Ljósmyndasýning á Hvolsvelli opin allan sólarhringinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2021 20:05 Baldur að fræða gesti um sýninguna en mikið er um hópa, sem mæta til að sjá sýninguna og virða myndirnar fyrir sér. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil aðsókn hefur verið að útiljósmyndasýningu í miðbæ Hvolsvallar í sumar en þar sýna áhugaljósmyndarar myndir sínar, sem allar eru teknar í héraði. Sýningin er opinn allan sólarhringinn. Það var Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri, sem opnaði sýninguna formlega í byrjun sumars og eftir það hefur verið stöðugur straumur fólks, heimamanna og ferðamanna til að skoða sýninguna, sem kemur skemmtilega út í kringum trjágróðurinn í miðbæ Hvolsvallar. Það eru áhugaljósmyndarar í Ljósmyndaklúbbnum 860+, sem tóku allar myndirnar á sýningunni en þetta er ellefta árið í röð, sem klúbburinn stendur fyrir sýningu, sem þessari. Myndirnar eru teknar í Rangárvallasýslu af áhugaljósmyndurum í klúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru stórglæsilegar myndir að vanda og við hvetjum auðvitað alla til að koma hér á Hvolsvöll í sumar og skoða þessi listaverk, þau eru mikið prýði fyrir miðbæinn,“ segir Lilja. „Sýningin í ár er mjög fjölbreytt og skemmtileg og skemmtileg uppsetning á henni. Við eigum nóg af ljósmyndurum en við erum 38 í klúbbnum en það er ekki nema 19 sýnendur núna. Sumir eru að æfa sig enn þá og ekki búnir að skila inn myndum,“ segir Baldur Ólafsson, sem á sæti í stjórn 860+ og á myndir á sýningunni. Stjórn 860+ ljósmyndaklúbbsins, sem sá meðal annars um að koma sýningunni upp en hún var opnuð formlega 18. júní af Lilju Einarsdóttur, sveitarstjóra Rangárþings eystra. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Baldur Ólafsson, Anna Björk Magnúsdóttir, Þorsteinn Valsson, Sveinbjörn Jónsson, Björn Á Guðlaugsson og Snorri Sævarsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru bæði náttúruljósmyndir, fuglalíf og dýralíf allskonar, það er bara mjög fjölbreytt úrval af myndum, snjór, vetur og sumar og fullt af öðrum, þetta er öll flóran. Það eru allir velkomnir, sýningin er opinn allan sólarhringinn, menn geta komið og skoðað þegar þeim hentar. Þetta er ekki sölusýning en ef einhver vill kaupa mynd þá getur hann sett sig í samband við okkur og hann getur örugglega fengið hana,“ bætir Baldur við. Myndunum er raðað skemmtilega upp innan um aspirnar í miðbænum á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Menning Ljósmyndun Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Það var Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri, sem opnaði sýninguna formlega í byrjun sumars og eftir það hefur verið stöðugur straumur fólks, heimamanna og ferðamanna til að skoða sýninguna, sem kemur skemmtilega út í kringum trjágróðurinn í miðbæ Hvolsvallar. Það eru áhugaljósmyndarar í Ljósmyndaklúbbnum 860+, sem tóku allar myndirnar á sýningunni en þetta er ellefta árið í röð, sem klúbburinn stendur fyrir sýningu, sem þessari. Myndirnar eru teknar í Rangárvallasýslu af áhugaljósmyndurum í klúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru stórglæsilegar myndir að vanda og við hvetjum auðvitað alla til að koma hér á Hvolsvöll í sumar og skoða þessi listaverk, þau eru mikið prýði fyrir miðbæinn,“ segir Lilja. „Sýningin í ár er mjög fjölbreytt og skemmtileg og skemmtileg uppsetning á henni. Við eigum nóg af ljósmyndurum en við erum 38 í klúbbnum en það er ekki nema 19 sýnendur núna. Sumir eru að æfa sig enn þá og ekki búnir að skila inn myndum,“ segir Baldur Ólafsson, sem á sæti í stjórn 860+ og á myndir á sýningunni. Stjórn 860+ ljósmyndaklúbbsins, sem sá meðal annars um að koma sýningunni upp en hún var opnuð formlega 18. júní af Lilju Einarsdóttur, sveitarstjóra Rangárþings eystra. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Baldur Ólafsson, Anna Björk Magnúsdóttir, Þorsteinn Valsson, Sveinbjörn Jónsson, Björn Á Guðlaugsson og Snorri Sævarsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru bæði náttúruljósmyndir, fuglalíf og dýralíf allskonar, það er bara mjög fjölbreytt úrval af myndum, snjór, vetur og sumar og fullt af öðrum, þetta er öll flóran. Það eru allir velkomnir, sýningin er opinn allan sólarhringinn, menn geta komið og skoðað þegar þeim hentar. Þetta er ekki sölusýning en ef einhver vill kaupa mynd þá getur hann sett sig í samband við okkur og hann getur örugglega fengið hana,“ bætir Baldur við. Myndunum er raðað skemmtilega upp innan um aspirnar í miðbænum á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Menning Ljósmyndun Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira