Þýðir ekki að vola í veirufári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2021 09:08 Guðni Jóhannesson forseti Íslands bólusettur með Aztrazeniga Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að það væri ólíkt okkur Íslendingum að gefast upp og vola eftir að hafa sýnt svo lengi hvað í þjóðinni búi í veirufárinu. Guðni tjáir sig á Facebook í kjölfar þess að 200 manna samkomubann var kynnt til leiks sem tekur gildi á miðnætti í kvöld. Ríkisstjórnin féllst á flestar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir innanlands. Þórólfur lagði til að aðgerðirnar stæðu í tvær til þrjár vikur og var niðurstaða heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum, að láta reglurnar gilda í þrjár viku. „Seigla einkennir fólk sem vegnar vel. Samstaða og samkennd sömuleiðis, með sjálfstæði í hugsun auk virðingar fyrir vísindum og þekkingu,“ segir Guðni. „Það væri ólíkt okkur Íslendingum að gefast upp og vola eftir að hafa sýnt svo lengi í þessu veirufári hvað í okkur býr. Vissulega megum við vera vonsvikin yfir því að þurfa á ný að þola vissar hömlur á daglegt líf okkar. Þær aðgerðir, sem ganga í gildi um helgina, eru þó mildar þegar allt kemur til alls. Fólk heldur áfram að finna lausnir, þreyja þorrann. Einatt hef ég verið stoltur af þjóð minni í þessum faraldri og ég þykist vita að við ætlum áfram að snúa bökum saman í sameiginlegri baráttu okkar.“ Annars er það að frétta af Elizu Reid forsetafrú að hún gaf fyrir helgi blóð í tuttugasta skipti í Blóðbankanum við Snorrabraut. Hún hvetur alla sem mega og geta gefið blóð til að leggja leið sína í blóðgjöf. View this post on Instagram A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid) Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Ríkisstjórnin féllst á flestar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir innanlands. Þórólfur lagði til að aðgerðirnar stæðu í tvær til þrjár vikur og var niðurstaða heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum, að láta reglurnar gilda í þrjár viku. „Seigla einkennir fólk sem vegnar vel. Samstaða og samkennd sömuleiðis, með sjálfstæði í hugsun auk virðingar fyrir vísindum og þekkingu,“ segir Guðni. „Það væri ólíkt okkur Íslendingum að gefast upp og vola eftir að hafa sýnt svo lengi í þessu veirufári hvað í okkur býr. Vissulega megum við vera vonsvikin yfir því að þurfa á ný að þola vissar hömlur á daglegt líf okkar. Þær aðgerðir, sem ganga í gildi um helgina, eru þó mildar þegar allt kemur til alls. Fólk heldur áfram að finna lausnir, þreyja þorrann. Einatt hef ég verið stoltur af þjóð minni í þessum faraldri og ég þykist vita að við ætlum áfram að snúa bökum saman í sameiginlegri baráttu okkar.“ Annars er það að frétta af Elizu Reid forsetafrú að hún gaf fyrir helgi blóð í tuttugasta skipti í Blóðbankanum við Snorrabraut. Hún hvetur alla sem mega og geta gefið blóð til að leggja leið sína í blóðgjöf. View this post on Instagram A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid)
Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira