Fjórða bylgjan og óttinn við að missa vinnuna Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. júlí 2021 07:01 Óljós staða í kjölfar bólusetningar: Hvernig mun atvinnulífinu reiða af næstu vikur og mánuði? Vísir/Vilhelm Nú þegar fjórða bylgjan er hafin er ekki laust við að gamalkunnur Covid-hnútur geri vart við sig hjá sumum: Mun ég missa starfið mitt? Hvernig mun vinnustaðnum mínum reiða af? Verður mér sagt upp um næstu mánaðamót? Eða í haust eða vetur? Rannsóknir hafa sýnt að það getur haft verri áhrif á heilsu okkar og líðan að hafa miklar áhyggjur af því að missa starfið okkar, heldur en að lenda síðan í því að missa starfið. Í kjölfar hertra reglna og óvissu um framhaldið næstu vikur og mánuði, geta hver mánaðamót hins vegar tekið á. Verður mér sagt upp núna? Verður einhverjum sagt upp? Að hafa áhyggjur af atvinnuöryggi í langan tíma tekur á. Og oft eru það dagarnir rétt fyrir mánaðamót sem fólki finnast erfiðastir. Það er hins vegar til svo mikils að vinna að reyna að sporna við þessum kvíða og áhyggjum. Því almennt vegnar okkur betur þegar okkur líður vel. Hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað. 1. Bjartsýni er vinna Eitt það besta sem við getum gert fyrir okkur sjálf er að halda í bjartsýnina og jákvæðnina. Enda birtir alltaf upp um síðir, sama hvað gerist hjá okkur. Að vera bjartsýn og jákvæð hljómar kannski eins og óvinnandi vegur þegar kvíðinn er til staðar. En þá er gott að muna að bjartsýni og jákvæðni krefst ákveðinnar vinnu hjá okkur sjálfum. Við þurfum að hafa fyrir því að hrista af okkur áhyggjurnar og grípa í jákvæðnina þegar að við finnum óttatilfinninguna grípa um okkur. En það er þess virði að leggja á okkur þessa vinnu. Við getum líka gert ýmislegt annað til að draga úr áhyggjunum. Vera til dæmis vakandi yfir atvinnuauglýsingum, þó ekki nema til að sjá hverjir eru að auglýsa og hvers konar störf eru í boði. Síðan getum við lagt áherslu á að efla okkur í núverandi starfi og á þeim vinnustað þar sem við erum núna. Ef vinnustaðurinn okkar er til dæmis að ganga í gegnum erfiðleika, getum við spurt okkur sjálf: Er eitthvað sem ég gæti gert til að hjálpa meira til? Ætti ég að tala við yfirmanninn minn og bjóðast til þess? Og ef svo er, hvað gæti ég þá gert? Þegar að við erum bjartsýn eigum við oft auðveldara með að hugsa út fyrir boxið. Við fáum fleiri hugmyndir og sjáum oft fyrr lausnir á vandamálum. 2. Trompspilin þín Á tímum sem þessum er um að gera að sýna hversu megnug/ur þú ert sem starfsmaður. Gefðu þér tíma í að skoða hvort þú ert að nýta styrkleikana þína til fulls og taktu ákvörðun um að sýna oftar frumkvæði ef þér finnst það vanta. Að sýna frumkvæðni getur falist í mörgu. Til dæmis því að bjóða sig fram í að leysa eitthvað ákveðið verkefni. Eða að aðstoða samstarfsfélaga sem er með mikið á sinni könnu. Og svo framvegis. 3. Þjálfun og framtíðarsýnin Hvort sem þú heldur áfram í þessu starfi lengi í viðbót eða ekki, er alltaf gott að skoða það reglulega hvort við erum ekki örugglega „up to date.” Eða þyrftum við að uppfæra okkur í einhverri þekkingu? Kunnum við á allt það nýjasta nýtt sem vinnustaðurinn okkar er að leggja áherslu á? Eða væri gott að læra eitthvað betur? (hvað? hvernig?) Að vera vakandi yfir sinni eigin hæfni og getu og vera meðvituð um þjálfun og endurmenntun er reyndar atriði sem fólk á vinnumarkaði þarf að vera meðvitað um. Því til viðbótar við Covid, er heimurinn einnig að fara í gegnum fjórðu iðnbyltinguna og fyrirséð að mörg störf munu breytast og glatast, en önnur og ný störf verða líka til. 4. Besta hvatningin: Styrkleikarnir Það getur verið ágætt að dusta rykið af ferilskránni okkar þegar og ef við finnum til kvíða vegna atvinnumissis og/eða erum að vinna í því að vera bjartsýn fyrir okkar eigin hönd. Því í raun er ferilskráin okkar fyrst og fremst samantekt á þekkingu, reynslu, styrkleikum og þegar áunnum áföngum. Að sjá það á prenti hvað við búum í rauninni yfir mörgum jákvæðum þáttum sem starfsmaður getur verið ágætis hvatning fyrir okkur sjálf. Sumum finnst kannski óþægilegt að vinna ferilskrá til þess eins að sjá betur styrkleikana sína. En þá er um að gera að hvetja okkur til dáða með því að koma styrkleikunum okkar niður á blað í öðru formi. Annað sem getur hjálpað er að tala oftar um það í vinnunni hvað við erum að gera eða höfum gert. Mörgum kann að finnast þetta erfitt því almennt erum við fæst að berja okkur of mikið í brjóst. En hvað ef yfirmaðurinn þinn er ekki einu sinni upplýstur um hvað þú gerir mikið eða getur gert mikið? Er þá ekki frekar þess virði að reyna að koma því á framfæri? 5. Fjármálin: Um hvað snýst óttinn þinn? Ótti um atvinnumissi er oft beintengdur við áhyggjur af peningum. Því vinnan er jú okkar framfærsluöryggi. Þegar og ef við höfum áhyggjur af atvinnumissi, er ágætt að gefa sér tíma í að skoða fjármálin. Getum við sparað með því að skera eitthvað niður? Getum við lagt þá upphæð til hliðar sem varasjóð? Hvernig væri staðan ef þér yrði sagt upp? Gott er að búa til sviðsmyndir því þá sjáum við kannski betur hvað við værum að horfa á langan tíma. Ímyndum okkur til dæmis uppsögn með þriggja mánaða fyrirvara plús orlofsuppgjör. Hvað er það langur tími? Hvað segja stjórnvöld um úrræði næstu mánuða? Hvernig lítur þetta þá út fyrir þig og þitt heimili miðað við til dæmis sex til níu mánaða tímabil eftir uppsögn? Það getur dregið úr vanlíðan og kvíða ef okkur líður eins og við séum við stjórn og séum með einhvers konar aðgerðarplan tilbúið. Starfsframi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Heilsa Góðu ráðin Tengdar fréttir Í vinnu eða atvinnuleit: Ekki birta of mikið á samfélagsmiðlum Við erum sjaldan jafn dugleg að birta myndir á samfélagsmiðlunum og þegar að við erum í sumarfríi. Enda skemmtilegt að sjá hvert fólk er að ferðast og hvað það er að gera. En það eru margar ástæður fyrir því að fólk ætti að forðast að birta of mikið af myndum, of oft eða hvaða myndir sem er. 19. júlí 2021 07:01 Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. 11. febrúar 2021 07:00 Elti drauminn í kjölfar atvinnumissis í Covid „Ég missti vinnuna í fyrstu bylgju Covid, en ég hafði unnið í rétt yfir ár hjá Innnes. Þá var Sunna komin sex mánuði á leið með yngri strákinn okkar,“ segir Gunnar Ingi Svansson framkvæmdastjóri Cin Cin um aðdragandann að því að hann stofnaði fyrirtæki sem selur óáfenga eða lítið áfenga drykki. „Þarna var fullt af fólki að missa vinnuna og ég sá fyrir mér að hin hefðbundna atvinnuleit gæti orðið erfið. Sú hugsun ýtti undir þá hugmynd að þetta væri rétti tíminn til að elta drauminn,“ segir Gunnar. 16. júní 2021 07:01 Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00 Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að það getur haft verri áhrif á heilsu okkar og líðan að hafa miklar áhyggjur af því að missa starfið okkar, heldur en að lenda síðan í því að missa starfið. Í kjölfar hertra reglna og óvissu um framhaldið næstu vikur og mánuði, geta hver mánaðamót hins vegar tekið á. Verður mér sagt upp núna? Verður einhverjum sagt upp? Að hafa áhyggjur af atvinnuöryggi í langan tíma tekur á. Og oft eru það dagarnir rétt fyrir mánaðamót sem fólki finnast erfiðastir. Það er hins vegar til svo mikils að vinna að reyna að sporna við þessum kvíða og áhyggjum. Því almennt vegnar okkur betur þegar okkur líður vel. Hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað. 1. Bjartsýni er vinna Eitt það besta sem við getum gert fyrir okkur sjálf er að halda í bjartsýnina og jákvæðnina. Enda birtir alltaf upp um síðir, sama hvað gerist hjá okkur. Að vera bjartsýn og jákvæð hljómar kannski eins og óvinnandi vegur þegar kvíðinn er til staðar. En þá er gott að muna að bjartsýni og jákvæðni krefst ákveðinnar vinnu hjá okkur sjálfum. Við þurfum að hafa fyrir því að hrista af okkur áhyggjurnar og grípa í jákvæðnina þegar að við finnum óttatilfinninguna grípa um okkur. En það er þess virði að leggja á okkur þessa vinnu. Við getum líka gert ýmislegt annað til að draga úr áhyggjunum. Vera til dæmis vakandi yfir atvinnuauglýsingum, þó ekki nema til að sjá hverjir eru að auglýsa og hvers konar störf eru í boði. Síðan getum við lagt áherslu á að efla okkur í núverandi starfi og á þeim vinnustað þar sem við erum núna. Ef vinnustaðurinn okkar er til dæmis að ganga í gegnum erfiðleika, getum við spurt okkur sjálf: Er eitthvað sem ég gæti gert til að hjálpa meira til? Ætti ég að tala við yfirmanninn minn og bjóðast til þess? Og ef svo er, hvað gæti ég þá gert? Þegar að við erum bjartsýn eigum við oft auðveldara með að hugsa út fyrir boxið. Við fáum fleiri hugmyndir og sjáum oft fyrr lausnir á vandamálum. 2. Trompspilin þín Á tímum sem þessum er um að gera að sýna hversu megnug/ur þú ert sem starfsmaður. Gefðu þér tíma í að skoða hvort þú ert að nýta styrkleikana þína til fulls og taktu ákvörðun um að sýna oftar frumkvæði ef þér finnst það vanta. Að sýna frumkvæðni getur falist í mörgu. Til dæmis því að bjóða sig fram í að leysa eitthvað ákveðið verkefni. Eða að aðstoða samstarfsfélaga sem er með mikið á sinni könnu. Og svo framvegis. 3. Þjálfun og framtíðarsýnin Hvort sem þú heldur áfram í þessu starfi lengi í viðbót eða ekki, er alltaf gott að skoða það reglulega hvort við erum ekki örugglega „up to date.” Eða þyrftum við að uppfæra okkur í einhverri þekkingu? Kunnum við á allt það nýjasta nýtt sem vinnustaðurinn okkar er að leggja áherslu á? Eða væri gott að læra eitthvað betur? (hvað? hvernig?) Að vera vakandi yfir sinni eigin hæfni og getu og vera meðvituð um þjálfun og endurmenntun er reyndar atriði sem fólk á vinnumarkaði þarf að vera meðvitað um. Því til viðbótar við Covid, er heimurinn einnig að fara í gegnum fjórðu iðnbyltinguna og fyrirséð að mörg störf munu breytast og glatast, en önnur og ný störf verða líka til. 4. Besta hvatningin: Styrkleikarnir Það getur verið ágætt að dusta rykið af ferilskránni okkar þegar og ef við finnum til kvíða vegna atvinnumissis og/eða erum að vinna í því að vera bjartsýn fyrir okkar eigin hönd. Því í raun er ferilskráin okkar fyrst og fremst samantekt á þekkingu, reynslu, styrkleikum og þegar áunnum áföngum. Að sjá það á prenti hvað við búum í rauninni yfir mörgum jákvæðum þáttum sem starfsmaður getur verið ágætis hvatning fyrir okkur sjálf. Sumum finnst kannski óþægilegt að vinna ferilskrá til þess eins að sjá betur styrkleikana sína. En þá er um að gera að hvetja okkur til dáða með því að koma styrkleikunum okkar niður á blað í öðru formi. Annað sem getur hjálpað er að tala oftar um það í vinnunni hvað við erum að gera eða höfum gert. Mörgum kann að finnast þetta erfitt því almennt erum við fæst að berja okkur of mikið í brjóst. En hvað ef yfirmaðurinn þinn er ekki einu sinni upplýstur um hvað þú gerir mikið eða getur gert mikið? Er þá ekki frekar þess virði að reyna að koma því á framfæri? 5. Fjármálin: Um hvað snýst óttinn þinn? Ótti um atvinnumissi er oft beintengdur við áhyggjur af peningum. Því vinnan er jú okkar framfærsluöryggi. Þegar og ef við höfum áhyggjur af atvinnumissi, er ágætt að gefa sér tíma í að skoða fjármálin. Getum við sparað með því að skera eitthvað niður? Getum við lagt þá upphæð til hliðar sem varasjóð? Hvernig væri staðan ef þér yrði sagt upp? Gott er að búa til sviðsmyndir því þá sjáum við kannski betur hvað við værum að horfa á langan tíma. Ímyndum okkur til dæmis uppsögn með þriggja mánaða fyrirvara plús orlofsuppgjör. Hvað er það langur tími? Hvað segja stjórnvöld um úrræði næstu mánuða? Hvernig lítur þetta þá út fyrir þig og þitt heimili miðað við til dæmis sex til níu mánaða tímabil eftir uppsögn? Það getur dregið úr vanlíðan og kvíða ef okkur líður eins og við séum við stjórn og séum með einhvers konar aðgerðarplan tilbúið.
Starfsframi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Heilsa Góðu ráðin Tengdar fréttir Í vinnu eða atvinnuleit: Ekki birta of mikið á samfélagsmiðlum Við erum sjaldan jafn dugleg að birta myndir á samfélagsmiðlunum og þegar að við erum í sumarfríi. Enda skemmtilegt að sjá hvert fólk er að ferðast og hvað það er að gera. En það eru margar ástæður fyrir því að fólk ætti að forðast að birta of mikið af myndum, of oft eða hvaða myndir sem er. 19. júlí 2021 07:01 Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. 11. febrúar 2021 07:00 Elti drauminn í kjölfar atvinnumissis í Covid „Ég missti vinnuna í fyrstu bylgju Covid, en ég hafði unnið í rétt yfir ár hjá Innnes. Þá var Sunna komin sex mánuði á leið með yngri strákinn okkar,“ segir Gunnar Ingi Svansson framkvæmdastjóri Cin Cin um aðdragandann að því að hann stofnaði fyrirtæki sem selur óáfenga eða lítið áfenga drykki. „Þarna var fullt af fólki að missa vinnuna og ég sá fyrir mér að hin hefðbundna atvinnuleit gæti orðið erfið. Sú hugsun ýtti undir þá hugmynd að þetta væri rétti tíminn til að elta drauminn,“ segir Gunnar. 16. júní 2021 07:01 Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00 Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Í vinnu eða atvinnuleit: Ekki birta of mikið á samfélagsmiðlum Við erum sjaldan jafn dugleg að birta myndir á samfélagsmiðlunum og þegar að við erum í sumarfríi. Enda skemmtilegt að sjá hvert fólk er að ferðast og hvað það er að gera. En það eru margar ástæður fyrir því að fólk ætti að forðast að birta of mikið af myndum, of oft eða hvaða myndir sem er. 19. júlí 2021 07:01
Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. 11. febrúar 2021 07:00
Elti drauminn í kjölfar atvinnumissis í Covid „Ég missti vinnuna í fyrstu bylgju Covid, en ég hafði unnið í rétt yfir ár hjá Innnes. Þá var Sunna komin sex mánuði á leið með yngri strákinn okkar,“ segir Gunnar Ingi Svansson framkvæmdastjóri Cin Cin um aðdragandann að því að hann stofnaði fyrirtæki sem selur óáfenga eða lítið áfenga drykki. „Þarna var fullt af fólki að missa vinnuna og ég sá fyrir mér að hin hefðbundna atvinnuleit gæti orðið erfið. Sú hugsun ýtti undir þá hugmynd að þetta væri rétti tíminn til að elta drauminn,“ segir Gunnar. 16. júní 2021 07:01
Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00
Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00