veisluþjónustu. „Við erum með einhverja 250 gesti strax í fyrramálið og svo með nokkur brúðkaup, eitt 150 manna brúðkaup, sem er á morgun og fellur væntanlega undir þetta. Það er allt tilbúið, búið að stilla öllu upp og græja allt saman, það er allt tilbúið. Við eigum bara eftir að leggja síðustu hendur á að taka í hendur á gestunum og bjóða þá velkomna,“ segir Guðmundur. Undirbúningur fyrir slíka veislu hefjist löngu áður en hún hefst. „Það eru vika, tvær vikur sem er undirbúningur. Fyrir utan það að allir matseðlar eru löngu tilbúnir og það er allt komið í hús, öll vín, það er allt komið,“ segir Guðmundur. Laugaás sér um veisluþjónustu og er með tvö brúðkaup á dagskrá á morgun.Vísir Hann hefur fullan skilning á sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Já, það eru mjög mörg partý sem að eru undir en það má ekki gleyma því að það er verið að hugsa um fólkið, heilsu fólks og það er það sem að skiptir öllu máli. Við sjáum 6. mars í fyrra ljóslifandi fyrir okkur þegar öllu var skellt í lás,“ segir hann. Hann finnur til með þeim sem vita ekki hvort þeir megi halda veislur eða ekki. „Okkar hugur er hjá fólkinu sem er að fara að halda veisluna og brúðhjónum. Það er það sem mér þykir búið að hálfskemma,“ segir Guðmundur. Guðmundur hefur reynslu af fyrri lokunum en í mars í fyrra þurfti að hætta við margar veislur vegna samkomutakmarkana. „Þá vorum við með 3.300 manns á mjög mörgum stöðum og eftir á að hyggja var ég um miðjan daginn með grátandi fólk sem var í eldhúsinu sem ég hefði þurft að fá áfallahjálp fyrir. Ég fattaði það ekki fyrr en í janúar, febrúar á þessu ári að þettsa hefur gríðarleg áhrif.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. 23. júlí 2021 12:16 „Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur“ Starfsmenn Landspítalans undirbúa sig fyrir fjölgun sjúklinga. Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid-19 og um 370 eru á göngudeild. Sex eru á svokölluðu gulu stigi og einn á rauða. 23. júlí 2021 12:13 Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. 23. júlí 2021 12:16
„Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur“ Starfsmenn Landspítalans undirbúa sig fyrir fjölgun sjúklinga. Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid-19 og um 370 eru á göngudeild. Sex eru á svokölluðu gulu stigi og einn á rauða. 23. júlí 2021 12:13
Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52