Óttast að veiran smitist inn á sjúkrahús og hjúkrunarheimili Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2021 20:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa mestar áhyggjur af því að veiran smitist inn á heilbrigðisstofnanir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi. Níutíu og fimm greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna á einum degi á þessu ári. Stærstur hluti smitaðra var utan sóttkvíar eða 75. Þá eru fjórir á sjúkrahúsi vegna Covid-19. 463 eru nú í einangrun með virkt kórónuveirusmit og 1.266 í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir þessa fjölgun smitaðra mikið áhyggjuefni. „Jú, það er það og það er greinilegt að útbreiðsla veirunnar er orðin mjög mikil í samfélaginu. Við sjáum það í öllum landshlutum í raun og veru,“ segir Þórólfur. „Það er vissulega ánægjulegt að það skuli ekki vera meiri veikindi á Covid-göngudeildinni en raun ber vitni. Það eru reyndar fjórir sem liggja núna inni á L andspítalanum með Covid og nokkuð margir í nánu eftirliti en ég vona að bólusetningin haldi.“ 95 greindust innanlands í gær, 75 utan sóttkvíar. Fjórir eru á sjúkrahúsi með Covid-19, 463 í einangrun og 1.266 í sóttkví.Vísir/Ragnar Samkomutakmarkanir á ný eftir stutt hlé Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær nýjar sóttvarnaaðgerðir í ljósi stöðu faraldursins hér á landi. Aðeins tæpur mánuður er síðan öllum innanlandsaðgerðum var aflétt en það var í fyrsta sinn síðan 16. mars 2020 sem engar takmarkanir voru í gildi. Nýjar aðgerðir taka gildi á miðnætti í kvöld og munu gilda í þrjár vikur, til miðnættis 13. ágúst næstkomandi. Á þeim tíma verður 200 manna samkomutakmark, eins metra fjarlægðarregla og grímuskylda innanhúss þar sem ekki er hægt að viðhalda fjarlægðarmörkum. Þessar aðgerðir taka gildi á miðnætti í kvöld.Vísir/Ragnar Veitingastöðum, skemmtistöðum og krám verður lokað klukkan ellefu á kvöldin og þurfa allir gestir að hafa yfirgefið staðinn fyrir miðnætti. Þá þarf að þjóna öllum gestum til borðs. Líkamsræktarstöðvar og sundstaðir verða áfram opnir og mega taka á móti 75 prósentum leyfilegs hámarksfjölda. Þá eru íþróttaæfingar- og keppnir barna og fullorðinna heimilaðar með og án snertingar en með 100 manna hámarksfjölda. Hámarksfjöldi áhorfenda í rými er 200 manns. Vonar að bólusetningin komi í veg fyrir alvarleg veikindi Þórólfur segir mesta áhyggjuefnið vera að smit rati inn á stofnanir. „Það sem er áhyggjuefni er að veikindi fari að koma inn í starfsmenn til dæmis á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og á öðrum stöðum sem geta sett bæði starfsemi þessara stofnana í uppnám og kannski leitt til einhverra smita inni á þessum stofnunum, það er eitt af því sem maður óttast einna mest,“ segir Þórólfur. „Við erum því miður að sjá smit frá fólki sem fer mjög víða og kemur víða við og hittir marga. Þetta er bara sama gamla sagan í raun og veru en auðvitað vonumst við til að bólusetningin komi í veg fyrir alvarleg veikindi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. 23. júlí 2021 15:23 Verulegar áhyggjur eftir að tveir starfsmenn greindust Fjórir eru inniliggjandi á legudeildum Landspítala með Covid-19 en spítalinn er sem kunnugt er á hættustigi. 461 er í eftirliti á COVID göngudeild þar af 41 barn. 24. júlí 2021 14:58 „Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur“ Fjármála- og efnahagsráðherra telur enn ótímabært að segja að efnahagslegt bakslag muni hljótast af nýjum sóttvarnaaðgerðum. Veitingamenn og kráareigendur eru ósáttir að gripið hafi verið til nýrra aðgerða. Það sé mikið högg fyrir reksturinn. 24. júlí 2021 13:30 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Níutíu og fimm greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna á einum degi á þessu ári. Stærstur hluti smitaðra var utan sóttkvíar eða 75. Þá eru fjórir á sjúkrahúsi vegna Covid-19. 463 eru nú í einangrun með virkt kórónuveirusmit og 1.266 í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir þessa fjölgun smitaðra mikið áhyggjuefni. „Jú, það er það og það er greinilegt að útbreiðsla veirunnar er orðin mjög mikil í samfélaginu. Við sjáum það í öllum landshlutum í raun og veru,“ segir Þórólfur. „Það er vissulega ánægjulegt að það skuli ekki vera meiri veikindi á Covid-göngudeildinni en raun ber vitni. Það eru reyndar fjórir sem liggja núna inni á L andspítalanum með Covid og nokkuð margir í nánu eftirliti en ég vona að bólusetningin haldi.“ 95 greindust innanlands í gær, 75 utan sóttkvíar. Fjórir eru á sjúkrahúsi með Covid-19, 463 í einangrun og 1.266 í sóttkví.Vísir/Ragnar Samkomutakmarkanir á ný eftir stutt hlé Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær nýjar sóttvarnaaðgerðir í ljósi stöðu faraldursins hér á landi. Aðeins tæpur mánuður er síðan öllum innanlandsaðgerðum var aflétt en það var í fyrsta sinn síðan 16. mars 2020 sem engar takmarkanir voru í gildi. Nýjar aðgerðir taka gildi á miðnætti í kvöld og munu gilda í þrjár vikur, til miðnættis 13. ágúst næstkomandi. Á þeim tíma verður 200 manna samkomutakmark, eins metra fjarlægðarregla og grímuskylda innanhúss þar sem ekki er hægt að viðhalda fjarlægðarmörkum. Þessar aðgerðir taka gildi á miðnætti í kvöld.Vísir/Ragnar Veitingastöðum, skemmtistöðum og krám verður lokað klukkan ellefu á kvöldin og þurfa allir gestir að hafa yfirgefið staðinn fyrir miðnætti. Þá þarf að þjóna öllum gestum til borðs. Líkamsræktarstöðvar og sundstaðir verða áfram opnir og mega taka á móti 75 prósentum leyfilegs hámarksfjölda. Þá eru íþróttaæfingar- og keppnir barna og fullorðinna heimilaðar með og án snertingar en með 100 manna hámarksfjölda. Hámarksfjöldi áhorfenda í rými er 200 manns. Vonar að bólusetningin komi í veg fyrir alvarleg veikindi Þórólfur segir mesta áhyggjuefnið vera að smit rati inn á stofnanir. „Það sem er áhyggjuefni er að veikindi fari að koma inn í starfsmenn til dæmis á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og á öðrum stöðum sem geta sett bæði starfsemi þessara stofnana í uppnám og kannski leitt til einhverra smita inni á þessum stofnunum, það er eitt af því sem maður óttast einna mest,“ segir Þórólfur. „Við erum því miður að sjá smit frá fólki sem fer mjög víða og kemur víða við og hittir marga. Þetta er bara sama gamla sagan í raun og veru en auðvitað vonumst við til að bólusetningin komi í veg fyrir alvarleg veikindi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. 23. júlí 2021 15:23 Verulegar áhyggjur eftir að tveir starfsmenn greindust Fjórir eru inniliggjandi á legudeildum Landspítala með Covid-19 en spítalinn er sem kunnugt er á hættustigi. 461 er í eftirliti á COVID göngudeild þar af 41 barn. 24. júlí 2021 14:58 „Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur“ Fjármála- og efnahagsráðherra telur enn ótímabært að segja að efnahagslegt bakslag muni hljótast af nýjum sóttvarnaaðgerðum. Veitingamenn og kráareigendur eru ósáttir að gripið hafi verið til nýrra aðgerða. Það sé mikið högg fyrir reksturinn. 24. júlí 2021 13:30 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. 23. júlí 2021 15:23
Verulegar áhyggjur eftir að tveir starfsmenn greindust Fjórir eru inniliggjandi á legudeildum Landspítala með Covid-19 en spítalinn er sem kunnugt er á hættustigi. 461 er í eftirliti á COVID göngudeild þar af 41 barn. 24. júlí 2021 14:58
„Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur“ Fjármála- og efnahagsráðherra telur enn ótímabært að segja að efnahagslegt bakslag muni hljótast af nýjum sóttvarnaaðgerðum. Veitingamenn og kráareigendur eru ósáttir að gripið hafi verið til nýrra aðgerða. Það sé mikið högg fyrir reksturinn. 24. júlí 2021 13:30