„Það getur alveg komið til þess að ég komi með nýjar tillögur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2021 12:01 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir nýjar sóttvarnaaðgerðir í samræmi við tillgögur sem hann lagði fyrir ráðherra. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir koma til greina að leggja til frekari takmarkanir sjáist ekki skýr árangur af þeim sem taka í gildi á miðnætti. Níutíu og fimm greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. 375 hafa greinst smitaðir af veirunni undanfarna viku, lang flestir bólusettir gegn veirunni. Fjórir liggja nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Eftir því sem smituðum fór fjölgandi í vikunni var blásið til upplýsingafundar almannavarna á fimmtudag þar sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því að hann hygðist skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Í kjölfarið boðaði ríkisstjórnin til fundar til að ræða minnisblaðið, sem fór fram á Egilsstöðum síðdegis í gær. Fundurinn stóð yfir í um þrjár klukkustundir, enda um margt að ræða. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti svo nýjar sóttvarnaaðgerðir að loknum fundinum í gærkvöld og taka nýjar innanlandstakmarkanir gildi á miðnætti í kvöld og munu þær gilda í þrjár vikur, til miðnættis föstudaginn 13. ágúst. Takmarkanirnar fela helst í sér 200 manna samkomutakmark, eins metra nándarreglu og grímuskyldu innanhúss þar sem ekki er hægt að viðhafa metra nándarregluna. Hámarksfjöldi í verslunum verður 200 manns, líkamsræktarstöðvum og sundstöðum verður heimilt að hafa opið fyrir 75 prósent hámarksfjölda leyfilegra gesta og opnunartími veitingastaða, skemmtistaða og kráa verður til klukkan ellefu á kvöldin en síðustu gestir þurfa að yfirgefa staðinn fyrir miðnætti. Þurfum að sjá hverju aðgerðirnar skila Þórólfur segist vonast til þess að takmarkanirnar dugi til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Þetta er nú alveg í samræmi við það. Ég lagði nú til að almenn nándarregla yrði tveir metrar en þau ákváðu einn metra. En að öðru leiti var þetta bara í samræmi við það sem ég lagði til og ég hef engar athugasemdir við það,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Við þurfum bara að sjá hverju þetta skilar okkur og ef þetta skilar ekki tilætluðum árangri og við förum að sjá aukningu í alvarlegum veikindum þá getur alveg komið til þess að ég komi með nýjar tillögur en við þurfum að sjá hvernig það verður,“ segir Þórólfur. Alger samstaða innan ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnafundi að hann hafi gengið vel. Ítarlega hafi verið farið yfir málin og þau rædd út og inn. „Við fórum mjög ítarlega yfir tillögur sóttvarnalæknis sem bárust okkur í gærkvöldi. Við héldum ráðherranefndarfund í morgun og rétt eins og við höfum gert hingað til fylgjum við ráðleggingum hans að mestu leiti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í gær. Málin hafi verið rædd opinskátt á fundinum. „Það hefur verið aðalsmerki þessarar ríkisstjórnar að við höfum alltaf getað rætt málin mjög opinskátt og við gerðum það svo sannarlega á þessum fundi. Auðvitað eru ólíkar spurningar og rætt ítarlega um málin en það er alger samstaða um þessa niðurstöðu,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson, efnahagsráðherra, tekur undir þetta „Við ræðum allar hliðar mála. Við tökum inn sjónarmið sem við teljum eiga erindi inn í umræðuna og með því erum við ekkert að grafa undan tillögum eða varpa rýrð á mikilvægi þess að fara varlega,“ sagði Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. 23. júlí 2021 15:23 Hefði þurft áfallahjálp fyrir starfsfólkið þegar skellt var í lás Eigandi Laugaáss segist verða fyrir miklu tjóni eins og aðrir veitingamenn verði samkomutakmarkanir hertar. Hann styðji aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að sporna við útbreiðslu faraldursins en þær muni koma illa við marga. 23. júlí 2021 14:00 Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. 23. júlí 2021 12:16 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Níutíu og fimm greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. 375 hafa greinst smitaðir af veirunni undanfarna viku, lang flestir bólusettir gegn veirunni. Fjórir liggja nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Eftir því sem smituðum fór fjölgandi í vikunni var blásið til upplýsingafundar almannavarna á fimmtudag þar sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því að hann hygðist skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Í kjölfarið boðaði ríkisstjórnin til fundar til að ræða minnisblaðið, sem fór fram á Egilsstöðum síðdegis í gær. Fundurinn stóð yfir í um þrjár klukkustundir, enda um margt að ræða. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti svo nýjar sóttvarnaaðgerðir að loknum fundinum í gærkvöld og taka nýjar innanlandstakmarkanir gildi á miðnætti í kvöld og munu þær gilda í þrjár vikur, til miðnættis föstudaginn 13. ágúst. Takmarkanirnar fela helst í sér 200 manna samkomutakmark, eins metra nándarreglu og grímuskyldu innanhúss þar sem ekki er hægt að viðhafa metra nándarregluna. Hámarksfjöldi í verslunum verður 200 manns, líkamsræktarstöðvum og sundstöðum verður heimilt að hafa opið fyrir 75 prósent hámarksfjölda leyfilegra gesta og opnunartími veitingastaða, skemmtistaða og kráa verður til klukkan ellefu á kvöldin en síðustu gestir þurfa að yfirgefa staðinn fyrir miðnætti. Þurfum að sjá hverju aðgerðirnar skila Þórólfur segist vonast til þess að takmarkanirnar dugi til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Þetta er nú alveg í samræmi við það. Ég lagði nú til að almenn nándarregla yrði tveir metrar en þau ákváðu einn metra. En að öðru leiti var þetta bara í samræmi við það sem ég lagði til og ég hef engar athugasemdir við það,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Við þurfum bara að sjá hverju þetta skilar okkur og ef þetta skilar ekki tilætluðum árangri og við förum að sjá aukningu í alvarlegum veikindum þá getur alveg komið til þess að ég komi með nýjar tillögur en við þurfum að sjá hvernig það verður,“ segir Þórólfur. Alger samstaða innan ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnafundi að hann hafi gengið vel. Ítarlega hafi verið farið yfir málin og þau rædd út og inn. „Við fórum mjög ítarlega yfir tillögur sóttvarnalæknis sem bárust okkur í gærkvöldi. Við héldum ráðherranefndarfund í morgun og rétt eins og við höfum gert hingað til fylgjum við ráðleggingum hans að mestu leiti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í gær. Málin hafi verið rædd opinskátt á fundinum. „Það hefur verið aðalsmerki þessarar ríkisstjórnar að við höfum alltaf getað rætt málin mjög opinskátt og við gerðum það svo sannarlega á þessum fundi. Auðvitað eru ólíkar spurningar og rætt ítarlega um málin en það er alger samstaða um þessa niðurstöðu,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson, efnahagsráðherra, tekur undir þetta „Við ræðum allar hliðar mála. Við tökum inn sjónarmið sem við teljum eiga erindi inn í umræðuna og með því erum við ekkert að grafa undan tillögum eða varpa rýrð á mikilvægi þess að fara varlega,“ sagði Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. 23. júlí 2021 15:23 Hefði þurft áfallahjálp fyrir starfsfólkið þegar skellt var í lás Eigandi Laugaáss segist verða fyrir miklu tjóni eins og aðrir veitingamenn verði samkomutakmarkanir hertar. Hann styðji aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að sporna við útbreiðslu faraldursins en þær muni koma illa við marga. 23. júlí 2021 14:00 Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. 23. júlí 2021 12:16 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. 23. júlí 2021 15:23
Hefði þurft áfallahjálp fyrir starfsfólkið þegar skellt var í lás Eigandi Laugaáss segist verða fyrir miklu tjóni eins og aðrir veitingamenn verði samkomutakmarkanir hertar. Hann styðji aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að sporna við útbreiðslu faraldursins en þær muni koma illa við marga. 23. júlí 2021 14:00
Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. 23. júlí 2021 12:16
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent